Morgunblaðið - 10.12.2020, Page 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
Það er undarlegt í
sögulegu samhengi en
réttlætanlegt að halda
því fram með rökum
að a.m.k. æfinga- og
keppnisaðstaða ís-
lensks frjáls-
íþróttafólks hafi verið
betri á áttunda og ní-
unda áratug 20. aldar
en hún er í dag.
Þá er átt við æf-
inga- og keppnisaðstöðu í Laug-
ardalnum í Reykjavík sem hafði
upp á að bjóða tiltölulega greitt að-
gengi að a.m.k. þremur frjáls-
íþróttavöllum: Laugardalsvelli,
Valbjarnarvelli að kastsvæði og
eitthvert aðgengi að Laugardals-
höll. Þar við bættist að lyft-
ingaaðstaða var í Baldurshaga sem
og í gamla þvottalaugahúsinu
(Jakabóli), auk þess sem víða um
Laugardal var m.a. unnt að æfa
víðavangshlaup og svo brekku-
spretti o.fl. Laugardalslaug tryggði
einnig greiðan aðgang að viðbót-
arsundþjálfun, sem er holl fyrir
flestar íþróttir, sem og að end-
urheimtarmöguleikum í heitum
pottum.
Þjóðarfrjálsíþróttavöllur
Það er góð hugmynd að byggja
þjóðarfrjálsíþróttavöll í Kópavogs-
dal, á svonefndu Fífuhvammssvæði,
ef þar er nægilegt byggingarsvæði
fyrir völlinn sjálfan samkvæmt al-
þjóðakeppnisreglum. Svo þarf sam-
setta byggingu í aðalstúku sem
þarf að vera innanhússæfinga- og
keppnisaðstaða sem dugir sem
upphitunaraðstaða sem samræmist
alþjóðakröfum sem gilda verða um
þjóðarfrjálsíþróttavöll sem í raun
þýðir þjóðarfrjálsíþróttahöll.
Þarna í stúkubyggingu verða að
vera m.a. spretthlaupabrautir og
stökkbrautir fyrir langstökk, þrí-
stökk og stangarstökk auk kast-
aðstöðu fyrir kúluvarp og að unnt
sé að kasta kringlu í net.
Þá verður að vera góð búnings-,
sturtu- og endurheimtaraðstaða við
þjóðarfrjálsíþróttavöll, auk þess
sem þarna verður að vera skrif-
stofu-, funda-, veitinga- og fjöl-
miðlaaðstaða. Og gnótt bílastæða.
Það fer best á því að við stúku-
byggingu verði sérstök stór álma
fyrir „kraftahöll“ þar sem frjáls-
íþróttafólk getur fengið nauðsyn-
lega lyftinga- og aðra kraftþjálfun
með fjölbreyttum lyftingaáhöldum
og kraftþjálfunartækjum – en að-
staða til ólympískra lyftinga skapar
lykilforsendur.
Þá verður þjóðarfrjálsíþrótta-
völlurinn að vera sérhæfður ein-
göngu fyrir frjáls-
íþróttir og fimm
kastgreinar ekki gerð-
ar útlægar með „sam-
starfi“ og „samnýt-
ingu“ við knattspyrnu,
þ.e. kringlu-, spjót-,
sleggju- og lóðakast,
auk kúluvarps. Kúlu-
varpshringur á að vera
staðsettur þannig að
áhorfendur í aðalstúku
njóti kúluvarpskeppni.
Þá gera framfarir í
þjálfunarfræðum, sem
m.a. gera ráð fyrir fleiri en einni
æfingu á dag, það knýjandi að
þjóðarfrjálsíþróttavöllur verði með
greiðu aðgengi fyrir frjáls-
íþróttafólk frá morgni til kvölds –
og gott betur!
Samstarf FRÍ og LSÍ
Það gæti farið vel á því að
Frjálsíþróttasamband Íslands
(FRÍ) og Lyftingasamband Íslands
(LSÍ) stæðu saman að kraftahöll,
en þetta eru grundvallarkeppn-
isgreinar á Ólympíuleikum, bæði í
nútíð og fortíð, sbr. forngrísku Ól-
ympíuleikana.
Samstarf LSÍ og FRÍ gæti verið
upphaf að því að betur væri hlúð að
keppnisgreinum á Ólympíuleikum
en nú er en Ísland er skuldbundið
til að styðja við Ólympíuleika að al-
þjóðaíþróttalögum.
Miðja höfuðborgar-
svæðisins er í Kópavogi
Íbúa- og byggingaþróun síðast-
liðinna áratuga hefur valdið því að
miðja höfuðborgarsvæðisins er
ekki lengur í miðbæ Reykjavíkur
eða í Laugardal – miklu fremur í
Kópavogi. Því ætti staðsetning
þjóðarfrjálsíþróttavallar (með þeim
viðbótarbyggingum sem hér eru
reifaðar) að vera á Fífuhvamms-
svæðinu í Kópavogsdal og standa
þar um alllanga hríð.
Frjálsíþróttir og ólympískar
lyftingar eru glæsigrundvöllur Ól-
ympíuleika og munu lýsa upp
Kópavog.
Þjóðarfrjálsíþrótta-
mannvirki í Kópavog
Eftir Halldór Eirík
Sigurbjörnsson
Jónhildarson
» Það fer best á því, í
samhengi við afreks-
ólympíuleikastefnu, að
reist verði í Kópavogi
þjóðarfrjálsíþróttavöll-
ur og þjóðarfrjáls-
íþróttahöll.
Höfundur er þjóðréttar- og lögfræð-
ingur, fv. keppnismaður í a.m.k. sex
keppnisíþróttum og fimleikasýn-
ingaflokki Haralds Erlendssonar á
1100 ára afmæli Íslandsbyggðar.
Halldór E. Sigurbjörns-
son Jónhildarson
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vefverslun brynja.is
L
Opið
virka
daga
frá 9-
18
lau fr
á 10-1
6
Vandaðir brennipennar og fræsarar
frá PG mini og Pebaro
Brennipenni PG
Verð 8.530
Brennipenni
30w stiglaus
Verð 29.100
Brennipenni 20w
Verð 16.790
Fræsari 350st
Verð 17.980
Fræsari gler
Verð 9.980
Brennipenni
20 aukahlutir
Verð 7.380
Brennipenni
Pebaro
Verð 6.240
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Eiginkona Múhameðs,
Kadija, dó árið 619.
Missir hennar var Mú-
hameð mikið áfall, en
hún hafði verið fyrst til
þess að taka boðun hans
og hafði stutt hann í hví-
vetna. Ekki bætti, að á
þessum tíma jókst andúð
Mekkubúa á Múhameð
stöðugt. Hann tók því að
leita að stað, þar sem hann gæti
flutt boðun sína óáreittur.
Hefðin greinir frá því, að árið
620 hafi Múhameð farið í skyndi-
ferð að næturlagi í boði erkieng-
ilsins Gabríels til Jerúsalem og
þaðan upp í gegnum himnana
hvern af öðrum allt upp í sjöunda
himin. Á leiðinni upp hitti hann
ýmsa spámenn Gyðinga og í hinum
efsta Abraham og sjálfan Allah.
Við hann samdi Múhameð um það,
að daglegar bænir múslima skyldu
vera fimm. Þessa ferð kalla músl-
imar miraj (uppstigningu). Sögnin
festi Jerúsalem í sessi sem þriðja
helgasta staðinn í trúarhefð íslams,
enda mælti Múhameð svo fyrir í
fyrstu, að í átt til hennar skyldu
múslímar snúa sér við bænir.
Mekka öðlaðist ekki sérhelgi sína
fyrr en síðar.
Múhameð fer frá Mekku
Í borginni Yathrib, sem er í loft-
línu um 320 km norðan við Mekku,
bjuggu ýmsir, sem töldu Múhameð
spámann. Í borginni voru deilur
manna á milli. Múhameð hafði orð
á sér fyrir að vera mannasættir.
Því báðu fylgismenn hans í borg-
inni hann að koma og stilla til frið-
ar innan hennar. Þetta þáði Mú-
hameð árið 622 og fór ásamt
flestum fylgjendum sínum norður
eftir. Einnig bættust í hóp innflytj-
endanna ýmsir þeir, sem flúið
höfðu til Abyssiníu undan ofsókn-
um Mekkubúa. Þessi flutningur
Múhameðs er kallaður hijrah
(brottför), en við hana er hið eig-
inlega upphaf íslams miðað og
einnig tímatal múslima.
Múhameð í Medínu
Borgin Ythrib heitir nú Medína
(Al-Madinah al-Munawwarah: borg
spámannsins). Eitt
hið fyrsta, sem Mú-
hameð gerði eftir
komuna til borg-
arinnar, var að
byggja mosku, sem
einnig varð emb-
ættisbústaður hans
og um leið helsti
samkomustaður
fylgjenda hans.
Fljótlega stillti
Múhameð til friðar
í Medínu. Hann
setti borginni stjórnarskrá, sem
kvað á um það, að allir aðilar að
henni (múslimar og fólk bók-
arinnar (Gyðingar og kristnir) sem
og heiðnir menn) hefðu trúfrelsi og
að allir, sem mynduðu ummah
(samfélagið), hefðu sömu réttindi
og skyldur og nytu verndar gegn
ofbeldi. Þó komu þegar í upphafi
fram skil innan ummah. Þau voru
á milli þeirra, sem komu frá
Abyssiníu og með Múhameð frá
Mekku (muhajiroun: innflytj-
endur), og þeirra í Medínu, sem
voru múslímar eða gerðust það
(ansari: aðstoðarmenn) eftir komu
hans til borgarinnar. Er tímar liðu
þróuðust af þessu þau skörpu skil
á milli trúaðra, vantrúaðra og
hræsnara, sem hafa ætíð einkennt
íslam.
Innflytjendurnir urðu brátt hin
ráðandi stétt innan Medínu. Ýmsir
fyrri íbúar borgarinnar voru
óhressir með þessa þróun auk
þess, sem sumir þeirra voru ekki
meira en svo heilir í fylgni sinni
við boðun Múhameðs, heldur höfðu
tekið henni af hræðslu eða hag-
kvæmnisástæðum. Þessir hálfvolgu
múslimar voru kallaðir hræsnarar
(munafiqin). Múhameð snerist
gegn þeim af hörku, atyrti þá og
rak þá út úr moskunni með bar-
smíðum. Til helgunar þessum að-
gerðum fékk hann nokkrar op-
inberanir, sem urðu sífellt harðari,
svo sem: (4:90) „Þeir óska þess að
þér gerist vantrúa … Vingist því
ekki við neinn þeirra … Hverfi
þeir frá yður, þá grípið þá og drep-
ið, hvar sem þér finnið þá.“ (Þýð.
Helgi Hálfdanarson, HH.) Þetta er
rót þess, að það varð dauðasök
innan íslams að falla frá trúnni, en
það er staðfest á nokkrum stöðum
í hadith (frásagnir a orðum og
gerðum spámannsins), svo sem:
„Hvern, sem hverfur frá trúnni,
skal drepa.“
Gyðingar – og kristnir
Í Medínu voru nokkrir ættbálkar
Gyðinga (og einnig kristnir menn).
Múhameð taldi, að þeir myndu
meðtaka hann sem hinn síðasta í
spámannaröðinni, enda væri boðun
hans beint framhald þess, sem spá-
menn Gyðinga höfðu boðað og þá
líka Jesús. Fljótlega kom þó í ljós,
að Gyðingar og kristnir litu á hann
sem falsspámann og vildu margir
ekki lúta honum.
Einkum voru það Gyðingarnir,
sem voru öndverðir. Því fór svo
eftir að Múhameð hafði fest sig
kirfilega í sessi, að umburðarlyndi
hans brast þrátt fyrir ákvæði
stjórnarskrárinnar um trúfrelsi.
Hann taldi sig líka standa nær
ættföðurnum, Abraham, en Gyð-
ingarnir gerðu. Hann hafði jú hitt
hann í næturferðinni. Þar kom, að
nokkrir ættbálkar Gyðinga voru
hraktir úr borginni, en þó ekki all-
ir. Eftir varð ættbálkurinn Banu
Qurayzah og andæfði enn Múham-
eð.
Dag einn birtist Gabríel erkieng-
ill Múhameð og bauð honum að
snúast gegn Banu Qurayzah. Hann
fór gegn þeim með her og mælti til
þeirra (samkv. hadith): „Yður apa-
bræður hefur Guð lítillækkað og
snýr hefnd sinni gegn yður.“ („Ap-
ar“, „svín“ og annað álíka eru tíð
orð múslima um vantrúaða.)
Eftir umsátur gáfust Gyðing-
arnir upp. Múhameð fól einum
fylgismanna sinna að ákveða örlög
þeirra. Hann dæmdi svo, að alla
stríðsmenn skyldi drepa, en
hneppa konur og börn í ánauð.
Dómnum var framfylgt og karlar
(600-900 – frásögnum ber ekki
saman) hálshöggnir ofan í gröf.
Múhameð á, samkvæmt hefðinni
(hadith), að hafa tekið virkan þátt í
aftökunum.
Þetta er rót andúðar múslima á
Gyðingum (og kristnum).
Islam – Medínuárin
Eftir Hauk
Ágústsson » „Næturferðin“ ogviðskipti við van-
trúaða.
Haukur Ágústsson
Höfundur er fv. kennari.