Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 42

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Það má læra margt af Norðmönnum um laxeldi í bókinni „Und- er overflaten“ eftir Kjersti Sandvig, en hún er meðal reynd- ustu sjávarútvegs- og fiskeldisblaðamanna í Noregi. Bókin „Undir yfirborðinu“ var þýdd af Magnúsi Þór Haf- steinssyni fiskeldis- og fiskifræðingi og gefin út af bóka- forlaginu Uglu í apríl á þessu ári. Hún týndist svolítið í farsóttinni. Saga laxeldis í Noregi er um 50 ára gömul. Eldið fór hægt af stað, en árið 1987 voru framleidd 46.000 tonn af laxi sem er ekki langt frá því magni sem framleitt verður hér á landi á þessu ári. Nú eru fram- leidd um 1.300.000 tonn í Noregi, sem er um helmingur af þeim eld- islaxi sem framleiddur er í heim- inum. Rætt er um að á Íslandi gæti eldið orðið 100.000 tonn. Þegar litið er yfir sögu Norð- manna í bókinni þá einkenndist greinin fyrst í stað af stefnuleysi og eftirlitsleysi stjórnvalda. Umhverfisspjöll voru algeng og oft erfitt að rekja þau. Fiskeldið bauð einnig upp á margs konar brask. Mörg fyrirtæki sameinuðust og önnur urðu gjaldþrota. Hagnaður gat orðið mikill hjá þeim sem urðu ofan á. Út af fyrir sig ekkert at- hugavert við það. Sandvik fjallar um útgáfu á lax- eldisleyfum í Noregi. Leyfin feng- ust í upphafi fyrir lágt verð, voru m.a. hluti af byggðastefnu. Stjórn- völd gerðu ekki ráð fyrir að brask- að yrði með þau. Það var ekki hugað nægi- lega að því í Noregi að þeir sem fá fyrst leyfin ná sterkri stöðu þegar þeim er úthlutað næst eða þau boðin út. Við- komandi félag á alla innviði, tækjabúnað, sjókvíar, fóðurbáta og jafnvel sláturbúnað í landi eða er í sterkum tengslum við sveitar- félagið og fyrirtæki á svæðinu. Sumum svæðum er fórnað fyrir önnur svæði. Dæmi er um slíkt hér á landi. Vandamál hafa fylgt fiskeldinu Kjersti Sandvik, höfundur bók- arinnar, er augljóslega mikill um- hverfisverndarsinni og álítur mikil- vægt að vernda villta laxinn. Hún telur að í villta laxinum felist mikil verðmæti, ekki síst fyrir sjálft lax- eldið því í villtum laxastofnum er erfðabankinn fyrir laxeldið. Hún bendir á að í framtíðinni þurfi kyn- bætur í laxeldi að byggjast á erfða- vísum villtu laxastofnanna og þeir dugi best í baráttunni gegn sjúk- dómum. Þetta gæti verið orðum aukið þótt vissulega séu áhrifin nei- kvæð af eldislaxinum. Villtir laxa- stofnar eiga því miður undir högg að sækja í Noregi og hafa sumar laxveiðiár orðið fyrir skakkaföllum eftir að laxeldi hófst. Í bókinni er farið yfir mörg vandamál sem hafa fylgt fiskeldinu og tiltekin þar sérstaklega vanda- mál vegna laxalúsar, sjúkdóma, mengunar af völdum laxeldis og slysasleppinga. Höfundur nefnir það hvernig laxeldismenn hafa ítök inn í stjórnmálin og byggðarlögin. Ef litið er hingað heim til Íslands þá er greinin mest í höndum er- lendra aðila. Það var fyrirséð að vegna sterkrar stöðu norsku fyr- irtækjanna hér á landi yrði lífeyris- sjóðum boðið að fjárfesta að ein- hverju marki í fyrirtækjunum til að ná sér í innlent fjármagn, skapa já- kvæðari ímynd og ekki síst taka þátt í áhættunni. Þetta er áhættu- söm grein á mörkum þess að vera lífvænleg vegna hitastigs og veðr- áttu almennt. Eins og á Íslandi þá er eldisrými í fjörðum Noregs takmörkuð auð- lind. Þegar ég las bókina síðla sum- ars grunaði mig ekki að íslenskir lífeyrissjóðir kæmu svona hratt inn, með mikið áhættufé. En ef- laust betra seint en aldrei. Vonandi verður við innkomu ís- lenskra fjárfesta lögð aukin áhersla á sjálfbærni, umhverfisvernd og gæði afurðanna með sérstöðu ís- lenska laxins í huga. Tryggja þarf að eðlilegt gjald fáist fyrir auð- lindina, sem skilar sér til ein- staklinga, ríkisins og ekki síður við- komandi sveitarfélaga. Ekki má heldur ofskatta greinina. Varðveita þarf lífríki villta laxins og tryggja þannig áfram tekjur bænda og ann- arra landeigenda af laxveiðiám og sölu laxveiðileyfa. Til að tryggja umhverfisvernd og gæði afurða þarf greinin að vera sem mest undir stjórn Íslendinga og lúta íslenskum reglum. Þannig hefur það verið með fiskveiðiauð- lindina á Íslandi þótt deildar mein- ingar hafi verið um veiðigjöld og kvótakerfi. Talað er um að laxeldi geti komist í um 100.000 tonn og geti fljótlega numið sömu fjárhæð og tekjur af þorskstofninum. Þeim mun meiri ástæða að halda þessari auðlind sem mest í okkar höndum og undir stjórn Íslendinga. Finnum okkar sérstöðu með sjálfbæra þróun og gæði í huga Norðmenn hafa á undanförnum árum komið sér vel fyrir með lax- eldi víða um heim og hafa byggt upp verðmæta atvinnugrein langt út fyrir norsku firðina. Þeir hafa farið í víking t.d. til Skotlands, Færeyja, Síle og núna til Íslands í frekari landvinninga. Færeyingar hafa reyndar sett miklar skorður við fjárfestingar erlendra aðila. Norðmenn hafa áttað sig á því að fara þarf með laxeldið á land í vax- andi mæli. Nýlega hafa þeir fjár- fest í 10.000 tonna landeldisstöð í Saffle í Värmland í Svíþjóð og norska félagið Lighthouse Finance stefnir að byggingu stærstu landlaxeldisstöðvar í Evrópu, sem mun verða um 100.000 tonn að stærð, í Sotenas-sveitarfélaginu í Svíþjóð. Landeldi býr yfir mörgum kostum þótt eldið sé dýrara en sjó- kvíaeldi. Á sama tíma er sjálfsagt að nýta tækifærin í sjókvíaeldi þar sem það er hagstætt. Svo blandast þetta oft saman þar sem seiðaeldi fer fram á landi og framhaldseldi í sjókvíum. Stjórnvöld hér á landi hafa van- rækt stefnumótun og vandaða lög- gjöf um fiskeldi. Áttuðu sig ekki endilega á tækifærunum og ógn- ununum. Menntakerfið og rann- sóknir háskóla hefðu mátt gera bet- ur. Þurfum að gera þetta að þekkingariðnaði á eigin forsendum og reynslu eins og hefur gerst svo ágætlega í sjávarútvegi. Lærum af reynslu annarra Nýleg aðild Landssambands fiskeldisstöðva að SFS, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er von- andi merki um aukið samstarf og fjárfestingar sjávarútvegsfyr- irtækja í fiskeldi. Nokkur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa reyndar þegar fjárfest í atvinnugreininni og gera það vonandi áfram. Bók Sandvik, „Undir yfirborð- inu“, er athyglisverð þótt hún sé stundum nokkuð áróðurskennd. Bókin á erindi í umræðuna um stjórnsýslu, löggjöf, fjárfestingu og þróun á þessari spennandi atvinnu- grein. Hún mun vonandi dafna vel og styðja við þörf Íslendinga á auknum útflutningstekjum og búi ekki síður til störf fyrir vel mennt- að ungt fólk sem vill starfa á Ís- landi í framtíðinni. Ekki eingöngu starfsfólk við að fóðra fiskinn, slátra honum, vinna hann í lax- vinnsluhúsum og flytja hann á milli staða. Unga fólkið verði frum- kvöðlar og stuðli að aukinni verð- mætri þekkingu, nýsköpun, fjár- festingu, stjórnun og eignarhaldi á þessari mikilvægu atvinnugrein. Þar liggur einnig verðmætasköp- unin og tækifæri í mennta- og at- vinnumálum. Laxeldi „undir yfirborðinu“ Eftir Þorkel Sigurlaugsson » Getum við Íslend- ingar lært af reynslu annarra við stjórnun, eignarhald og nýtingu fiskeldis? Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er áhugamaður um fiskeldi og nýsköpun í atvinnulífinu. Pop up markaður Optical Studio Hafnartorgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.