Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 05.12.2020, Qupperneq 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2020 Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins og mbl.is er staða Jóns Þórs Haukssonar, landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu, orðin erfið gagnvart landsliðskonunum. Heim- ildarmenn lýsa samskiptum Jóns Þórs við leikmenn sem mjög óvið- eigandi þegar hópurinn fagnaði sætinu á EM í vikunni. Jón Þór hafi undir áhrifum áfengis látið niðr- andi ummælli falla um leikmenn sem sneru að getu þeirra á vell- inum. Hægt er að lesa meira um málið á mbl.is en málið er til skoð- unar hjá KSÍ. bjarnih@mbl.is Staða þjálfar- ans orðin erfið Morgunblaðið/Eggert Þjálfarinn Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna. Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er genginn til liðs við Girona sem er í Katalóníu og leikur í b-deildinni á Spáni. Kári var samningsbundinn Haukum en gat fengið sig lausan ef tilboð kæmi að utan. Marc Gasol sem gekk í raðir LA Lakers á dögunum er forseti fé- lagsins. Hann tók þátt í að stofna félagið árið 2014 og fyrst var þar einungis yngri flokka starfsemi. Þá bar félagið nafn kappans en var síð- ar skýrt Girona. Meistaraflokksliði var komið á 2017. Kári Jónsson til Katalóníu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Girona Kári verður ekki í búningi Hauka þegar keppni hefst á ný. ið 2008. Mér fannst þess vegna sjálf- sagt mál að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við keflinu. Þú þarft að vera tilbúin að fara alla leið og leggja allt í sölurnar þegar þú spilar fyrir land og þjóð.“ Ákvörðun þjálfarans Eins og Rakel bendir sjálf á hefur hún ekki átt fast sæti í liðinu að und- anförnu. „Auðvitað vill maður alltaf spila en á sama tíma þá virðir maður allt- af ákvarðnir þjálfarans. Þú ert með 23 leikmenn í hópnum sem vilja allir spila en þetta snýst fyrst og fremst um að sýna sig og sanna og reyna að koma sér þannig inn í liðið. Í sannleika sagt þá hefur áhuginn aðeins farið dvínandi og drifkraft- urinn sem maður hafði hefur minnk- að. Einu sinni snerist allt um að vera geggjuð í fótbolta en það hefur að- eins breyst og ég er farin að pæla í öðrum hlutum líka.“ Rakel á eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik og stefnir á að taka slaginn með liðinu á komandi keppnistímabili. „Hvenær ég hætti alveg í fótbolta er bara eitthvað sem þarf að koma í ljós. Mér fannst mjög gaman að spila með Breiðabliki í sumar, þetta er flottur hópur þarna og þjálfarinn alveg geggjaður. Núna tekur við langþráð jólafrí hjá manni sem mað- ur er búinn að bíða eftir ansi lengi. Ég ætla þess vegna að njóta þess að vera í fríi áður en maður fer að pæla í næsta sumri. Ég er samn- ingsbundin Breiðabliki og þeir vilja halda mér þannig að stefnan er að spila með liðinu næsta sumar eins og staðan er í dag. Skrítið tímabil Miðjukonan varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í annað sinn í lok október eftir að ákveðið var að hætta keppni á Íslandsmótinu. „Þetta ár var mjög skrítið og það var stórfurðulegt að mæta ekki á fótboltaæfingar á hverjum degi. Maður vissi ekkert hvenær maður mætti mæta á æfingar og maður fylgdi þess vegna bara prógrami frá sjúkraþjálfaranum í Breiðabliki. Það var sérstakt að fá ekki að hitta liðs- félagana sem var öðruvísi líka og maður hafði klárlega meiri frítíma en venjulega. Maður datt í smá sumarfrísgír, eitthvað sem maður hefur aldrei fengið að upplifa, og ég get alveg viðurkennt það að síðasta keppn- istímabil var langt frá því að hafa verið eitthvað sérstaklega skemmti- legt. Ég er eflaust ekki ein um þá skoðun en vonandi breytist þetta eitthvað á næstu mánuðum og við fáum að æfa undir eðlilegum kring- umstæðum. Þá kemst maður vonandi í góðan gír en það verður gott að núllstilla sig aðeins í desember eftir þetta ár,“ bætti Rakel við í samtali við Morg- unblaðið. Sjálfsagt mál að leyfa öðrum að taka við keflinu  Rakel Hönnudóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir tæplega 13 ára feril Morgunblaðið/Eggert Tækling Rakel gaf aldrei tommu eftir í þeim 103 landsleikjum sem hún lék með íslenska kvennalandsliðinu. Rakel Hönnudóttir » Fæddist 30. desember 1988. » Uppalin hjá Þór/KA á Akur- eyri og lék sinn fyrsta meist- araflokksleik með liðinu árið 2006. » Hefur leikið með Þór/KA og Breiðabliki hér á landi. » Íslandsmeistari með Breiða- bliki 2015 og 2020. » Bikarmeistari með Breiða- bliki 2013 og 2016. » Lék með Bröndby í Dan- mörku, Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð og Reading á Englandi á atvinnumannaferli sínum. » Á að baki 103 A-landsleiki og er níunda leikjahæst ásamt Eddu Garðarsdóttur. FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Mér fannst þetta vera góður tíma- punktur að skilja við liðið,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnu- dóttir, leikmaður Breiðabliks í úr- valsdeild kvenna, í samtali við Morgunblaðið en hún ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær. Rakel, sem er 31 árs gömul, á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað þrjú mörk en hún er níunda leikjahæsta lands- liðskona Íslands frá upphafi ásamt Eddu Garðarsdóttur. Rakel var í íslenska landsliðs- hópnum sem mætti Slóvakíu í Senec og Ungverjalandi í Búdapest í loka- leikjum sínum í undankeppni EM á dögunum. Ísland vann báða leikina og tryggði sér sæti í lokakeppni Evr- ópumótsins fjórða skiptið í röð en mótið fer fram á Englandi sumarið 2022. Til stóð að mótið færi fram næsta sumar en því var frestað vegna kórónuveirunnar. Rakel hefur farið á þrjú Evr- ópumót með íslenska liðinu og íhug- aði alvarlega að taka slaginn á fjórða stórmótinu í röð. Of langur tími „Ég var búin að ákveða að leggja landsliðsskóna á hilluna fyrir ein- hverju síðan. Það er engin ein ástæða sem trompar aðra og það er í raun ekkert sem býr að baki þessari ákvörðun. Mér fannst þetta bara komið gott ef svo má segja, sér- staklega eftir að ákveðið var að fresta lokakeppni EM um eitt ár. Ef mótinu hefði ekki verið frestað þá er ég nokkuð viss um að ég hefði tekið eitt ár í viðbót með liðinu en mér fannst tvö ár einfaldlega of langur tími. Vissulega hefði verið gaman að fara á fjórða stórmótið með landsliðinu en af því verður ekki,“ bætti Rakel við en hún á að baki 215 leiki í efstu deild með upp- eldisfélagi sínu Þór/KA og Breiða- bliki þar sem hún hefur skorað 125 mörk. Rakel lék sinn fyrsta landsleik gegn Póllandi á Algarve-mótinu í Portúgal í mars árið 2008, þá 19 ára gömul, en hún er fædd í lok desem- ber. „Mitt hlutverk í landsliðinu hefur minnkað með árunum en ég hef samt sem áður alltaf verið klár þeg- ar kallið kemur. Ég hef alltaf viljað spila og gert allt sem ég get til þess að hjálpa liðinu. Á sama tíma hefur áhugi minn aðeins minnkað líka. Ég fann ekki fyrir sama kraft- inum og viljanum og þegar ég var að stíga mín fyrstu skref með liðinu ár- Þýskaland Hertha Berlín - Union Berlín.................. 3:1 Staðan: Bayern München 9 7 1 1 31:13 22 RB Leipzig 9 6 2 1 18:6 20 Leverkusen 9 5 4 0 16:9 19 Dortmund 9 6 0 3 21:9 18 Wolfsburg 9 4 5 0 14:8 17 Union Berlin 10 4 4 2 22:14 16 Mönchengladbach 9 4 3 2 17:14 15 Augsburg 9 3 3 3 11:12 12 E. Frankfurt 9 2 6 1 14:16 12 Stuttgart 9 2 5 2 17:15 11 Hertha Berlín 10 3 2 5 18:19 11 Werder Bremen 9 2 5 2 13:15 11 Hoffenheim 9 2 3 4 15:16 9 Freiburg 9 1 4 4 10:20 7 Köln 9 1 3 5 10:15 6 Mainz 9 1 2 6 11:22 5 Arminia Bielefeld 9 1 1 7 6:19 4 Schalke 9 0 3 6 6:28 3 B-deild: Düsseldorf - Darmstadt .......................... 3:2  Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með Darmstadt vegna meiðsla. Spánn Athletic Bilbao – Celta Vigo .................... 0:2 Staðan: Real Sociedad 11 7 3 1 22:5 24 Atlético Madrid 9 7 2 0 19:2 23 Villarreal 11 5 5 1 15:11 20 Real Madrid 10 5 2 3 16:12 17 Sevilla 9 5 1 3 12:8 16 Cádiz 11 4 3 4 9:12 15 Barcelona 9 4 2 3 19:9 14 Granada 10 4 2 4 11:17 14 Athletic Bilbao 11 4 1 6 12:12 13 Elche 9 3 4 2 9:10 13 Getafe 10 3 4 3 9:10 13 Eibar 11 3 4 4 8:9 13 Alavés 11 3 4 4 11:13 13 Celta de Vigo 12 3 4 5 13:20 13 Valencia 11 3 3 5 17:17 12 Real Betis 11 4 0 7 12:23 12 Osasuna 10 3 2 5 8:13 11 Real Valladolid 11 2 4 5 11:16 10 Levante 10 1 5 4 10:15 8 Huesca 11 0 7 4 8:17 7 Frakkland Nimes - Marseille ..................................... 0:2 Staðan: París SG 12 8 1 3 30:8 25 Marseille 11 7 3 1 17:9 24 Lille 12 6 5 1 22:8 23 Lyon 12 6 5 1 21:10 23 Mónakó 12 7 2 3 23:16 23 Montpellier 12 7 2 3 21:16 23 Rennes 12 5 4 3 19:16 19 Angers 12 6 1 5 18:22 19 Lens 11 5 3 3 17:18 18 Brest 12 6 0 6 21:23 18 Nice 11 5 2 4 16:15 17 Metz 12 4 4 4 12:11 16 Bordeaux 12 4 4 4 12:13 16 Nantes 12 3 4 5 14:18 13 Saint-Étienne 12 3 2 7 12:20 11 Nîmes 13 3 2 8 11:24 11 Reims 12 2 3 7 16:22 9 Lorient 12 2 2 8 12:22 8 Strasbourg 12 2 1 9 14:24 7 Dijon 12 1 4 7 8:21 7 Danmörk OB - AaB ................................................... 2:1  Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á eftir 78 mínútur hjá OB og jafnaði leikinn mín- útu síðar. Aron Elís Þrándarson var ekki í leikmannahópnum. Staðan: Brøndby 10 7 0 3 21:14 21 Midtjylland 10 6 2 2 17:12 20 SønderjyskE 10 5 3 2 18:13 18 Nordsjælland 10 4 4 2 20:13 16 AaB 11 4 4 3 12:13 16 AGF 10 4 3 3 18:14 15 Vejle 10 4 2 4 17:19 14 OB 11 4 2 5 16:18 14 Randers 10 4 1 5 14:11 13 København 10 4 1 5 18:20 13 Horsens 10 1 3 6 8:18 6 Lyngby 10 0 3 7 10:24 3  EM kvenna í Danmörku A-riðill: Frakkland - Svartfjallaland................. 24:23 Danmörk - Slóvenía.............................. 30:23 C-riðill: Ungverjaland - Króatía ....................... 22:24 Þýskaland B-deild: Gummersbach - Eisenach................... 33:24 Elliði Snær Viðarsson skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach og gaf 2 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Danmörk SönderjyskE - Ringsted...................... 33:29  Sveinn Jóhannsson skoraði 1 mark fyrir SönderjyskE. Frakkland B-deild: Nice - Massy Essonne.......................... 29:29  Grétar Ari Guðjónsson varði 4 skot í marki Nice. Svíþjóð Alingsås - Guif ..................................... 29:21  Aron Dagur Pálsson leikur með Alings- ås.  Daníel Freyr Ágústsson er markvörður hjá Guif.  
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.