Morgunblaðið - 08.12.2020, Side 6

Morgunblaðið - 08.12.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 SMÁRALIND www.skornir.is Netversl un www.sko rnir.is Vatnsheldir Kuldaskór Innbyggðir broddar í sóla Verð 19.995 Stærðir 36 - 47 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Páll Ragnar Karlsson, Ph.D í lækna- vísindum, var í gær útnefndur „rann- sóknarmaður ársins“ hjá Dönsku sykursýkiakademíunni. Hún veitir árlega tvenn verðlaun þeim sem hafa náð góðum árangri á sviði sykursýki- rannsókna. Viðurkenninguna fékk Páll fyrir rannsóknir á verkjum sykursjúkra. Hann varð fyrstur í Danmörku til að beita nýrri aðferð við töku og grein- ingu húðsýna sem geta sagt til um ástand tauga í húðinni. Aðferðin er sögð geta vald- ið tímamótum. „Systir pabba greindist með MND þegar ég var ungur dreng- ur. Það er ólækn- andi sjúkdómur og fólk deyr oft inn- an 2-4 ára. Þetta hafði mikil áhrif á mig og ég ákvað að verða læknir eða vísindamaður til að finna lækningu. Ég fór til Árósa í nám vegna þess að þar fann ég hóp vísindamanna sem voru að rannsaka MND,“ sagði Páll. Það er erfitt að fá fé til rannsókna á jafn fátíðum sjúkdómum og MND og það átti sinn þátt í að hann hóf að rannsaka verki sem fylgja sykursýki. Hann hefur starfað við Dönsku verkjarannsóknamiðstöðina í Árós- um frá 2010. Þangað leita sjúklingar sem þjást af langvinnum verkjum vegna sykursýki og fleiri sjúkdóma. Taugabólgur og verkir „Það má nota húðsýnin til að greina taugabólgur sem eru algeng- ur fylgisjúkdómur sykursýki og finn- ast einnig hjá mörgum öðrum sem eru með þráláta verki,“ sagði Páll. Sýnin voru greind í Þýskalandi en Páll fékk það hlutverk að innleiða slíka greiningu í Árósum. Ph.D- ritgerðin hans frá 2013 fjallaði um verkefnið. „Við erum með litlar skyntaugar rétt undir húðinni sem láta okkur finna fyrir verkjum, snertingu, hita, kulda og ýmsu öðru sem við skynj- um. Í sýnunum sést að sjúklingar með þráláta verki eru með mun færri virkar skyntaugar í húðinni en aðrir. Það er ákveðin þversögn í því að þeir sem finna mikið fyrir verkjum eru með færri verkjataugar en aðrir,“ sagði Páll. Húðsýnin eru tekin þar sem fólk finnur fyrir þrálátum verkj- um. Hjá sykursjúkum er það yfirleitt í taugum sem eru lengst frá hjart- anu, þ.e. í fótum og höndum. Skynjun verkja er mjög einstakl- ingsbundin en húðsýnin gefa ákveðna vísbendingu. Páll fann þrjár mismunandi sameindir utan á skyn- taugunum sem tengdar eru verkjum. Hjá sjúklingum með verki er mun meira af sameindunum en hjá þeim sem ekki hafa verki. Heilbrigðir eru með margar skyntaugar og lítið af verkjasameindum. Þeir sem eru með taugabólgur en verkjalausir eru með fáar virkar skyntaugar og lítið af verkjasameindum en þeir sem þjást af verkjum eru með fáar taugar en mikið af verkjasameindum. Taugabólgur koma fram hjá um helmingi sykursjúkra og um 30% þeirra fá þráláta verki sem geta ver- ið mjög alvarlegir. Taugabólgur geta verið einkennalausar að öðru leyti en því að sjúklingurinn missir skynjun, finnur ekki mun á hita og kulda eða finnur ekki lengur t.d. fyrir fótunum. Þeir sem eru með verkina lýsa þeim eins og þeir gangi á glóðum eða nögl- um, eða það sé verið að stinga þá með nálum. Lítið er vitað um hvers vegna sykursjúkir fá verkina. Þeir geta komið nokkrum mánuðum eftir greiningu sykursýki eða eftir marga áratugi. Páll telur að meðalaldur þeirra sykursjúku sem eru með- höndlaðir á Dönsku verkjarann- sóknamiðstöðinni sé 50-55 ára. Erfitt getur verið að meðhöndla verkina og um helmingur sjúklinga fær ekki nógu góða verkjastillingu, að sögn Páls. Oft þarf að prófa mörg lyf áður en finnst meðal sem slær á verkina – ef það þá gerist. Verið er að hanna meðferðarrannsókn þar sem prófa á lyf sem gæti haft áhrif á eina af þeim verkjasameindum sem Páll hefur fundið. Vonast er til þess að það lyf muni slá á verkina. Miklar rannsóknir á sykursýki „Framhaldið er að byggja á þeim niðurstöðum sem við höfum fengið varðandi auknar sameindir hjá þeim sem eru með verki og að hefja klín- íska meðferðarrannsókn,“ segir Páll. Hann kveðst líta á viðurkenninguna sem tækifæri til meiri umfjöllunar um verkina sem geta fylgt syk- ursýki. Þótt þeir séu einn algengasti fylgikvilli sykursýki eru þeir samt það sem einna minnst hefur verið rannsakað við sjúkdóminn. Hann segir að Danir standi þjóða fremst í rannsóknum á sykursýki. Það má þakka danska lyfjarisanum Novo Nordisk sem er stærsti fram- leiðandi heims á insúlíni. Páll segir að insúlín hafi verið uppgötvað í Kanada 1921. Dönsku hjónin August og Marie Krogh, bæði læknar, fóru til Kanada en Marie var sykursjúk. Þau fengu uppskrift að insúlíni og leyfi til að markaðssetja það gegn því að fyrirtækið mundi styrkja rann- sóknir á sykursýki. Þetta var upp- hafið að Novo Nordisk sem nú ræður yfir einum stærsta vísindarann- sóknasjóði Danmerkur og veitir háar fjárhæðir til rannsókna á sykursýki. Páll hefur notið styrkja þeirra til sinna rannsókna. Hann segir að Novo Nordisk hafi m.a. styrkt bygg- ingu fimm sjúkrahúsa fyrir sykur- sjúka. Þangað koma allir sykursjúkir í Danmörku a.m.k. einu sinni á ári í eftirlit. Eins og að ganga á glóðum  Páll Ragnar Karlsson heiðraður sem rannsóknarmaður ársins hjá Dönsku sykursýkiakademíunni fyrir rannsóknir sínar á verkjum sykursjúkra  Danir eru í fremstu röð í rannsóknum á sykursýki Landsbankahúsið við Pólgötu á Ísa- firði er til sölu og var auglýst um helgina. Til stendur að flytja útibú bankans í byggingu skammt frá nú- verandi stað, það er Hafnarstræti 19 þar sem Sparisjóður Vestfirðinga var áður til húsa. Þar er, samkvæmt frétt á vef bankans, betri aðstaða og aðgengi fyrir viðskiptavini og starfs- fólk, auk þess sem húsnæðið þykir henta betur en núverandi húsnæði, miðað við hvernig bankastarfsemi í dag er háttað. „Ég vona að um áramót hafi eitt- hvað gerst í málinu og vonandi verð- ur komið tilboð þá. Við höfum strax fengið talsverð viðbrögð við auglýs- ingunni og það er ljóst að fólk sýnir málinu áhuga,“ segir Guðmundur Óli Tryggvason, lögg. fasteignasali hjá Fasteignasölu Vestfjarða. Húsið segir hann geta hentað margvíslegri starfsemi, enda megi ýmsu breyta innanstokks. Staðsetningin sé líka góð; byggingin sé miðsvæðis og í hjarta Ísafjarðarkaupstaðar. Með kjallara og rishæð er Lands- bankahúsið á Ísafirði á fjórum hæð- um, að kjallara og rishæð meðtöld- um. Grunnflöturinn er um 220 m2 en alls er húsið um 830 m2. Afgreiðslu- salur og aðstaða fyrir viðskiptavini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyrir útibússtjóra. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins en byggt var á skissum Guðjóns Samúelssonar. Í stíl er húsið vestra nánast eins og bygging Landsbankans á Selfossi, en þó aðeins minna og hlutföllin önn- ur. Húsið á Selfossi var selt á dög- unum og starfsemi bankans þar verður senn flutt í hús sem betur hæfir, eins og á Ísafirði. „Falleg og góð hús sem eru vel staðsett fá alltaf hlutverk sem þeim hæfir. Þetta verður ekki flókið mál,“ segir Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Hann telur bæinn ekki hafa þörf fyrir þessa eign og muni því að óbreyttu ekki gera í hana tilboð. Þó verði fylgst með því hvernig málið þróast á næstunni. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Húsið við Pólgötuna set- ur sterkan svip á allt umhverfi sitt. Hús í hjarta bæjar  Landsbankahúsið á Ísafirði komið á söluskrá  Möguleikarnir miðsvæðis Páll Ragnar Karlsson vísinda- maður lauk BSc-gráðu í sam- eindalíffræði frá Háskóla Ís- lands 2007, MSc-gráðu í tauga- líffræði frá háskólanum í Árósum 2009 og Ph.D. í lækna- vísindum frá sama skóla 2013. Hann starfar við Dönsku verkja- rannsóknamiðstöðina í Árósum og er dósent við læknadeild Ár- ósaháskóla. Páll hefur birt tugi ritrýndra fræðigreina og er boð- ið að halda fyrirlestra á stærstu verkja- og sykursýkiráðstefnum heimsins. Kona hans er Árún Ósk Guð- geirsdóttir fataverkfræðingur og starfar hún á því sviði. Þau eiga tvær dætur, aðra 14 ára og hin er að verða 11 ára. Rannsakar verki VÍSINDAMAÐUR Ljósmynd/Danish Diabetes Academy Húðsýni Þrálátir verkir þjá suma sem eru með sykursýki. Hægt er að greina ástand skyntauga í húð með töku sýnis. Páll Ragnar Karlsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.