Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 46

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 46
Þegar dottið er inn í nor- rænu sakamálasögurnar, ekki síst þær sænsku, þá hjálpar ekki til að átta sig á hlutunum allt nafnakraðakið sem boðið er upp á, sérlega eftirnöfnin. Þar er Andersson og Er- iksson, Persson og Pettersson, Karlsson og Svensson og þann- ig endalaust. Því nefni ég þetta, að fram yfir miðja nítjándu öld bjuggu Svíar við álíka nafnahefð og við. Menn kenndu sig við föður sinn og voru ýmist son eða dotter eftir því sem við átti. Frá því 1901 varð skylda með svenskum að taka upp ættarnöfn og þá fór náttúran að blómstra, og bættist við Anderssynina og allt hitt: Lundgren, Lundqvist, Sjöberg, Lind og Berg. Enginn endir á möguleik- unum og menn mega skipta eins oft um nafn og þeir vilja. Nú er komið fram frum- varp á Alþingi sem fetar í spor Svía og gerir ráð fyrir algjöru frelsi í nafngiftum og fríu spili í eftirnöfnum eftir smekk. Þetta er súrrealísk offrelsisstefna og endimarkalaus. Slær jafnvel Tinnabókunum við en þar hét ein persónan Fjalldrapagren. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Látum nafnahefðina kjurra Prýðisnöfn Skapti og Skafti. 46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is www.danco.is Heildsöludreifing Loksins er Greppikló og sögupersónur komar í yndislega fallega mjúka línu af böngsum - Tilvalið að safna öllum sem elska þessa yndislegu sögupersónur Sagan um Greppikló hefur notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin ár og er hefur bókin með vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns verið vinsæl í skólum og leikskólum ásamt öllum bókaunnendum hér á landi. Greppikló 23 c Greppikló 41 cm Mouse 23 cm m Mouse 41 cm Greppikló fingrabrúður 5 teg. 20 cm Greppikló - tuskudýr 5 teg. Displ-12. 18 cm - Greppikló - lykklakippa 12 cm Björn Bjarnason hefur nú í nokkrum Morgunblaðsgreinum iðkað ákafa þrætubók- arlist við undirritaða vegna afskipta föður hans af orðstír Hall- dórs Laxness sem frá er sagt í bók minni Spegill fyrir skugga- baldur. Hefur hann lagt nokkrar lykkjur á leið sína og notið lið- styrks leiðarahöfundar Morgun- blaðsins og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Björn hengir sig í rangtúlkun á því sem sagt hefur verið og mótmæl- ir svo eigin ályktun, sem er sú að faðir hans Bjarni Benediktsson „hafi árið 1948 stöðvað útgáfu bóka Lax- ness“ eins og Björn orðar brigslin sjálfur. Þessu hefur þó enginn haldið fram, svo Björn er að rífast við sjálf- an sig um þetta atriði. Af frumheimildum verður þó „ekki annað ráðið en að athugun á tekjum og skattskilum Halldórs Laxness hafi fyrst og fremst haft þann tilgang að laska orðspor skáldsins vegna ætlaðra tengsla þess við kommúnista“ eins og segir í bók minni (s. 154). Fræðimönnum ber þess vegna saman um að æru- hnekkir var óumdeilanlegt markmið þeirra Bjarna Benediktssonar og William Trimble, sendifulltrúa Bandaríkjanna, þegar þeir véluðu um rannsókn á skattskilum skálds- ins í Bandaríkjunum. Trimble segir í skeyti, sem ég birti með grein minni hér í blaðinu 20. nóvember, að „orðstír Laxness myndi skaðast varanlega ef við kom- um því til skila að hann sé að reyna að komast undan tekjuskatti. Þar af leiðandi er mælt með frekari rann- sókn á þeim höfundarlaunum sem hann hefur væntanlega fengið fyrir Sjálfstætt fólk“ (feb. 1948). Inn í þessa rannsókn blandaðist meira að segja yfirmaður FBI, Edgar Hoover, sem beitti sér af hörku gegn róttækum höfundum á þessum árum og hikaði ekki við að hafa afskipti af útgáfumálum þeirra. Frumkvæði og þátt- taka Bjarna Benedikts- sonar í þessu máli varp- ar ljósi á pólitíska arfleifð Sjálfstæðis- flokksins, sem Birni Bjarnasyni og félögum svíður að op- inberuð sé. Þar er um að ræða við- horf og vinnubrögð sem – eins og bók mín greinir frá – valda sam- félagslegum skaða. Nýjasta dæmið er pólitísk misbeiting ráðherravalds við dómaraskipan í Landsrétt – brot sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur harðlega átalið í nýföllnum dómi. Spegill fyrir skuggabaldur fjallar um valdbeitingu af fyrrgreindum toga – fyrirgreiðslupólitík og aðra misbeitingu sem grefur undan góðri stjórnskipan, lýðréttindum og mannhelgi. Það er arfleifðin sem Björn Bjarnason og fylginautar horfast nú í augu við. Sú arfleifð er málstaður manna sem komnir eru úr takt við tímann – manna með þrotið erindi sem hafa lifað sjálfa sig. Arfleifðin sem ekki má játa Eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir » Pólitísk misbeiting valds – arfleifð Sjálf- stæðisflokksins – veldur samfélagslegum skaða, grefur undan góðri stjórnskipan, lýðrétt- indum og mannhelgi. Höfundur er þjóðfræðingur og rithöfundur. olinathorvardar@gmail.com Fyrir mörgum árum, þegar við hjónin vorum á ferðalagi um Vest- firði, stoppuðum við í byggðasafni þar sem margt fróðlegt var að sjá. Meðal annars var þar hluti af baðstofu frá 17. eða 18. öld. Með- fram veggnum voru kojur vinnufólksins og tók ég sérstaklega eftir einni, sem sögð var hafa tilheyrt gamalli kaupakonu að nafni Mar- grét. Kojan var furðulega stutt svo konan getur ekki hafa verið há í loft- inu. Í botninum var þunn hálmdýna. Varð mér sérstaklega starsýnt á út- skorna fjöl fyrir ofan kojuna, sem á var letrað Drottinn blessi rúmið mitt. Ég ímynda mér að tilvera fólksins, sem svaf í þessari baðstofu, hafi ekki verið allt of margbreytileg. Langir vinnudagar og mikið puð og ekki oft hægt að gera sér dagamun. Fá- breytilegur matur og stundum af skornum skammti, kaldar vist- arverur og fátt til að gleðja augað. Það hlýtur að hafa verið kærkomið að ganga til náða og hverfa inn í draumheima. Draumarnir voru svo ólíkir grárri tilverunni, oft litskrúð- ugir og framandi. Svo var sagt að suma dreymdi fyrir daglátum, sem var að dreyma ókomna nálæga at- burði. Margar frásagnir af slíku má lesa í fornum bókum. Persónulega dreymir mig oftast eitthvað á hverri nóttu. Oft er það svo margt og mikið að ég furða mig stundum á því, að ég skuli ekki vera þreyttur eftir allt saman að morgni. Í draumunum kemur fram fjöldi per- sóna, lifandi sem liðinna, sem ég hefi kynnst á langri ævi. Ég sef samt ekki með gleraugun eins og sagt var um Sæmund Jóns. Það gerði hann til þess að hann gæti þekkt fólkið sem hann dreymdi. Ekki eru allir draumar mínir skemmtilegir og suma þeirra má flokka undir martraðir. Þær eru oft- ast í svipuðu formi og eru um það að ég hafi lagt bílnum mínum ein- hvers staðar en get svo ekki fundið hann aftur. Eftir langa árangurs- lausa leit vakna ég í svitabaði. Og ekki dreymir mig fyrir daglátum, svo ég veit aldrei hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. En það var ekki þannig með hann Sigmund, sem vann nýtt reiðhjól í happdrætti kvenfélags Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði 1959. Hann kom á flokksskrifstofuna og var mjög ákafur að fá að kaupa miða númer 51. Þegar dregið var og það númer kom einmitt upp spurði blaðamaður Alþýðublaðsins hvernig hann hefði vitað að miði 51 myndi hreppa vinninginn. „Jú það var þannig,“ svaraði Sigmundur, „að mig dreymdi töluna 7 sjö nætur í röð. Og af því að 7 sinnum 7 eru 51 vissi ég að það væri vinningsnúmerið!“ Líklega er svefnherbergið og þá sér í lagi rúmið mest áríðandi hlut- urinn í lífi hverrar fjölskyldu. Eld- húsið kemur næst og svo baðher- bergið. Miðað við að meðalmanneskja sofi sjö og hálfan tíma á nóttu gerir það 2.738 klukku- tíma á ári eða 114 daga, sem eru tæpir fjórir mánuðir. Sjötug persóna hefir þannig eytt rúmlega 28 árum í rúminu! Það gefur því augaleið, að allt sem viðkemur rúmum og svefni hlýtur að skipa háan sess í viðskipta- lífinu. Margir hafa grætt vel í þeim geira. Byltingin, sem orðið hefir í gerð rúma og rúmdýna á undanförnum áratugum, er næstum ótrúleg. Tækninni hefir fleygt fram og nýj- ustu tegundir eru ekki bara raf- væddar heldur er þeim líka stýrt af tölvum. Ekki bara hafa rúmin stækkað heldur hafa dýnurnar tekið stökkbreytingum. Sumar eru með tölvuminni og muna þannig hvernig þér líður best að liggja og laga sig eftir því. Aðrar hreyfa sig upp og niður eftir því hvort þú vilt sitja upp við dogg eða liggja marflatur og sofa. Nýtískurúmin eru ekki bara notuð fyrir svefn. Nei, ég ætla ekki að minnast á framleiðslu á næstu kyn- slóðum. Fólkið liggur í rúminu og glápir á sjónvarp, skoðar snjallsím- ana sína, borðar og deilir fletinu með börnunum. Einnig skilst mér að margir leyfi gæludýrum sínum að sofa hjá sér. En þegar öllu er á botn- inn hvolft skiptir ekki máli hvort þú liggur í rándýru hátæknirúmi eða á hálmdýnu í kojunni hennar Mar- grétar. Svefninn er sá sami og sömu- leiðis draumarnir óútreiknanlegu. Í lokin kemur frásaga um draum- inn hans Nasreddins. Hann var tyrk- neskur kennari og skólameistari sem uppi var á 14. öld. Þótti hann sérvit- ur og keskinn í meira lagi og urðu til um hann margar spaugilegar sögur. Fyrir óralöngu var gefið út á ís- lensku lítið kver með nokkrum sög- um af kennaranum. Eitt sinn dreymdi hann að til sín kæmi maður, sem ætlaði að gefa honum níu silf- urpeninga. „Bættu einum við svo þeir verði tíu,“ þóttist Nasreddin segja í svefninum og rétti fram höndina. En í því vaknaði hann og fann þá að lófinn var tómur. Hann lygndi þá aftur augunum, rétti fram höndina og mælti: „Komdu þá með þessa níu. Lítið er betra en ekki neitt.“ Eftir Þóri S. Gröndal »Miðað við að með- almanneskja sofi sjö og hálfan tíma á nóttu gerir það 2.738 klukku- tíma á ári eða 114 daga, sem eru tæpir fjórir mánuðir. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Ameríku. floice9@aol.com Drottinn blessi rúmið mitt! Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.