Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það hafði safnast upp hjá mér við kennslu og undirbúning kennslu ým- islegt efni sem mátti raða saman og búa til sæmilega heillega mynd. Þá hafa orðið svo miklar breytingar síð- ustu hundrað til hundrað og tuttugu árin og mig langaði að gera grein fyrir þeim, sérstaklega því sem hefur gerst eftir að nútíminn hóf innreið sína í ræktun hérlendis,“ segir Bjarni Guðmundsson, fyrrverandi prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Bók Bjarna um íslenska rækt- unarhætti, Yrkja vildi eg jörð, er komin út hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi. Þar er fjallað um vinnubrögð og verkfæri til ræktunar fóðurs fyrir búfé, sum séríslensk en önnur erlend en löguð að hérlendum aðstæðum. Sagt er frá túnasléttum á ýmsum tímum, beðasléttum, engja- rækt og áveitum, framræslu og ný- ræktun túna, kornrækt svo og vörslu og viðhaldi ræktunar. Erlend vinnubrögð aðlöguð Bjarni segir að sérstaða þróunar hér á síðustu öld hafi verið bundin því að nota erlend verkfæri og er- lendar vélar. „Við gripum verkfæri erlendis frá sem beitt var á hinn sér- stæða íslenska jarðveg og þýfið, áður en kom að tíma framræslunnar. Er- lend verkfæri og vinnubrögð voru löguð að íslenskum aðstæðum, oft á tíðum með misjöfnum árangri,“ segir Bjarni. Spurður um dæmi nefnir hann að um miðja öldina, í kjölfar dráttarvél- anna, hafi komið jarðtætarar sem menn töldu að myndu skila góðri jarðvinnslu. Í ljós hafi komið að ís- lenskur jarðvegur þoldi illa þá með- ferð. „Það einkenndi þetta tímabil að eiginlegar rannsóknir á jarðvegi og jarðvegsfræði voru litlar og nýj- ungar voru keyrðar áfram af tíma- knappri reynslu. Sumt tókst þó ljóm- andi vel. Það á til dæmis við um ræktunarháttinn sem notaður var í byrjun síðustu aldar og undir lok þeirrar nítjándu, beðaslétturnar. Þá voru gerð beð þannig að vatnið gat runnið frá grasrótinni svo kalhætta varð minni. Virðist það hafa gengið vel og var vinsælt en kostaði mikla vinnu. Beðasléttur hurfu með til- komu jarðvinnslu með dráttarvélum en víða má enn sjá minjar um þær,“ segir Bjarni og getur þess að beða- sléttur eigi sér rætur langt aftur í evrópskri ræktunarmenningu. Þessi ræktunarháttur var tekinn að utan og lagaður að okkar aðstæðum. Umræðan breytist Áveitur eru annar merkur þáttur í ræktunarsögunni og gerir Bjarni honum skil í bók sinni. Hann segir að athyglin hafi einkum verið á stóru áveitunum, eins og áveitunum miklu á Skeið og Flóa. „Þegar farið er að gá nánar að þessu kemur í ljós að þessi tækni virðist hafa verið notuð víða, jafnvel á smábletti. Það er ekki undarlegt því hver sem séð hefur vatn seytla að vori yfir gróðurblett sér hvað þar grær miklu betur. Þessi ræktunartækni á sér langa sögu sem sést á því að í fornum lögbókum, Grágás og Jónsbók, eru skýr ákvæði um áveitur og fleiri ræktunarhætti. Við eigum því eldforna rækt- unarmenningu sem lýst er í þessum gömlu lögbókum,“ segir Bjarni. Áherslur hafa breyst á síðustu ár- um og áratugum vegna umræðunnar um loftslagsbreytingar og nú er far- ið að moka ofan í skurði í stað þess að rækta. Bjarni svarar þegar hann er spurður hvort of langt hafi verið gengið í ræktun: „Á þessum tíma var talin þörf fyrir þetta. Menn vildu losna við heyskap í úthaga og á út- engjum og koma heyskapnum á ræktuð lönd. Einnig að draga úr beit á afréttum með því að ræsa fram land og breyta því í beitiland. Við sjáum í dag að það hefur víða verið gengið óþarflega langt. Þetta er enn eitt dæmið þegar við notum mæli- kvarða eins tíma á gerðir frá öðrum tíma,“ segir Bjarni. Í þágu Landbúnaðarsafns Bjarni hefur áður sent frá sér bækurnar Íslenska sláttuhætti og Íslenska búskaparhætti. „Mig lang- aði til þess, þótt það væri ekki yfir- lýstur ásetningur í upphafi, að gera fóðuröfluninni skil, frá ræktun þang- að til heyið væri tilbúið inni í hlöðu og hvernig vinnuaðferðir hafa breyst í gegnum árin. Ég segi söguna í þessum þremur bókum eins og ég sé hana og lýsi breytingum á verkhátt- um sem hafa orðið frá elstu heim- ildum og fram undir aldamótin 2000,“ segir hann. Bjarni kenndi lengi við Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri og stýrði uppbyggingu Landbún- aðarsafns Íslands þar á staðnum. Hann hefur mikinn áhuga á velferð safnsins og vonast til að efni bók- arinnar geti nýst safninu til að segja sögu gripanna sem þar eru og setja hana í samhengi við þróun verkhátt- anna í sveitum. Ræktað í beðum og með áveitum  Bjarni Guðmundsson fv. prófessor á Hvanneyri gefur út bók um íslenska ræktunarhætti fyrr og nú  Hefur þar með gert fóðuröfluninni skil í bókum frá ræktun til þess að heyið er tilbúið inni í hlöðu Ljósmynd/Minjasafnið á Akureyri Jarðvinnsla um 1930 Unnið með tvöföldu diskaherfi og hankmóherfi á Grenivík. Talið er að Guðmundur Benediktsson á Breiðabóli stýri dráttarvélinni. Þorsteinn Jósepsson/Þjóðminjasafn Íslands Akuryrkja Andrés Kerúlf, kornyrkjumaður Kornræktarfélags Reykdæla, plægir akur sinn í Reykholti í Borgarfirði á fjórða tug síðustu aldar. „Selin eru hliðstæða við verin við sjóinn. Menn fóru til selja af því að þau lágu vel við beit eins og verin lágu vel við sjósókn og veiðum,“ segir Bjarni Guðmundsson um ritgerð sína um sel og selstöður í Dýrafirði sem kom út á árinu í ritröð Landbúnaðarháskóla Íslands. „Ég hafði sem krakki gengið fram hjá gömlum minjum sem kallaðar voru sel. Það gerðist fyrir tilviljun á árinu 1978 að ég gerði selinu heima skil með mælingum og fyrirspurnum til móður og móðurbróður sem þekktu þar vel til. Áður en ég vissi af var ég farinn að ganga á hvert selið á fætur öðru við fjörðinn. Var kominn með á fjórða tug sem ég hafði merkt og mælt og aflað fróðleiks um,“ segir Bjarni en hann er frá Kirkju- bóli í Dýrafirði. Hann bætir því við að gangan á selin hafi líka verið góð heilsurækt. Langt er síðan sel féllu úr notkun. Bjarni segir að þó hafi verið hægt að tína saman slitrur um þau. „Ég komst að því að ein helsta ástæðan fyrir því að sel voru notuð var að með þeim mátti fullnýta haglendi jarðanna til framleiðslu mjólkurmatar og þannig komast vel af þótt gróðurlendið væri takmarkað, eins og t.d. gerist víða á Vestfjörðum,“ segir Bjarni. Selin gegndu sama hlutverki og verin SEL OG SELSTÖÐUR Rithöfundur Bjarni Guðmundsson sendir frá sér enn eina búnaðarbókina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.