Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Á
þessum síðustu og
verstu tímum finnst
okkur rosalega mikil-
vægt að brýna fyrir
fólki að það er alveg
hægt að gleðja á jólunum án þess að
kaupa eitthvað dýrt. Við tölum gegn
mikilli neysluhyggju á aðventunni og
hvetjum fólk til að styðja við góð
málefni. Með jóladagskránni okkar
erum við líka að hvetja til góðverka,
en þau þurfa ekki að kosta neitt,
heldur sýna til dæmis andartaks
góðvild og gefa sér tíma til almennra
notalegheita. Einn þeirra sem sendi
jólakveðju hjá okkur hjálpaði til
dæmis til í flutningum,“ segja þær
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir,
heimspekingur og þýðandi, og Auð-
ur Lóa Guðnadóttir listamaður, sem
halda úti hlaðvarpinu Frú Barnaby.
Þar bjóða þær nú á aðventunni fólki
að lesa upp jólakveðjur sem send-
andi semur sjálfur.
„Hlustendur geta þannig sent
kveðjur til vina eða vandamanna í
andstöðu við kapítalísk gildi, því
sendendur eiga að greiða fyrir
kveðjuna með einhverju góðverki,
jafnvel fleiri en einu. Í góðverkinu
býr jólaandinn. Við viljum helst fá
staðfestingu á að góðverkið hafi ver-
ið framkvæmt, til dæmis getur fólk
tekið ljósmynd. Einnig er hægt að
láta þann sem tekur við góðverkinu
kvitta fyrir á skjali. Við tökum fram
að við erum ekki mjög strangar, við
treystum fólki til að standa við sín
góðverk,“ segja þær og bæta við að
þetta hafi líka verið þeim hvatning
til að gera sjálfar góðverk.
„Við höfum líka velt fyrir okkur
spurningunni „Hvað er góðverk?“ og
komist að þeirri niðurstöðu að góð-
verk er að gera eitthvað án þess að
ætlast til að fá eitthvað í staðinn.“
Lóa segist reyna að einbeita sér
að því að sýna bankastarfsfólki og
afgreiðslufólki kurteisi og þakklæti.
Móa ætlar að gefa vandaða notaða
barnaúlpu af dóttur sinni til ein-
hvers sem þarf virkilega á henni að
halda.
„Ég vil frekar gefa hana áfram
en setja hana í geymsluna. Kannski
ég fari með hana í Rauða krossinn,
sem tekur við notuðum fötum. Okk-
ur finnst mjög flottar og eigulegar
flíkur hjá þeim, þar er hægt að
kaupa mjög ódýr notuð föt og gera
góðverk í leiðinni. Sama á við um
Góða hirðinn, nytjamarkaðinn, en
við erum miklir stuðningsmenn
beggja þessara stofnana. Við hvetj-
um líka fólk til að versla notaðar
bækur og gefa í jólagjöf, það er svo
mikið af bókum þarna úti sem vant-
ar nýja eigendur og nokkrar versl-
anir selja slíkar bækur. Jólagjöfin í
ár er gömul bók og notuð flík.“
Kynjapólitík og rasismi
Þegar þær Móa og Lóa eru
spurðar að því hvers vegna þær hafi
farið af stað með hlaðvarp og hví
það heiti Frú Barnaby, segjast þær
hafa viljað koma með mótvægi við
ótalmörg hlaðvörp karla.
„Rosalega margir karlar eru
með hlaðvarp og það er aldrei neitt
mál fyrir þá. Þeir gera ráð fyrir að
allir vilji hlusta á þá og þeir víla
ekkert fyrir sér að gera eitthvað
sem þeir kunna ekki alveg. Okkur
fannst sniðugt að gera það líka, fyr-
ir okkur og fyrir aðrar konur,“ segir
Móa og bætir við að einnig hafi það
verið hvatning að hana dreymdi eina
nóttina í vor að hún héldi úti hlað-
varpi.
„Við ákváðum því að láta vaða
og Auður Lóa kom með þetta snilld-
arlega nafn á hlaðvarpið okkar: Frú
Barnaby, sem er bein vísun í þætti
sem við höfum mikinn áhuga á og
eru stundum sýndir á Rúv., sem
heita Barnaby ræður gátuna. Við
vildum hins vegar færa fókusinn af
lögreglumanninum Barnaby, sem er
tilfinningabældur vinnualki, og vild-
um frekar nefna þáttinn eftir kon-
unni hans. Hún er svona manneskja
sem virðist alltaf vera á röngum stað
á röngum tíma og leggst oft í rann-
sóknarvinnu með eiginmanninum.
Hún er aukapersóna í sjónvarpsþátt-
unum en það væri eflaust mjög
áhugavert að horfa á þátt þar sem
og hispurslausan hátt. Jafnvel
sprenghlægilegan.
„Við fjöllum líka um hápólitísk
mál, eins og Síríus-konfektkassann,
og hvað felst í því að „hygge sig“ á
dönsku, eða hafa það notalegt. Við
pælum í hver er andstæða þess.
Díönuhornið er fastur liðu hjá okkur
en þar skoðum við bresku konungs-
fjölskylduna. Við erum yfirlýstir
antí-rojalistar en með fáránlega mik-
ið blæti fyrir konungsfjölskyldunni.
Við látum þetta ekki blekkja okkur
en við erum samt svolítið skotnar.
Við höfum alveg verið á kafi í sjón-
varpsþáttunum The Crown og höfum
báðar mikinn áhuga á Díönu prins-
essu. Hún er okkur afar hugleikin og
hún er miðjan á þessu öllu saman,
miðjan á milli okkar. Við viljum hafa
hlaðvarpið okkar skemmtilegt og
kjörorð okkar er: „Hvers vegna
segja eitthvað af viti þegar maður
getur sleppt því?“ Í fyrsta aðventu-
þættinum blöðruðum við meðal ann-
ars um skammdegið, hefðir og smá-
kökur. Við dreyptum á viskýi,
töluðum um aldursfordóma, hvernig
afi fékk alltaf möndluna og að fjár-
sjóð sé að finna í faðmi vina, svo fátt
eitt sé nefnt.“
Köttur er upptökustjóri
Þær Móa og Lóa segjast gera
hlaðvarpið sitt á mjög heimagerðan
hátt.
„Við tökum upp á síma og fáum
góða aðstoð frá heimiliskettinum
Coco sem er upptökustjóri. Móa mix-
ar þetta svo saman í tölvunni, hún er
hljóðkonan, og svo setjum við þetta
bara út á internetið. Við erum ekki
mikið að slípa þetta til eða ritskoða,“
segir Lóa. „Okkur hefur farið rosa-
lega fram í tæknivinnunni, allur bær-
inn er að tala um það,“ segja þær og
skella upp úr.
„Coco hefur einstakt dálæti á
Auði Lóu,“ segir Móa en Auður Lóa
bætir við að Móa sé svolítið af-
brýðisöm út af því. Móa og Lóa hafa
þekkst síðan þær unnu saman bæði í
Safnahúsinu og í Þjóðminjasafninu.
„Auður Lóa er 17 árum yngri en
ég en samt eigum við svo ótalmargt
sameiginlegt. Auður Lóa hefur til
dæmis búið með mömmu minni,“
segir Móa.
Eitthvað að lokum?
„Já, við hvetjum alla karlmenn
jafnt sem konur til að hleypa jóla-
barninu í sér út núna á aðventunni og
yfir hátíðirnar.“
hún væri aðalmanneskjan. Af og til
köfum við ofan í þættina og reynum
að kryfja þá. Við ræðum alls konar
mál sem tengjast þáttunum, til
dæmis kynjapólitík og rasisma í
sjónvarpi. Við snertum á ýmsu,“
segja þær og bæta við að þær ræði
líka um línulega dagskrá í sjónvarpi,
sem þær eru áhugasamar um.
„Við þráum einhvern stöðug-
leika sem er í gamaldags sjónvarpi,
eins og þetta var áður en Netflix tók
yfir allt.“
Yfirlýstir antí-rojalistar
Þær segja að Frú Barnaby sé
ekkert óviðkomandi í hlaðvarpinu,
þar spjalli þær um allt milli himins
og jarðar, morð, há- og lágmenn-
ingu, veðrið og hversdaginn. Þær
fjalla um samfélagið á gagnrýninn
Góðverk þurfa ekki að kosta neitt
„Hlustendur geta sent kveðjur til vina eða vandamanna í andstöðu við kapítalísk gildi, því sendendur eiga að greiða fyrir kveðjuna með
einhverju góðverki,“ segja þær Móa og Lóa sem halda úti hlaðvarpinu Frú Barnaby og hvetja þannig hlustendur til góðverka um jól.
Ljósmynd/Siggi Kinski
Vinkonur Lóa og Móa á góðum vordegi á Sauðanesi á Langanesi. Lambið í fangi Móu heitir Trefla.
Þeir sem vilja láta lesa upp fyrir
sig jólakveðjur á hlaðvarpinu hjá
nýja dagskrárliðnum, jólakveðjur
Frú Barnaby, geta sent tölvupóst á
netföngin: audurloa12@gmail.com
og moheidur@gmail.com
„Perluband
fallegra minninga“
www.salka.is
SBS, Morgunblaðið
„Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir frásögnum um laufa-
brauðsgerð, eigin reynslu eða upplifun fólks af henni í sam-
tímanum. Söfnunin er unnin í samstarfi við verkefnið Lifandi
hefðir, hjá Stofnun Árna Magnússonar og meistaranema í
þjóðfræði við Háskóla Íslands,“ segir á vef Þjóðminjasafns-
ins. Þar kemur einnig fram að á grundvelli svara við spurn-
ingaskránni, og viðtala sem tekin hafa verið, skapist fræði-
legar undirstöður til að vinna að hugsanlegri tilnefningu
laufabrauðshefðarinnar á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan
menningararf heims. Þær frásagnir sem berast verða varð-
veittar í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi og gerð-
ar öllum aðgengilegar, nema annað sé tekið fram. Nöfn heim-
ildarmanna birtast ekki á netinu. Nú er aldeilis lag að senda
inn svör úr eigin reynslu af laufabrauðsgerðinni. Neðarlega á
forsíðu Þjóðminjasafnsins, thjodminjasafn.is, má finna hlekk
þar sem fólk getur svarað spurningaskránni. Fram kemur að
laufabrauð sé fyrst nefnt í heimildum frá 17. öld, en ekki er
vitað hvenær það var fyrst búið til. Þess er næst getið á síðari
hluta 19. aldar og er þá aðallega bundið við Norður- og Norð-
austurland. Brauðið var einkum haft til hátíðarbrigða um jól.
Leitað eftir frásögnum
um laufabrauðsgerð
HUGSANLEG TILNEFNING Á LISTA UNESCO YFIR ÓÁÞREIFANLEGAN MENNINGARARF HEIMS
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands
Steiking Kona steikir fallega útskorið laufabrauð.