Morgunblaðið - 08.12.2020, Page 22

Morgunblaðið - 08.12.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2020 ✝ Olga Hafbergfæddist í Reykjavík 8. júní 1930. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 1. des- ember 2020. For- eldrar hennar voru Engilbert Ólafur Hafberg, f. 9.9. 1890, d. 1.11. 1949, og Olga Magn- úsdóttir Hafberg, f. 17.12. 1896, d. 18.9. 1930. Al- systkini Olgu, eru Magnús Finn- ur, Gunnar látinn, Einar Jens látinn og Hulda Guðrún látin, hálfsystkin Olgu eru Þórarinn, Einar Eggert, Helga, öll látin, Eysteinn og Ingibjörg Ólína. Olga giftist þann 23. sept- ember 1950 Snorra Jónssyni, f. 2.3. 1925, d. 20.6. 2012. Börn þeirra eru: 1) Olga Guðrún, f. 6.6.1951, fyrri maki Einar Ein- arsson, f. 23.11. 1946, d. 25.4. 1986, börn þeirra, a) Einar Snorri m. Hildigunnur Haf- steinsdóttir, barn Bergur Jóns- son, b) Davíð Arnar m. Áslaug Gunnarsdóttir, börn Andri Berg, Sara, Kristjana Rut og Gylfi Hrafn, c) Birkir Snær m. Þórunn Ása Þórisdóttir, börn Einar Karel og Þórdís Kara. Núverandi maki Olgu er Rúnar Ástvaldsson. 2) Engilbert Ólaf- ur Hafberg, f. 14.7. 1953, fyrri sinnar í Reykjavík. Engilbert kvæntist síðar Rannveigu Haf- berg og héldu þau heimili í Reykjavík og Viðeyjarstofu í Viðey þar sem þau stóðu fyrir búskap og jafnframt versl- unarrekstri í Reykjavík í 10 ár. Olga gekk í héraðsskólann á Laugarvatni og stundaði síðan verslunarstörf í verslun fjöl- skyldunnar, Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. Olga æfði og sýndi fimleika með fimleika- flokki Ármanns í Reykjavík. Haustið 1950 fluttu þau að Skógum undir Eyjafjöllum, þar sem Snorri var ráðinn kennari við nýstofnaðan héraðsskóla. Á Skógum bjuggu þau á fjórða áratug. Þar fæddust þeim börn- in fjögur og ólu þar upp. Olga aðstoðaði Snorra við fimleika- þjálfun kvenna og við sund- kennslu á vorin en eftir að börnin stálpuðust vann hún í mötuneyti héraðsskólans að Skógum. Árið 1984 fluttu Olga og Snorri til Reykjavíkur þar sem Olga vann við umönnun aldraðra og síðan sem stuðn- ingsfulltrúi við Safamýrarskóla í Reykjavík til starfsloka. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir út- förina í Garðakirkju sem fram fer klukkan 13 þann 8. desem- ber 2020, en streymt verður frá athöfninni á slóð: htps://www.sonik.is/olga Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat maki Kolbrún Kristinsdóttir, f. 8.11. 1951, d. 16.7. 2005, börn þeirra eru a) Jóhann m. María Kristjáns- dóttir, börn þeirra Perla Kolbrún, Dagur Óli og Eng- ilbert Fannar, b) Helgi Karl m. Þóra Helgadóttir, börn þeirra Baldur Kári og Freyja Rún, c) Snorri m. Harpa Hilmarsdóttir. Núver- andi maki Engilberts er Sigrún Tómasdóttir. 3) Jón HB, f. 14.11. 1954, maki Þóra Björns- dóttir, börn þeirra a) Berglind m. Emil Árni Vilbergsson, börn þeirra Eik, Mirra og Flóki, b) Olga Hrönn m. Steindór Oddur Ellertsson, börn þeirra, Lísa og Björt, c) Elín Helga m. Arnar Björgvinsson, barn þeirra Eyja 4) Hlynur Hafberg, f. 28.2. 1963, maki Alma Björk, börn þeirra eru a) Tinna Hrund m. Hlynur Steinn Þorvaldsson, börn þeirra Hektor Jaki og Pal- tasar Goði, b) Einar Ægir m. El- ísabet Traustadóttir, barn þeirra Ísabella Aría, c) Helga Þuríður m. Birgir Loftur Bjarnason, barn þeirra er Hrafntinna Rós. Olga bjó með föður sínum og alsystkinum eftir lát móður Tengdamóðir mín minntist þess hin síðari ár að hún hefði ekki átt móður, en hana missti hún aðeins þriggja mánaða og var skírð við jarðarför hennar. Hún hélt því fram að hún hefði komist betur af með það en systkini hennar fjögur sem áttu minningar um móður en ekki hún. Þessi afstaða er þroskuð og ber því vitni að gera eins gott úr aðstæðum og hægt er. Eflaust mótaði þess lífsreynsla samt Olgu alla tíð en beygði hana ekki. Engilbert faðir hennar fékk ráðs- konur til að annast um heimilið allt frá bernsku Olgu. Ein þeirra var Rannveig Guðmundsdóttir sem varð síðan eiginkona hans. Samband Olgu og Rannveigar var afar gott, einlægt og kær- leiksríkt þó hún hafi ekki kallað hana mömmu. Með tilkomu Rannveigar komst eflaust festa á heimilishaldið og fjölskylduna og hún reyndist börnunum góð. Engilbert keypti og rak bú í Við- ey um tíu ára skeið og flutti fjöl- skylduna þangað. Þar líkaði Olgu vel og naut útiveru og náttúru. Faðir Olgu átti og rak Tóbaks- húsið við Austurstræti 17 í Reykjavík og þar vann Olga við afgreiðslustörf og naut sín vel í miðborginni. Það voru því miklar breytingar á hennar lífi þegar hún gifti sig, 20 ára gömul, Snorra Jónssyni íþróttakennara og fór með honum austur fyrir fjall að nýstofnuðum Héraðs- skóla í Skógum undir Eyjafjöll- um. Olga rifjaði það oft upp að hún hefði lítið sem ekkert kunnað til húsverka og því þurft að prófa sig áfram ein og óstudd. Það hef- ur verið mikið að gera hjá ungu Reykjavíkurdömunni fyrstu árin hennar í Skógum því þá fæddust þeim þrjú börn á fjórum árum og níu árum síðar yngsta barnið. Olga annaðist heimilið af natni og alúð. Hún bjó fjölskyldu sinni myndarlegt heimili. Ég sé það fyrir mér að það hafi verið anna- samt hjá henni sem vildi gera allt svo fullkomið. Olga kvartaði samt aldrei undan hlutskipti sínu. Hún var hamingjusöm með Snorra og þau sérlega samrýmd og sam- stillt hjón alla tíð. Hún fylgdi Snorra á sumrin norður á Siglu- fjörð þar sem hann vann í síld. Fjölskylda Snorra tók henni afar vel. Ég hitti Olgu fyrst í Skógum milli jóla og áramóta 1973 þegar ég mætti í heimsókn til að hitta son hennar og kærasta minn, hann Jónsa. Hún kom mér fyrir sjónir sem hæversk og prúð og vildi öllum vel, falleg og fíngerð og fáuð í allri framkomu. Þrátt fyrir hlédrægni hafði hún af- dráttarlausar skoðanir og hikaði ekki við að setja þær fram. Hún minnti mig oft á það að ég hefði kynnt henni jóga, sem varð hennar íþrótt til æviloka. Ég hafi aðstoðað hana við að fá vinnu eft- ir að þau fluttu í bæinn 1984 þeg- ar Snorri hætti að kenna og margt fleira. Hún dáðist að starfi mínu hjá SÁÁ og var einlægur aðdáandi þeirra sem velja að lifa lífinu án áfengis. Sjálf var hún bindindiskona. Eftir að Olga veiktist af heilabilun gat hún samt rifjað upp allar þessar minningar. Síðustu ár hefur Olga búið á Sóltúni og notið einstakrar hjúkrunarþjónustu sem einkenn- ist af fagmennsku og hlýju. Þar leið henni vel, var sátt við allt og alla en jafnframt tilbúin að kveðja. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti. Þóra Björnsdóttir. Þegar við kveðjum ömmu sitja eftir góðar minningar. Ofarlega í huga eru samverustundirnar með ömmu og afa á Skógum og síðar í sumarbústaðnum Lauf- skógum. Amma var mjög ná- kvæm með alla hluti og alltaf var skipulögð dagskrá sem ávallt fól í sér hreyfingu, enda mikið íþróttafólk á ferð. Amma kenndi barnabörnunum sund í sundlaug Skógaskóla og þar var engin af- sláttur veittur. Sundtökin voru kennd af mikilli nákvæmni. Sund var ekki aðeins til að bjarga sér í vatni. Það átti líka að synda fal- lega. Í Laufskógum var gróður- sett og nærliggjandi bæir heim- sóttir þar sem amma kynnti barnabörnin ávallt með miklu stolti. Við vorum langflottust að hennar mati. Amma var okkur systrum mikil fyrirmynd í hollu mataræði og hreyfingu, hún stundaði reglulega hreyfingu langt fram eftir aldri, jóga og göngur voru í miklu uppáhaldi. Meðal heilsu- ráða ömmu var að gleypa hvít- lauk og rækta geril í krukku sem átti að vera allra meina bót, við komumst þó aldrei upp á lagið með það. Þótt iðulega hafi ein- göngu verið hollusta á borðum hjá ömmu eru okkur minnisstæð- ar vatnsdeigsbollurnar með súkkulaðiglassúrnum með rommdropum á bolludaginn og brúnkakan á jólunum. Með þessu drakk amma sykurlaust gos og var þar algjörlega á undan sinni samtíð. Amma var mjög smekkleg og falleg að innan sem utan. Hún hafði mikinn skilning á því þegar unglingsstelpur vildu nota allan sinn pening í fallega flík, hún rifj- aði oft upp söguna af því þegar hún sem unglingur keypti sér fal- legan grænan kjól fyrir allt mán- aðarkaupið. Smekkvísi hennar og snyrtimennska og góð umgengni við fötin kom okkur að góðum notum, flíkurnar hennar voru heilar áratugum síðar og entust okkur lengi. Seinna fluttu amma og afi á Háaleitisbrautina, þangað var gott að koma. Amma var alltaf mjög passasöm, þannig setti hún stóla fyrir útidyrnar ef ske kynni að við skyldum ganga í svefni. Nýársboðin voru í hávegum höfð á Háaleitisbrautinni, ávallt var vel mætt þótt tímasetning, mæt- ing fyrir hádegi, reyndist barna- börnunum þyngri með árunum. Amma var síðustu ár á Sóltúni, þar sem vel var hugsað um hana. Hún var alltaf ánægð að fá heim- sóknir, þar voru börn, barnabörn og barnabarnabörn kynnt fyrir starfsfólki, með miklu stolti, rétt eins og í bæjarheimsóknum fyrir austan á árum áður. Við kveðjum ömmu með sökn- uði en miklu þakklæti. Við sjáum hana fyrir okkur leiða afa Snorra. Berglind, Olga Hrönn og Elín Helga Jónsdætur. „Elsku drengirnir mínir, gam- an að sjá ykkur!“ var það fyrsta sem við heyrðum ömmu Olgu segja þegar við komum í heim- sókn til hennar. Svo kom út- breiddur faðmurinn og faðmlag- ið. Innilegt og hlýtt. Amma hafði ákaflega góða og hlýlega nær- veru en þó var alltaf stutt í lúmskan húmorinn hennar. Minningarnar eru fjölmargar sem við eigum um samveru- stundir með ömmu, hvort sem þær eru fyrir austan á Skógum, í bústaðnum við Eystri-Skóga eða á Háaleitisbrautinni. Alltaf var jafn gott að koma í heimsókn og eiga gott spjall við ömmu og ávallt var þessi hæg- láta, jákvæða og glaða amma til staðar fyrir okkur og ekki nóg með það, heldur stóð hún alltaf með ákvörðunum okkar sama hversu vitlausar þær gátu verið. Amma var að upplagi íþrótta- kona og hafði mikið keppnisskap sem hún var óhrædd að sýna þegar við vorum að keppa. Við munum eftir henni á hliðarlín- unni að hvetja okkur áfram og jafnvel stundum svo mikið að okkur þótti nóg um. Keppnis- skapið kom líka í ljós þegar kom að stjórnmálum en þar kom þrjóskan sem amma átti til vel í ljós og gátu skapast heitar um- ræður við matarborðið og ekkert gefið eftir í skoðunum. Það var auðvelt að sjá hversu vænt henni þótti um fjölskylduna sína og nærvera hennar var þannig að öll barna- og barna- börnin fullyrða að hvert þeirra hafi verið í uppáhaldi hjá ömmu Olgu. Minningin um ömmu lifir og við verðum ávallt þakklátir fyrir hláturinn, hlýja faðmlagið og all- ar góðu stundirnar. Einar Snorri, Davíð Arnar og Birkir Snær. Elsku amma, nú hefur þú fengið vængina þína og ert komin til afa. Þegar ég hugsa til þín þá finn ég fyrst og fremst fyrir miklu þakklæti og ofboðslega mikilli væntumþykju. Ég er svo þakklát fyrir árin sem ég bjó í bænum og þann tíma sem við átt- um saman, nánast alla daga þú og ég. Ég er þakklát fyrir það að börnin mín fengu að kynnast þér og sérlega þakklát fyrir fallegt samband ykkar Baltasars. Ég sakna stundanna í desember þegar við fórum saman á kaffihús í Smáralind og horfðum á alla þjóta um að klára jólagjafakaup- in, en við nutum okkar svo inni- lega, enda löngu búnar að græja allar jólagjafir saman. Það eru al- gjör forréttindi að fá að eiga ömmu og hvað þá að eiga ömmu sem er ein besta vinkona manns, það er ekki sjálfgefið en við átt- um svo dásamlegt samband, vin- konusamband sem ég verð æv- inlega þakklát fyrir. Þú hafðir þann dásamlega eiginleika að sjá það stærsta, mesta og besta í öllu þínu fólki og yfirleitt miklu meira en það og þú minntir okkur og auðvitað alla aðra líka oft á það hvað allt fólkið þitt væri fallegt og frábært, eiginlega svo mikið að maður varð yfirleitt vand- ræðalegur yfir þessu. Svo varst þú sjálf alltaf svo falleg og fín, hugsaðir svo vel um þig og varst svo sannarlega langt á undan okkur hinum, stundaðir jóga á undan flestum öðrum, sund og göngutúra, borðaðir sellerí á hverjum degi og svo má auðvitað ekki gleyma hráa hvítlauknum á kvöldin. Þú vissir svo sannarlega hvernig ætti að huga vel að heils- unni og hugsa vel um sjálfan sig. Við áttum það nú samt sameig- inlegt að vera afar miklir nam- migrísir. Ég er glöð að nú sért þú komin aftur til afa, afa sem hugsaði allt- af um þig eins og drottningu, gaf þér fötin af gínunni í búðarglugg- anum í jólagjöf, pantaði fyrir þig eina fyrstu hrærivélina í landinu með mjólkurbílnum og hugsaði alltaf svo vel um þig. Ég skil vel að þú hafir saknað hans, við ger- um það líka. Það er mikil huggun af vita af ykkur saman núna. Elsku amma, ég elskaði þig þá, ég elska þig núna og ég elska þig alltaf, ég sakna þín og góðu stundanna okkar en ég er fyrst og fremst þakklát. Þín vinkona og barnabarn, Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg. Nú þegar ég kveð Olgu Haf- berg er margs að minnast. Olga var fyrsta konan á staðnum sem ég kynntist haustið 1954 þegar við hjónin fluttum austur að Skógum undir Eyjafjöllum. Hún og maður hennar, Snorri Jónsson íþróttakennari við Skógaskóla, voru einstaklega samhent hjón og áttu þau þegar orðið tvö börn, Olgu og Engilbert, og þriðja barnið, Jón, fæddist þeim síðan í nóvember sama haust. Við hjónin áttum eftir að eiga samleið með þeim Olgu og Snorra í marga áratugi og bar þar aldrei skugga á. Skemmtileg- ar eru minningarnar um sameig- inlegar hálendisferðir þegar fjöl- skyldurnar höfðu komið sér upp fjallabílum snemma á 8. áratugn- um. Á þessum árum voru eldri börn þeirra flutt að heiman en Hlynur, yngsti sonur þeirra, allt- af með í för og góður félagi okkar barna. Við ferðuðumst saman, m.a. yfir Sprengisand, í Þórs- mörk og um Fjallabak nyrðra. Mikil samheldni ríkti á milli fjölskyldnanna á staðnum og fyr- ir það ber að þakka. Sú sam- heldni sem ríkti hefur haldist fram á þennan dag. Síðasta skipt- ið sem við hittumst var á níræð- isafmæli Olgu í sumar og var gott að finna þá vináttu og gleði sem geislaði af henni. Ég og fjölskylda mín sendum börnum Olgu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Hjörleifsdóttir. Olga Hafberg Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. ÝmislegtHúsviðhald Húsaviðhald. Tek að mér ýmis smærri verkefni fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Bústaðakirkja Göngutúr kl. 13 frá Bústaðakirkju á miðvikudaginn. Góður göngutúr í nágrenni kirkjunnar. Hlakka til að sjá ykkur, Hólmfríður djákni. Seltjarnarnes Þar sem sundstaðir eru enn lokaðir er engin vatnsleik- fimi í dag. Kaffikrókurinn er eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar eins og staðan er í dag. Aðrir dagskrárliðir er ekki í gangi vegna sóttvarnar- reglna. Virðum fjarlægðarmörk, þvoum og sprittum og munum að það er grímuskylda í félagsaðstöðunni á Skólabraut. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNHEIÐAR DRAFNAR KLAUSEN, Strandgötu 21a, Eskifirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hulduhlíðar, Eskifirði, fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Alrún Kristmannsdóttir Gísli Benediktsson Herdís Kristmannsdóttir Páll S. Grétarsson Guðrún Kristmannsdóttir Gungör Tamzok Kristmann Kristmannsson Agnes Jóhannsdóttir Þorgeir H. Kristmannsson Drífa Jóna Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.