Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRViðskipti Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
„Það er margt sem veldur töfum, þar
á meðal ráðstafanir vegna veirunn-
ar.“
Sesselía segir að þó að um tafir sé
að ræða verði öllu komið til skila.
„Við biðlum til fólks að sýna ástand-
inu skilning.“
Spurð að því hvort margir hringi
inn og kvarti, segir Sesselía að fólk sé
skilningsríkt. Ofboðsleg fjölgun sé þó
í símtölum. „Miðað við álagið það sem
af er desember býst ég við að við
fáum 25 þúsund símtöl í þjónustuver-
ið í þessum mánuði.“
Ekki hægt að undirbúa betur
En í ljósi þess að nú í ár hefur verið
algjör sprenging í netverslun um all-
an heim, hefði verið hægt að undir-
búa hlutina betur fyrir aðalverslun-
artíma ársins?
Sesselía segir að Pósturinn hafi
verið að undirbúa sig allt árið fyrir
þennan mikla vöxt, en hann hafi ein-
faldlega orðið meiri en búist var við.
„Ég held að við hefðum ekki getað
undirbúið okkur betur.“
Annað sem valdi vandræðum er
póstur erlendis frá sem komi í gus-
um. „Það koma upp stíflur og svo
kemur pósturinn í gusum til okkar.
Til dæmis safnast upp vörur í Kína og
flæða svo til Hollands og svo hingað,
mörg tonn í einu. Það setur svaka-
lega mikið álag á vinnsluna.“
Annað sem veldur vandræðum er
íslenskt veðurfar. Sem dæmi var ekki
hægt að fara með póst í tvo sólar-
hringa norður í land vegna óveðurs,
að sögn Sesselíu.
Sinna 100 netverslunum
Nóg er að gera einnig hjá einum af
samkeppnisaðilum Póstsins, Dropp,
sem afhendir vörur bæði heim og í
Kringluna, á N1-stöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu og á nokkrum stöðum
úti á landi og í World Class, sem
reyndar er lokað að mestu nú vegna
faraldursins.
„Við sinnum eitt hundrað netversl-
unum. Fólk velur hvort það vill fá
heimsent, eða sækja á okkar afhend-
ingarstöðvar,“ segir Hrólfur Andri
Tómasson framkvæmdastjóri Dropp
í samtali við Morgunblaðið.
Dropp hóf starfsemi á Svörtum
fössara (e. Black Friday) fyrir um ári.
Hrólfur segir að algjör sprenging
hafi orðið í sendingum síðustu vikur.
„Sendingamagnið núna er tíföldun á
við síðasta sumar,“ segir Hrólfur.
„Nóvembermánuður er stærsti mán-
uðurinn sem við höfum séð til þessa.“
Hrólfur segir að Dropp hafi tekist
að afhenda tiltölulega hratt, þrátt
fyrir mikla aukningu í sendingum.
„Vanalega afhendum við samdægurs,
en yfir stærstu dagana fór þetta
kannski í nokkra daga. Þá spilaði líka
inn í að verslanir voru kannski ein-
hverja daga að tína pakkana til.“
Margföldun í sendingum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kaupgleði Íslendingar hafa verið duglegir að kaupa jólagjafir og annað á netinu í kórónuveirufaraldrinum.
Pakkasendingar
» Mikið álag er í pakka-
sendingum vegna jóla-
vertíðar og netversl-
unardaga eins og Black
Friday, Cyber Monday og
Singles Day.
» Dropp útvistar dreifing-
unni, bæði í heimsendingum
og á afhendingarstaði, en
ber ábyrgð á sendingunum
og sinnir öllum samskiptum
við viðskiptavini.
» Ísland á enn mikið inni í
netverslun og er langt að
baki nágrannalöndunum.
» Afkastageta póst-
miðstöðvar Póstsins er að
hámarki sjö þúsund send-
ingar á dag í venjulegu ár-
ferði, en nú er unnið úr 15 –
17 þúsund sendingum á dag.
Pósturinn býst við 25 þúsund símtölum í desember Sendingar að utan koma í gusum Tíföldun á
sendingum hjá Dropp miðað við síðasta sumar Póstboxin fyllast oft á dag Unnið allan sólarhringinn
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ýmsir sem pantað hafa vörur á net-
inu innanlands síðustu daga og vikur
hafa þurft að bíða óvenjulengi eftir
að fá þær afhentar. Dæmi er um að
vara sem keypt var í netverslun 27.
nóvember og skráð í fyrirtækjapóst-
hús Póstsins 3. desember hafi enn
ekki borist, sex dögum eftir að hún
barst póstinum til dreifingar, og tólf
dögum eftir að hún var keypt.
Sesselía Birgisdóttir,
framkvæmdastjóri þjónustu og
markaða hjá Póstinum, segir að bú-
ast megi við því að þar sem áður
mátti vonast eftir pinkli heim að dyr-
um, eins og á höfuðborgarsvæðinu,
daginn eftir að vara er keypt, berist
hann nú nokkrum dögum síðar.
Hún segir að mikið álag sé einnig
á póstboxum Póstsins, en þangað
geta viðskiptavinir sótt pakka. „Við
vorum að innleiða þrjátíu ný póstbox
um allt land og þau hafa ekki við og
eru öll full. Við fyllum á boxin mörg-
um sinnum á dag. Hér er unnið allan
sólarhringinn og við höfum aukið
gríðarlega við útkeyrsluna og flot-
ann okkar sömuleiðis,“ segir Ses-
selía.
120% aukning frá í fyrra
Hún segir að fyrirtækið sé að
klára að loka nóvember, eins og hún
orðar það, og þar sé 120% aukning
frá sama tíma á síðasta ári. „Í des-
ember verður aukningin enn meiri.
Þetta reynir mjög mikið á innvið-
ina.“
Hún segir að afkastageta póstmið-
stöðvar Póstsins sé að hámarki sjö
þúsund sendingar á dag í venjulegu
árferði, en nú sé verið að vinna þar
15 – 17 þúsund sendingar á dag.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir nú gerða enn eina atlög-
unina að stofnun leigufélagsins
Blæs. „Stjórn leigufélagsins Bjargs
kemur að þessari vinnu en verið er
að skipa í starfshópinn. Svo getur
maður ekki annað en vonað það
besta,“ segir Ragnar.
Til stóð að Blær myndi byggja
400-500 íbúðir á ári og yrði
almennara leigufélag en Bjarg.
„Fyrstu hugmyndirnar í kringum
Blæ eru teiknaðar upp í kjarasamn-
ingunum 2015 þegar Bjarg var sett á
laggirnar. Það stóð alltaf til að vera
með hliðarfélag sem átti að heita
Blær og myndi styðja við starfsemi
Bjargs. Þ.e.a.s. vera með meiri fé-
lagslega blöndun þannig að þessi tvö
félög gætu saman náð til fleiri hópa
sem eru jaðarsettir á markaðnum.“
Aðkoma fagfjárfesta
Ragnar Þór segir hafa verið rætt
um aðkomu stéttarfélaga og fag-
fjárfesta að uppbyggingunni.
Hvað snertir vaxtalækkanir hafi
þau haft jákvæð og neikvæð áhrif á
fasteignamarkaðinn.
„Það er að koma nýr kaupenda-
hópur á fast-
eignamarkaðinn
sem er jákvætt.
Hins vegar erum
við ekki að sjá
aukið framboð á
móti eins og til
stóð að gera varð-
andi hlutdeildar-
lánin. Þau áttu að
vera bundin við
aukið framboð
svo stækkandi kaupendahópur
myndi ekki þrýsta upp húsnæðis-
verðinu. En það hefur einmitt gerst
með lægra vaxtastigi og með því að
fleiri komast inn á markaðinn. Þá
hafa þeir sem fyrir eru getað stækk-
að við sig sem líka þrýstir upp verði.“
Fyrirséð niðursveifla
Ragnar Þór segir niðursveiflu
fyrirséða á byggingarmarkaði.
„Ólíkt því sem var fyrir hrun, þeg-
ar menn voru að þvælast milli sveit-
arfélaga til að telja byggingarkrana,
hafa þeir nú nánast rauntölur til að
styðjast við og spá fyrir um þróun
næstu ára. Við þessar aðstæður er
gríðarlega mikilvægt að koma fé-
lögum eins og Blæ af stað. Ef við not-
um ekki tækifærið núna þá er okkur
ekki við bjargandi.“
Ný atlaga að
stofnun Blæs
Ragnar Þór
Ingólfsson
Horft til stéttarfélaga og fagfjárfesta
Ryðfrítt vinnsluborð
og bandsagarblað
Vinnsluhæð: 240 mm
Vinnslubreidd: 250 mm
Færanlegt vinnsluborð 47
Mótor: 550 w
Hæð: 1.470 mm
Þyngd: 58 kg
Verð aðeins87
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, RE
DYNAMIX
Frábær k
með hakk
ARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
0x6
.9
YKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFN
jö
a
s
00 mm
00 kr.
tsög
fs.i