Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Aðventan og jólin snúast umhefðir og okkur finnst iðu-lega að engu megi breyta. Við segjum stundum: Það eru ekki jól nema ég fari í messu, hitti stór- fjölskylduna á jóladag eða faðmi alla vinina í bænum á Þorláks- messu. Þegar við horfum til baka eru jólin þegar eitthvað fór úrskeið- is oft eftirminnilegri. Bilaða elda- vélin, gubbupestin og jólatréð sem valt um koll er söguefni í áratugi. Öðruvísi jól Vegna Covid-19 eru jól og að- venta öðruvísi í ár, en við höfum engu að síður margvíslega mögu- leika á því að gleðjast saman. Njót- um aðventu og jóla en höfum í huga þessar ráðleggingar, því sumar at- hafnir fela í sér meiri áhættu en aðrar.  Njótum rafrænna sam- verustunda  Eigum góðar stundir með heimilisfólkinu  Veljum jólavini (hverja við ætl- um að hitta yfir hátíðarnar) Hugum að heilsunni og stundum útivist í fámennum hópi  Verslum á netinu ef hægt er  Verum tilbúin með inn- kaupalista þegar farið er að versla  Kaupum máltíðir á veit- ingastöðum og tökum með heim Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til Covid-19 er mik- ilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir. Hægt er að panta sýnatöku á Mínum síðum á heilsu- vera.is og sýni eru tekin alla daga nema jóladag og nýársdag. Lækna- vaktin er opin alla hátíðisdagana, svarað er í síma 1700. Netspjall heilsuveru verður einnig opið að hluta og erindum verður svarað, þótt stundum verði aðeins að bíða eftir svari. Áfram þurfum við að huga að persónulegum sóttvörnum og það eru engar jólaundantekningar á því. Heimboð og veitingar Við þurfum að fara eftir til- mælum sóttvarnalæknis og tak- marka fjöldann sem við hittum um hátíðirnar. Búum til jólakúlu, fá- menna en góðmenna, af ættingjum og vinum sem okkur eru kær og við viljum hitta um hátíðina. Förum ekki milli jólaboða, bíðum í nokkra daga. Við þurfum að fara varlega og gæta að öllum sóttvörnum. Áður en þeir sem eru í jólakúlunni koma í heimsókn er gott að hafa í huga:  Virðum 10 manna regluna. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin ákvæðum um fjölda- takmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu.  Tryggjum nándarmörk og ein- staklingsbundnar smitvarnir. Bjóð- um upp á grímur, þvoum hendur og sprittum okkur reglulega.  Forðumst samskotsboð („pál- ínuboð“) og hlaðborð.  Geymum handabönd, faðmlög og kossa til betri tíma.  Hugum að loftræstingu og loftum út meðan á boðinu stendur.  Takmörkum sameiginlega snertifleti og þrífum þá oft og reglulega.  Notum grímu og þvoum okkur reglulega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá. Takmörkum fjölda fólks sem kemur að matseld, fram- reiðslu og frágangi. Núna eiga ekki allir að hjálpast að.  Takmörkum notkun á sameig- inlegum áhöldum, svo sem tertu- hnífum, kaffikönnum, mjólkur- könnum og svo framvegis.  Forðumst söng og hávært tal, sérstaklega innandyra. Gisting og ferðalög Algengt er að vinir og/eða fjöl- skyldumeðlimir dvelji saman yfir hátíðirnar á sama heimili. Mik- ilvægt er að vera búin að ræða fyr- irfram hvað verður gert ef gestir og/eða heimilisfólk veikjast af Co- vid-19 meðan á heimsókn stendur. Jólin eru ferðatími en áður en við ferðumst á milli staða innanlands þurfum við auðvitað að velta ýmsu fyrir okkur.  Erum við eða einhver í okkar nána tengslaneti í áhættuhópi?  Er smithættan á þínu búsetu- svæði eða á svæðinu sem þú ætlar að ferðast til mikil eða að aukast?  Verður erfitt að halda nálægð- armörkin meðan á ferðalagi stend- ur (flug, rúta og/eða bátur)?  Er samferðafólk okkar aðrir en heimilisfólkið? Það er gaman fá fólkið sitt heim frá útlöndum um jólin en margs er að gæta. Fólk sem kemur til Ís- lands þarf að fara í sóttkví og gera þarf ráðstafanir í tengslum við það. Síðasti dagur til að koma heim til Íslands og vera laus úr sóttkví fyrir jól er 18. desember. Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldu- meðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að koma með út á flug- völl. Draumurinn um róleg jól Undanfarin ár fór jólaundirbún- ingur og þétt dagskrá yfir þægindamörk á mörgum heimilum. Þá dreymdi suma um einföld jól án væntinga um að fjölskyldan mætti í ótal boð og tæki þátt í alls konar jólastússi. Nú er tækifærið til að njóta rólegrar aðventu og jóla þar sem þú og þitt heimilisfólk stjórnar dagskránni og leggur í minn- ingasjóðinn. Söfnum efni í allar sögurnar sem munu byrja á: Manstu Covid-jólin? Morgunblaðið/Golli Austurvöllur Alltaf er gaman að fara í miðborgina og úr þeim ferðum skapa myndirnar góðar minningar. Gleðilega Covid-19- aðventu- og jólahátíð Bakstur Piparkaka og snjókarl sem skreyting. Góð fjölskyldustund er að baka og sé stemningin góð geta bakaðar fígúrur jafnvel öðlast líf. Unnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Heilsuráð Sigríður Dóra Magnúsdóttir heimilislæknir og fram- kvæmdastjóri lækninga hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Góð þjónusta og forgangsröðun í starfi heilsugæslunnar á höfuðborg- arsvæðinu réð því að sjúkrahúsin yfirfylltust ekki á tímum Covid-19. Þetta gerðist jafnframt án þess að verkefni vegna kórónuveirunnar, svo sem ungbarna- og mæðravernd, þyrftu að gjalda fyrir. Þetta kemur fram í grein í BMJ Open, vísinda- tímariti á sviði læknisfræði sem í vikunni birti vísindagrein um stöðu heilsugæslunnar á Íslandi í Covid. Flestar rannsóknir sem birtar hafa verið hingað til hafa fjallað um árangur og viðbrögð annars stigs þjónustu eða spítalaþjónustu. Þetta er með fyrstu vísindagreinum í heiminum sem byggjast á upplýs- ingum um samskipti fólks við heilsugæslu í fyrstu bylgju Covid- faraldursins mars-apríl 2020. Rann- sóknin, sem unnin var af hópi vís- indamanna við Þróunarmiðstöð ís- lenskrar heilsugæslu (ÞÍH) undir forystu Emils L. Sigurðssonar, pró- fessors í heimilislækningum, bygg- ist á efniviði frá öllum heilsugæslu- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu auk Læknavaktarinnar. Niðurstöður eru m.a. þær að sam- skipti við sjúklinga jukust um 35% á tímabilinu mars til apríl sl. frá sömu mánuðum 2018 og 2019. Þar munaði mest um verulega aukningu á síma- og netviðtölum sem jukust um 127%. Vaktþjónusta jókst að sama skapi. Fjöldi samskipta í mæðra- og ungbarnavernd dróst lít- illega saman eða um 4%. Veruleg breyting varð á þeim sjúkdóms- greiningum sem sjúklingar fengu og má þar nefna að ótti og kvíði fyrir sjúkdómum jókst. „Heilsugæslunni er ætlað að vera í framlínunni. Í smitsjúkdómum sem þessum var afar mikilvægt að heilsugæslunni tækist að flokka fólk eftir áhættu og beina því í réttan farveg fyrir eftirlit eða meðferð. Hér skipti mestu í upphafi að verja sjúkrahúsin fyrir hópsmiti. Góð greining utan sjúkrahúss var því lykilatriði, segir Emil, sem í þessu telur koma fram styrkleika heilsu- gæslu bæði hvað varðar sveigj- anleika í nýjum verkefnum og stöð- ugleika í kjarnaþjónustunni. sbs@mbl.is Forgangsröðun heilsugæslu var góð, segir í vísindagrein Sjúkrahúsin yfirfylltust ekki Morgunblaðið/Eggert Heilsugæslan Hún er við öllu búin. Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is – Erum við símann kl. 12-17 virka daga Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJAHönnuður Ragnhildur Sif Reynisdóttir Verð kr. 21.500 Hönnuður Ösp Ásgeirsdóttir Verð kr. 8.500 Jólaskeiðin & jólabjallan 2020 Frí heim- sending IN THE HIGH COURT OF JUSTICE CR-2019-006383 BUSINESS AND PROPERTY COURTS OF ENGLAND ANDWALES COMPANIES COURT (ChD) VARÐANDI STARR INTERNATIONAL (EUROPE) LIMITED -OG- VARÐANDI STARR EUROPE INSURANCE LIMITED -OG- VARÐANDI VII. HLUTA BRESKRA LAGA FRÁ ÁRINU 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU- OGMARKAÐI (FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000) HÉR MEÐ TILKYNNIST að Starr International (Europe) Limited (Framseljandi) og Starr Europe Insurance Limited (Framsalshafi) lögðu fram beiðni hjá dómstólnumBusiness and Property Courts of England andWales, Companies Court, (Umsóknin) skv. VII. kafla laga um fjármálaþjónustu og - markaði frá árinu 2000 (Lögin), um Urskurði: (1) samkvæmt 111. gr. Laganna, sem heimila áætlun (Áætlunin) um framsal (Framsalið) til Framsalshafa á: a. allri almennri vátryggingastarfsemi semvarðar áhættu sem staðsett er á Evrópska Efnahagssvæðinu (til að taka af allan vafa, að Bretlandi undanskildu) (EES) og framseljandi hefur veitt og/eða Yfirtekið (í tilfellum þar sem aðeins hluti vátryggingarinnar varðar EES, verður aðeins sá hluti hennar framseldur); og b. allri almennri endurtryggingastarfsemi sem varðar áhættu sem staðsett er í Þýskalandi og Framseljandi hefur veitt og/eða yfirtekið (í tilfellumþar semaðeins hluti vátryggingarinnar varðar Þýskaland verður aðeins sá hluti hennar framseldur); og (2) sem mæla fyrir um viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina skv. 112. gr. og 112. gr. A í Lögunum. Umsóknin var tekin til meðferðar af fr. Bacon, Dómara, hinn 12. nóvember 2020, sem kvað upp Úrskurði til staðfestingar á Áætluninni, með viðbótarákvæðum í tengslum við Áætlunina. Samkvæmt úrskurði dómarans, fr. Bacon, tók áætlunin gildi kl. 23:59 GMT hinn 30. nóvember 2020. Auk hvers kyns réttar til ógildingar sem skilmálar vátrygginga sem falla undir Framsalið kveða á um kunna lög í viðkomandi EES-ríki að veita þér rétt til að ógilda vátryggingu þína á grundvelli áætlunarinnar ef vátryggingin heyrir undir Framsalið með beinum hætti og áhættan sem hún varðar er staðsett í öðru EES-ríki en Bretlandi. Eigir þú slíkan rétt verður þú að nýta hann innan 30 daga frá dagsetningu þessarar tilkynningar eða (sé munur þar á) innan þess tímafrests sem lög viðkomandi EES-ríkis kveða á um. 10. desember 2020 Norton Rose Fulbright LLP, 3 More London Riverside, London, SE1 2AQ, Bretlandi Lögmenn Starr International (Europe) Limited og Starr Europe Insurance Limited Tilv.: DJXW/1001086004 Um þessar mundir er fagnað 20 ára afmæli galdrasýningar á Hólmavík á Ströndum. Vegna fjöldatakmarkana hefur hátíðahöldum verið aflýst en þess í stað verið sett upp afmælis- sýning þar sem greint er frá nokkrum áföngum í sögu sýningarinnar sem vert er að minnast og margar skemmtilegar myndir birtar. Galdrasýningin, sem var fyrst opn- uð á Jónsmessu árið 2001, bregður ljósi á galdrafár 17. aldar og menn- inguna sem því fylgdi. Stofnunin hefur á þessum tíma víkkað starfsemi sína með til dæmis útgáfu, viðburðum og rannsóknum. Afmælissýningin stendur út allt næsta ár. Sýning í 20 ár Ljósmynd/Aðsend Hrafnagaldur Krumma sér víða stað í íslenskri þjóðmenningu aldanna. Galdraverk á Hólmavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.