Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Nýtt safn ná- og fjarskyldra smásagna eftir Ófeig Sigurðsson sem er hér upp á sitt besta Stórfróðlegt rit eftir feðgana Kristján Leósson og Leó Kristjánsson um íslenska kristalinn sem breytti heiminum LYKILLINN AÐ RÁÐ- GÁTUM HEIMSINS SÖLVI SVE INSSON / MORGUNBLAÐIÐ LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Mogginn er alls ekki feigur,“ sagði Þorgeir Jóhannsson, málari og verktaki, þegar í ljós kom að innpakkaðir árgangar af Morgun- blaðinu frá 1924-1928 sluppu óskemmdir úr miklum eldsvoða á bílaverkstæði í byrjun október. Nær allt annað eyðilagðist, meðal annars ein glæsilegasta Cadillac-drossía landsins. „Hann breyttist úr glæsilegum bíl í brotajárn á skammri stundu,“ sagði Þorgeir. Eldurinn kviknaði í verkstæðinu við Skemmuveg í byrjun október og varð þar al- tjón. Faðir Þorgeirs byggði verkstæðishúsið fyrir mörgum árum og ætlaði að reka þar bíla- verkstæði. Ekki varð af þeim áformum og gerðist hann þess í stað fasteignasali en hefur átt húsnæðið frá upphafi og leigt út. Þorgeir vann við það á unglingsárunum að naglhreinsa spýtur í grunninum. Nú er hann að hreinsa allt út úr húsnæðinu og gera það fokhelt. Innihald járnskáps það eina sem slapp Sá sem leigði húsnæðið, þegar kviknaði í, hirti það af sínum eigum sem einhver von var að nýta. Þar á meðal voru verkfæri sem höfðu verið niðri við gólf og var hægt að þrífa og nota. Annað sem var í eins metra hæð eða ofar eyðilagðist, að sögn Þorgeirs. „Í ruslinu sem lá eftir var járnkassi eða gamall járnskápur. Þeg- ar hann var opnaður fundust í honum innpakk- aðir gamlir árgangar af Morgunblaðinu. Eld- urinn náði ekki að eyðileggja þá. Umbúðirnar voru gulnaðar en hvort það var vegna eldsins eða aldurs skal ég ekki segja. Þetta hefur hitn- að aðeins en sloppið furðu vel,“ sagði Þorgeir. „Það er ekkert nýtanlegt eftir í húsnæðinu nema bara steinveggirnir,“ sagði Þorgeir sem nú er að laga húsnæðið eftir brunann. „Ég er á leiðinni á byrjunarreit. Það var þarna mikið af járnhillum og járnrekkum sem höfðu safnast upp frá einum leigjanda til annars í gegnum tíðina. Þetta þarf allt að saga niður og fjar- lægja – fleiri tonn af járni. Svo voru þarna milliveggir úr tré, skrifstofa, klósett og mót- taka. Þetta þarf allt að rífa.“ Þegar búið verður að hreinsa allt út þarf að sótthreinsa húsnæðið og mála. Einnig þarf að endurnýja allt rafmagn, vatnslagnir og smíða nýja milliveggi. Þá þarf að setja nýja framhlið á bilið en hún gjöreyðilagðist í eldsvoðanum. Þorgeir reiknar með að verkið taki minnst þrjá til fjóra mánuði. Ljóst er að hitinn hefur verið gríðarlega mikill í eldinum. „Miðstöðvarofn sem var á veggnum við bílinn sem brann þandist út eins og blaðra og sprakk með látum frá veggnum. Það var mikill hvellur. Menn héldu fyrst að það hefði verið gaskútur sem sprakk, en það var miðstöðvarofninn,“ sagði Þorgeir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið Innpakkaðir árgangar af Morgunblaðinu árin 1924-1928 fundust í járnskáp eða járnkassa eftir eldsvoðann. Umbúðirnar voru að- eins gulnaðar, en ekki er vitað hvort það var vegna hitans eða aldurs. Eintakið sem blasir við er frá 1924 og þann dag var blaðið fjórar síður. Skemmdir Eins og myndin sýnir vel var aðkoman ekki glæsileg eftir elds- voðann. Allt fullt af sóti og skít. Mikla vinnu þarf til að endurbyggja allt. „Mogginn er alls ekki feigur“  Innpakkaðir árgangar af Morgunblaðinu frá 3. tug síðustu aldar sluppu úr eldsvoða þar sem varð altjón  Ekkert verður eftir af bílaverkstæðinu nema útveggirnir  Glæsilegur Cadillac eyðilagðist Cadillac Þetta var ein glæsilegasta Cadillac-drossía landsins, lítið ekin og þótti vel með farin miðað við aldur. Glæsi- bíllinn breyttist í brotajárn á skammri stundu í eldsvoðanum. Bílaáhugamenn sjá margir eftir þessum fallega bíl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.