Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Morgunblaðið/Eggert Aðventa Á hraðferð til jóla, en líðandi vikur eru annasamar hjá mörgum. Allt mögulegt fyrir jól Verslun og þjónusta. Margs þarf búið við, segir máltækið og allir eiga erindi í versl- anir fyrir hátíðina. Nauðsynlegt er líka að fara til rakarans og fá jólaklippingu. Morg- unblaðið kannaði lífið í landinu. „Jólavertíðin hér byrjaði snemma. Slíkt þurfti líka að vera, því í verslunum hér eru fjöldatakmarkanir og biðraðir á göngunum oft langar. Vonandi verður þó létt eitthvað á þessum reglum þegar líður lengra fram í desember,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, mark- aðsstjóri Glerártorgs á Akureyri. Hvernig viðskipti á Akureyri eru fyrir jól segir hann alltaf ráðast mikið af færð. Austur á landi til dæmis sé siður margra að fara í verslunarleiðangur til Akureyrar fyrir jólin, að því gefnu að vegir séu greiðfærir. „Fyrir jólin í fyrra var vont veður í marga daga svo tvær helgar á aðventunni þá duttu niður að mestu leyti í viðskiptum. Þá söknuðum við fólks að austan og úr sveitunum hér í kring. Núna er þetta á góðri sigl- ingu,“ segir markaðsstjórinn. Um 40 verslanir og þjónustufyrirtæki eru á Glerár- torgi. Þar má nefna Nettó, Rúmfatalagerinn, Heim- ilistæki og Tölvulistann, Dressmann og Lyf og heilsu svo nokkur þekkt vörumerki séu tiltekin. „Fyrirtæki koma og fara, slíkt er bara lífsins gangur. Ekki er langt síðan verslun HM hér í húsinu var opnuð og er í rými þar sem 66°og Síminn fyrrverandi voru áður. Þá verður Kaffi Búzt opnað hér á næstu dögum. Reyndar átti það ekki gerast fyrr en í vor, en eigendurnir gátu mætt óskum okkar og opnað fyrr. Að hér sé kaffihús þar sem viðskiptavinir geta sest niður og fengið sér tíu dropa og kleinu er alveg ómissandi í jólatraffík- inni.“ Morgunblaðið/Margrét Þóra Glerártorg Austur á landi er siður að fara í versl- unarleiðangur til Akureyrar, segir Davíð Rúnar. Vertíð er hafin og biðröð á göngum „Verslunarrekstur með samskiptum við alls konar fólk er áhugavert starf,“ segir Birgitta Bjarney Svavars- dóttir í Garðarshólma á Húsavík. Verslunin á sér langa sögu, en þar fæst fatnaður fyrir dömur jafnt sem herra, skartgripir og gjafavara. Birgitta hefur starfað lengi í Garðarshólma, en verslunin er í eigu móður hennar, Guðnýjar Helgu Kristjánsdóttur. „Hingað í búðina koma viðskiptavinir vestan úr Skagafirði, austan af landi og allt þar á milli. Heima- markaðurinn er mikilvægur en staðsetningin er annars afstæð. Á dögunum opnaði ég vefverslun og reynslan af því er góð. Ég fæ pantanir af öllu landinu, sem hef- ur styrkt reksturinn mjög. Sumir viðskiptavinir sjá búðina á netinu og virðast jafnvel ekki átta sig á því að ég sé á Húsavík,“ segir Birgitta, sem leggur sig eft- ir vera með fatnað samkvæmt nýjustu tísku. Dönsk hönnun klæði Íslendinga vel. Þar megi nefna vöru- merkin Freequent og Kaffe. „Fallegir kjólar standa alltaf fyrir sínu. Oft er stemning hér í búðinni þegar vinkonur koma saman til að máta nýja kjóla og annað fínt,“ segir kaupkonan. Verslunarrekstur á Húsavík hefur breyst talsvert á síðustu árum. Verslunum með sérvörur, til dæmis raf- tæki, sportvörur, blóm og fleira, hefur verið lokað. „Verslunarrekstur verður alltaf barátta,“ segir Birg- itta í Garðarshólma. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Á dögunum opnaði ég vefverslun og reynslan af því er góð, segir Birgitta Bjarney Svavarsdóttir. Fallegir kjólar standa fyrir sínu „Vonandi getum við tekið flesta sem þurfa að komast í klippingu fyrir jól. Margir okkar viðskiptavina eru vissu- lega komnir með svolítinn lubba og þurfa þjónustu,“ seg- ir Gunnhildur Katrín Hjaltadóttir sem rekur Önnu – hárstofu við Eyraveg á Selfossi. „Vegna sóttvarna þurftum við að loka í tvær og hálfa viku, en máttum svo aftur opna 18. nóvember. Þá skall jólaösin á okkur af fullum þunga og þá fundum við mjög fyrir því að hafa misst út rúmlega hálfan mánuð. Þetta er samt allt að komast aftur í jafnvægi. Með því að vinna alla daga fram að kvöldmat og laugardaga að hluta vinnum við biðlistana vonandi niður fyrir jól.“ Gunnhildur hefur starfað sem hársnyrtir í um tíu ár, en stofuna sem hún starfar á keypti hún af Önnu G. Höskuldsdóttur tengdamóður sinni fyrir um ári. Covid- stoppið í nóvember notaði hún meðal annars til að þrífa stofuna hátt og lágt og setja upp vefsíðu. „Við erum fimm sem vinnum saman á stofunni. Hár- snyrting er fyrir mér alltaf mjög spennandi og skapandi starf og það er gaman að fylgjast með tískunni. Þar koma hlýir litir sterkir inn um þessar mundir, hlýir tónar eins og koparliturinn. Kaldir litir eins og hvítur og grár hafa hins vegar látið svolítið undan sem litir hártísk- unnar fyrir þessi jól, eins of svo oft áður yfir vetrartím- ann en þó eru ljósir lokkar við andlitið nokkuð vinsælir. Einnig hefur permanet verið að koma sterkt inn aftur og þá mikið hjá ungum strákum sem og stelpum,“ segir Gunnhildur Katrín að síðustu. Ljósmynd/Guðmundur Karl Selfoss Við vinnum biðlistana vonandi niður fyrir jólin, segir Gunnhildur Katrín Hjaltadóttir hársnyrtir. Eru með lubba og þurfa nú þjónustu „Fólk hér í Snæfellsbæ er meðvitað um smitvarnir og er lítið á ferðinni. Gerir innkaupin hér í heimabyggð eins og við sem hér stöndum að verslunarrekstri finnum vel. Aukning í viðskiptum fólks á svæðinu við okkur er mikil og þar munar tugum prósenta,“ segir Björn Haraldur Hilmarsson, verslunarstjóri Olís í Snæfellsbæ. Við aðal- götuna í Ólafsvík rekur Olís verslun þar sem meðal ann- ars er höndlað með ýmsar rekstrarvörur, til dæmis fyrir sjávarútveginn. Einnig fæst í búðinni ýmis fatnaður, skór og útivistarvörur, og raftæki eins og sjónvörp, sím- ar, tölvur og heimilistæki svo eitthvað sé nefnt. Í Ólafsvík eru ýmsar verslanir, svo sem tvær gjafa- vörubúðir og matvaran og fleira til fæst í Kassanum. „Fjölbreytt vöruúrval og góð þjónusta eru hvor sín hliðin á sama peningnum. Fái viðskiptavinir vöruna sem þá vantar koma þeir aftur. Jólaverslunin hér fór snemma af stað í ár, ég held að það sé samdóma álit allra sem þekkja til mála,“ segir Björn og að lokum: „En auðvitað sækir fólk alltaf í nokkrum mæli út af svæðinu. Fer í Bónus, hvort sem það er í Stykkishólmi, Borgarnesi eða á höfuðborgarsvæðinu. Eigi að síður stendur fólk hér í Snæfellsbæ vel með sínum verslunum og gerir innkaup sín hér að langmestu leyti. Sé varan ekki til er líka fljótlegt að bregðast við. Sé pantað úr bænum kemur varan með flutningabílnum að sunnan síðdegis og í síðasta lagi næsta dag.“ Morgunblaðið/Alfons Finnsson Ólafsvík Fjölbreytt vöruúrval og góð þjónusta eru hvor sín hliðin á sama peningnum, segir Björn í Olís. Færri á ferð og inn- kaup í heimabyggð Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstökjólagjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.