Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30
- Fyrir jólin -
Úrval af hangikjöti,
hamborgarhryggjum,
nautakjöti og villibráð
Skoðaðu vöruúrvalið og leggðu
inn pöntun á nýrri heimasíðu
www.kjotsmidjan.is
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
gudrunselma@mbl.is
„Ég kom fyrst til Íslands fyrir sex
árum og ástæðan var frekar skrít-
in – íslensk tónlist. Eiginlega allir
aðrir ferðamenn komu til að skoða
náttúruna en þá vissi ég ekkert
um náttúrufegurð Íslands. Það
eina sem mig langaði að gera var
að sjá mína íslensku uppáhalds-
tónlistarmenn á sviði,“ segir
Christina sem kom sem sjálf-
boðaliði á tónlistarhátíðina Iceland
Airwaves. Hún segir upplifunina
ógleymanlega og fékk hún meðal
annars að tala við tónlistarmenn á
borð við Ólaf Arnalds, Axel Fló-
vent og Nönnu úr Of Monsters
and Men.
Christina heimsótti Ísland alls
fjórum sinnum áður en hún flutti
til landsins. Tvisvar kom hún til
þess að fara sérstaklega á Iceland
Airwaves og tvisvar til þess að
skoða landið. Í dag stundar hún
nám í íslensku sem annað mál en
fyrir er hún með gráðu í málvís-
indum með áherslu á ensku,
þýsku og kínversku.
Langaði alltaf aftur
„Eftir hverja heimsókn til Ís-
lands fór ég heim með þá tilfinn-
ingu að mig langaði að fara aftur.
Ég féll líka fyrir tungumálinu, það
hljómaði undarlega og var fallegt,
eins og ekkert tungumál sem ég
kunni og mig langaði að læra það.
Ég man að ég var alveg heilluð í
fyrsta skipti sem ég heyrði málið.
Það var á tónleikum með íslensku
hljómsveitinni Árstíðum. Hljóm-
sveitin var tónleikaferðalagi í
Rússlandi árið 2011 og ég keypti
miða bara af því að hjómsveitin
var frá Íslandi. Það hljómaði svo
framandi. Ég vissi nákvæmlega
ekkert um tónlistina þeirra né
landið sjálft,“ segir Christina og
bætir við að tónleikarnir heppn-
uðust afar vel og tónleikagestir
gátu ekki hætt að klappa í lok
tónleikanna.
„Að lokum ákvað ég að flytja til
landsins árið 2019. Þegar ég flutti
var ég ótrúlega hamingjusöm og
trúði því ekki lengi vel. Ég get
ekki sagt að það hafi verið auð-
velt, sérstaklega ekki í byrjun. Ég
þekkti varla neinn hérna og allt
var svo öðruvísi auk þess sem ég
talaði þrjú tungumál daglega svo
það tók mig langan tíma að aðlag-
ast nýju lífi. Ég var einmana að
vera svona langt í burtu frá fjöl-
skyldu og vinum og íslenska veðrið
hjálpaði ekki,“ segir Christina.
Hún er þakklát fólkinu sem hjálp-
aði henni á erfiðum tímum fyrsta
árið hennar. Hún segir fólkið vera
einmitt eina af ástæðum þess að
hún kom alltaf aftur og aftur.
Christina stefndi aldrei á að taka
bílpróf fyrr en hún flutti til Ís-
lands. Hún á enn eftir að taka bíl-
prófið en þegar hún gerir það sér
hún fram á að ferðast meira um
landið.
„Ég áttaði mig á að það er ótrú-
lega erfitt að ferðast frá Reykjavík
þegar þú getur ekki ekið. Það er
eins og næstum því allir eigi bíl
hér og stundum líður mér eins og
ég sé eina manneskja sem gengur.
Ég er svo heppin að hafa ferðast
um landið þökk sé vinum sem hafa
sýnt mér uppáhaldsstaði sína.
Það er erfitt að velja einn uppá-
haldsstað á Íslandi, landið er svo
fjöbreytt, en ef ég ætti að svara
spurningunni þá verð ég að segja
Landmannalaugar. Staðurinn er
klikkaður. Þetta var eins og að
vera á annarri plánetu og ég elska
staði sem láta manni líða þannig.
Ég var einnig mjög hrifin þegar
ég sá Dettifoss í fyrsta sinn í sum-
ar og Mývatnssvæðið var einnig
töfrandi með hellunum, hrauninu,
eldfjöllum, gígum, jarðhitasvæð-
um. Mig langar þangað aftur,“
segir Christina sem segist einnig
hafa séð fallegasta sólarlag sem
hún hefur séð við Jökulsárlón.
Hana langar til að skoða hálendið
betur og á alveg eftir að skoða
Vestfirði.
Íslenskir hestar
vöktu athygli BBC
Í Sankti Pétursborg vann
Christina fyrir sér sem ljósmynd-
ari og sérhæfði sig í að mynda
fólk. Hún segir erfitt að komast
inn á lítinn markað á Íslandi. Í
Rússlandi er algengt að fólk fari í
myndatöku í ljósmyndastúdíóum.
Hún hefur tekið eftir því að hér og
víða annars staðar í Evrópu er það
hins vegar óalgengt. Kórónuveiran
bætti ekki ástandið. Hún er þó
með nokkur verkefni og sér fram á
bjartari tíma framundan. Á næst-
unni langar hana að einbeita sér í
auknum mæli að kvikmyndagerð.
Christina er dugleg að taka
myndir og birtir meðal annars á
heimasíðu sinni og á Instagram.
Mynd sem hún tók af íslenskum
hestum á ferð sinni um Ísland í
sumar rataði á samfélagsmiðla
BBC eftir að hún merkti „BBC
earth“ á myndina. Í kjölfarið end-
urbirtu enn fleiri síður myndina á
Instagram. Myndin vakti svo góð
viðbrögð að Christina fékk skila-
boð frá mörgum sem sögðu henni
að þetta töfrandi augnablik sem
hún festi á filmu hefði hjálpað
þeim að gleyma öllu því erfiða sem
væri að gerast í heiminum í smá-
stund. Hún segir frábært að geta
deilt fegurð Íslands með fólki alls
staðar að í heiminum.
Forréttindi að vera á Íslandi
„Kórónuveiran hefur breytt öll-
um mínum ferðaplönum og öllum
ferðum mínum hefur verið aflýst
síðan í mars. Mér finnst ég vera í
forréttindastöðu að vera á Íslandi
á þessum erfiðu tímum. Á meðan
sumir vina minna voru fastir inni í
íbúðum sínum í stórborgum var ég
að ferðast um Ísland í vor og sum-
ar og leið eins og ég væri örugg
og frjáls,“ segir Christina.
Fyrir utan Ísland eru Portúgal
og Sviss í miklu uppáhaldi hjá
Christinu. Hún bendir á að Sviss
sé líkt Íslandi á þann hátt að þar
er hreint vatn og loft. Hún segir
erfitt að lýsa fegurð fjallanna.
Fanal-skógurinn er henni eft-
irminnilegur og gönguleiðir í sviss-
nesku Ölpunum frábærar.
Ef peningar stæðu ekki í vegi
fyrir því væri Christina á ferðalagi
allt árið. Hana langar að koma á
ýmsa staði og meðal annars að
skoða sig betur um í Kirgistan og
Kasakstan. Hún er sjálf fædd í
Kasakstan sem var þá hluti af
Sovétríkjunum. Hún flutti hins
vegar tveggja ára til Rússlands og
man lítið eftir landinu. „Ég myndi
vilja sjá borgina sem ég er fædd í
og ferðast um þessi tvö lönd og
skoða náttúruna,“ segir Christina. Ljósmynd/Stefán Ari Stefánsson
Ljósmyndari
Christina Raytsiz
flutti til Íslands.
Víðförul Hestamynd
Christinu hefur farið víða.
Heillaðist af
Íslandi og
ákvað að flytja
Christina Raytsiz, ljósmyndari og kvikmynda-
gerðarkona, heillaðist fyrst af Íslandi á tón-
leikum í heimalandi sínu Rússlandi. Íslensk
tónlist er í miklum metum hjá henni en hún
kom fyrst til Íslands árið 2014. Árið 2019
ákvað hún svo að flytja til landsins.
Ljósmyndir/Christina Raytsiz
Heillandi Náttúrufegurð Ís-
lands hefur heillað Christinu.
Ferðalög á