Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 56

Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 ✝ Ágústa K.Johnson, fyrr- verandi deild- arstjóri í Seðla- banka Íslands, fæddist í Reykja- vík 22. mars 1939, dóttir hjónanna Sigríðar Krist- insdóttur Johnson gjaldkera, f. 24. október 1908, d. 11. júní 2009 og Karls Johnson bankamanns, f. 12. september 1905, d. 22. júní 1939. Hún lést á heimili sínu 21. nóvember 2020. Ágústa lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands uð og kirkjurækin og tók virkan þátt í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar. Hún var í stjórn Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. Hún var ógift og barnlaus en eftirlif- andi bróðir hennar er Krist- inn Johnson, fyrrv. skrif- stofumaður. Ágústa verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 10. desember 2020, kl. 13 að við- stöddum nánustu aðstand- endum. Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/qE4U9mRNS8k Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Þegar aðstæður leyfa á ný þá verður minningarstund um Ágústu Johnson í Dómkirkj- unni opin öllum. vorið 1959 og hóf þá störf í Lands- banka Íslands. Við stofnun Seðla- banka Íslands fluttist hún yfir til Seðlabankans og var í hópi fyrstu starfs- manna hans við stofnun, ritari hjá nýskipuðum bankastjóra. Hún vann hjá Seðlabanka Íslands nær allan sinn starfsferil eða í tæpa hálfa öld, lengst af sem deildarstjóri skrifstofu bankastjóra. Ágústa var félagslynd, trú- Kær frænka okkar er látin og langar okkur að minnast hennar í nokkrum orðum. Móðir okkar, Ágústa, og faðir hennar, Karl, voru systkini og voru alin upp hjá föður sínum, A.J. Johnson banka- gjaldkera, á Sólvallagötu 16 í Reykjavík. Móðir þeirra, Guðrún Tómasdóttir, lést úr spænsku veikinni árið 1918. Karl faðir Ágústu lést langt fyrir aldur fram þegar hún og bróðir hennar Kristinn voru í æsku. Sigríður móðir þeirra ól þau upp og bjuggu þau saman alla tíð. Það er aðdáunarvert hversu vel Ágústa hugsaði um móður sína og bróður. Á þeirra heimili var alltaf gott að koma. Ágústa vann í Seðlabankanum nær alla sína starfsævi og var hún mjög trygg sínum vinnuveitend- um, sem kom berlega fram í ræð- um sem haldnar voru í áttræðisaf- mæli hennar fyrir tveimur árum. Hún var og mjög félagslynd kona og frændrækin. Á æskuárum okkar voru sam- skiptin okkar á milli stopul þar sem við bjuggum þá norður á Siglufirði, en þrátt fyrir það hafði móðir okkar mikinn áhuga á að halda tengslum við fjölskylduna sína fyrir sunnan. Við munum alltaf eftir afmælum og jólum, þá var skipst á gjöfum og ótal stund- um varði mamma okkar í að segja okkur frá uppeldi sínu og sögum af afa, Ágústu frænku, Kristni og Siggu. Ágústa kom til Siglufjarð- ar bæði ein og ásamt vinkonum sínum. Það má segja að alltaf hafi færst gleði yfir heimilið þegar hún kom með sína hlýju og út- geislun. Árið 1964 fluttu foreldrar okk- ar til Reykjavíkur og í tímans rás hefur síðan verið mjög kært með okkur frændsystkinum og koma þá upp í hugann margar góðar stundir sem við áttum saman. Nú kveðjum við Ágústu frænku með miklum trega og biðjum henni guðs blessunar. Kristni frænda vottum við dýpstu samúð okkar þegar hann nú kveð- ur systur sína, en þau hafa verið hvort öðru stoð og stytta í gegn- um lífið. Megi Guð blessa minningu hennar. Gunnar, Karl og Guðrún Ragnars og fjölskyldur. Góð frænka hefur kvatt. Móð- urömmur okkar voru systur og mikill samgang- ur þar á milli. Sigríður, móðir Ágústu, bjó um tíma með frumburðinn, Kristin, í risíbúð hjá ömmu á Ránargötu 5. Mamma og Ágústa voru nálægt í aldri og góður vinskapur þeirra á milli. Það er ekki sjálfgefið að frændsemi eflist með árunum. Að henni þarf að hlúa og huga. Trygglyndi Ágústu og ræktar- semi stuðluðu að kærri vináttu þó kynslóðarbil í aldri væri á milli. Fyrstu minningar mínar tengdar Ágústu eru úr eldhúsinu hjá ömmu á Ránargötu þegar þær mæðgur voru í heimsókn. Síðan heimsóknir á víxl við ýmis tækifæri. Alltaf gátum við systk- inin átt von á góðgæti frá Siggu frænku og tiltekið súkkulaðikex var í uppáhaldi sem aldrei var skortur á. Gjafmildi einkenndi líka Ágústu sem gaf af rausn og væntumþykju. Efst í huga er áhuginn sem hún sýndi mér og mínum, fjölbreytt handverk eftir hana og dýrmætar ljósmyndir sem hún tók og gaf en ljósmyn- daáhugi hennar var mikill. Ágústa, og ekki síður bróðir hennar, var stálminnug og ætt- fróð með afbrigðum. Hún átti mikilvægan þátt í útgáfu niðjatals langömmu okkar og langafa. Ómetanlegt. Samferðafólki Ágústu var aug- ljóst að þar fór einstök ljúflings- kona. Góðvild, gæska og sannur áhugi á að gefa af sér til góðra verka var hluti af hennar ham- ingju. Lagði aldrei illt orð til nokkurs manns og leitaði að hinu góða í fari hvers og eins. Sam- viskusöm og skyldurækin þar sem hún setti sína nánustu í fyrsta sæti. Fórnfýsi og ósérhlífni virtist vera henni eðlislægt. Hún hélt heimili með móður sinni og bróður og annaðist móður þeirra, sem lést í hárri elli, af einstakri natni og umhyggju. Dýrin áttu líka vin í henni. Hverfiskettirnir vissu hvar besta bitann var að fá og vöndu komur sínar til þeirra systkina, þeim til ómældrar ánægju. Eftir stúdentspróf frá Verzlun- arskóla Íslands 1959 fékk Ágústa sumarvinnu í banka sem reyndist upphafið af nær hálfrar aldar far- sælum ferli sem bankastarfsmað- ur í Seðlabankanum. Þar eignað- ist hún vini fyrir lífstíð en Ágústa var félagslynd kona, vel gefin og skemmtileg. Vinamörg og trygg- lynd. Fólk sóttist eftir félagsskap hennar. Heimili þeirra systkina var alltaf opið gestum og gang- andi, öllum tekið fagnandi: æsku- vinkonur og aðrar, gamlir bekkj- arfélagar, saumaklúbburinn, fyrrum vinnufélagar, vinir Krist- ins, ættingjar, nágrannar og síð- ast en ekki síst kirkjuvinirnir. Frænka mín var trúuð kona og tók virkan þátt í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar. Hún var lifandi dæmi þess hvað trú, von og kær- leikur getur áorkað, öllum til eft- irbreytni. Bænin var hennar hald- reipi og bjargráð alla daga. Ágústa hélt stórveislu með dyggri aðstoð Laufeyjar kirkju- haldara í tilefni áttræðisafmælis síns í fyrra. Það geislaði af henni. Ræður voru haldnar henni til heiðurs. Þó það væri ekki í hennar anda að fegra hlut sinn leyfði hún sér að njóta fallegra orða í sinn garð. Engu lofi var ofaukið. Fal- leg minning. Ég kveð frænku mína, minn- ingin um hvernig hún einlæglega styrkti og auðgaði líf margra, lifir. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Ólöf Jónsdóttir. Við systkinin vissum að Ágústa frænka okkar var einkaritari Jó- hannesar Nordals seðlabanka- stjóra og síðan deildarstjóri í Seðlabanka Íslands, í báðum störfunum stóð hún sig með mikl- um ágætum. Við vissum að hún var trúuð og tók virkan þátt í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar, m.a. í stjórn kirkjunefndar kvenna. En það voru ekki þær hliðar sem sneru að okkur. Gagn- vart okkur var hún í hlutverki „frábæru frænkunnar“. Ólöf móð- ir okkar og Sigríður móðir Ágústu voru bræðradætur, feður þeirra synir Jóns Oddssonar, tómthúsmanns í Mýrarholti í Reykjavík. Við vorum því þre- menningar. Ósjaldan, einkum meðan bræðradæturnar voru í essinu sínu, komum við á heimilið á Flókagötu með móður okkar í heimsókn til frændfólksins og hittum þar oft aðra ættingja, einkum Villa, bróður Sigríðar. Ágústa var einstaklega ættrækin enda fulltrúi ættleggs okkar við samantekt Engeyjarættar. Ágústa prjónaði listaverka- peysur á börnin okkar og þegar kom að fermingum bauð hún að- stoð sína við að baka hina hefð- bundnu kransaköku. Þegar hún frétti að ég væri á leið til Edin- borgar á námsárunum var hún strax búin að útvega heimboð til vinkonu sinnar þar. Það var mikil upplifun fyrir unga frænku. Það var engin stórhátíð í fjölskyldunni án þess að þær Sigríður, og eftir að hún lést Ágústa ein, væru með. Þær voru hreinlega ómissandi. Börn okkar voru mjög hrifin af þessari frænku sinni og hafa haft orð á því síðustu daga hversu skemmtileg hún hafi verið, hlý, indæl og glaðleg. Í tilefni af áttræðisafmæli Ágústu í fyrra snæddum við syst- urnar með henni huggulegan há- degisverð á Nauthóli. Það var í síðasta sinn sem við hittumst en eftir það heyrðumst við í síma. Í faraldrinum var hún kát og hress og í miklu og góðu sambandi við vinkonur sínar. Ágústa var góð dóttir, systir og frænka og okkur þótti virkilega vænt um þessa uppáhaldsfrænku okkar. Við systkinin, börn Ólafar, og fjölskyldur okkar sendum Kristni og vinkonum Ágústu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Anna Agnarsdóttir. Því er farið að fækka, sam- ferðafólkinu um ævina sem ég hef þekkt í yfir 70 ár. Og nú er Ágústa, vina mín, skólasystir og samstarfskona, horfin til betri heima. Við vorum saman í Melaskóla frá 1948 og lukum barnaprófi 1952. Þá vorum við í sex ár í Verzlunarskólanum frá 1953 og lukum saman stúdentsprófi 1959. Þá skildi leiðir í tíu ár. Ég fór til Ameríku og hún hóf störf í Lands- bankanum og síðar Seðlabankan- um og varð fljótlega einkaritari Jóhannesar Nordal. Ég kom aft- ur að utan 1969 og hóf störf í Seðlabankanum og var þar með hléum til 1988. Þótt ekki bæri mikið á Ágústu í starfi var hún samt ótrúlega áhrifamikil. Hún leiddi menn saman til funda af einstakri lagni, brá aldrei skapi, var alltaf sama ljúfa stúlkan frá barnsaldri til æviloka. Hún var mjög trúuð og sótti kirkju fast ásamt móður sinni, sem lést fyrir nokkrum ár- um, 100 ára að aldri. Það var fyrir rúmum mánuði að ég hringdi í Ágústu og við spjölluðum saman um skóladag- ana okkar. Við bekkjarsystkinin úr Verzló höfðum verið vön að hittast í kaffi einu sinni í mánuði, en nú kom Covid í veg fyrir það. Ágústa var eins konar bekkjar- foringi sem boðaði til kaffisam- sætis í hverjum mánuði, en nú tók hún alveg fyrir að við hittumst, a.m.k. fyrir áramót. Hún lét vel af sér, en sagðist hafa fengið aðsvif fyrir nokkrum dögum og væri að ná sér. Við skiptumst á fréttum um okkur sjálf og sögðum frá bekkjarsystkinum okkar. Þá kom mér í hug að aldrei á allri ævi Ágústu hafði svo mikið sem eitt hnjóðsyrði fallið af vörum hennar í garð annars. Kristilega hugar- farið hennar var henni ávallt að leiðarljósi. Ekki grunaði mig að þetta yrði síðasta samtal okkar á þessari jörð. Og nú er hún vina mín horfin til betri heima. Ég vil trúa því að hún sjái þaðan til okkar, þótt við sjáum ekki til hennar. Hún er áreiðanlega með sama góða bros- ið áfram, brosið sem hún bar alla tíð á jörðu hér. Björn Matthíasson. Mig langar að minnast kærrar skólasystur minnar sem lést eftir stutt veikindi 21. nóvember sl. Við vorum nánar vinkonur á verslun- arskólaárunum og útskrifuðumst saman stúdentar 16. júní 1959. Við vorum þrjár stúlkur í lær- dómsdeildinni eins og tveir efstu bekkir Verslunarskólans hétu í þá daga. Nú eru tvær horfnar á braut og ég ein eftir. Við áttum mikið saman að sælda á þessum árum. Sátum saman í skólanum og fylgdumst að í leikfimi og vor- um með lítinn saumaklúbb. Eftir stúdentspróf skildi leiðir, en við höfðum alltaf samband um jól og það var fagnaðarfundur þegar við hittumst. Ævistarf Ágústu var í Seðla- banka Íslands og byrjaði hún strax að vinna þar þegar skóla lauk. Hún var ákaflega vönduð manneskja nákvæm, samvisku- söm og góð. Nú síðustu ár höfum við sam- stúdentar VÍ 5́9 komið saman mánaðarlega yfir vetrarmán- uðina og sá Ágústa um að kalla hópinn saman. Hún kom á alla þessa samfundi okkar hress og kát. Við skólasystkinin fórum saman til Berlínar 2009 undir far- arstjórn Óttars Guðmundssonar og skoðuðum okkur um. Var þetta gaman. Fórum m.a. í leikhús, sem var dálítið sérstakt. Einnig fórum við til Edinborgar á haustdögum 2012 og vorum saman í herbergi þar. Þarna áttum við góðar sam- verustundir. Ágústa var ógift og barnlaus, en hélt heimili með móður sinni og bróður, sem lifir systur sína. Ég votta Kristni og öðrum að- standendum mína innilegustu samúð. Guð blessi minningu hennar. Sigríður Bjarnadóttir. Í dag kveð ég Ágústu Johnson, merka og góða vinkonu sem hafði mikil áhrif á mig. Við kynntumst er ég kom að starfi í Dómkirkj- unni fyrir um áratug. Okkur Ágústu varð strax vel til vina, vin- átta hennar hefur verið mér afar dýrmæt. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni; kirkjunni sem henni þótti svo vænt um og bar mikla umhyggju fyrir. Hún hét fullu nafni Ágústa Karlotta Sigrún. Við grínuðumst stundum með að það væri nú varla hægt að bera drottningar- legra nafn en Ágústa, fallegt og virðulegt nafn á fallegri og ógleymanlegri konu. Hún var góðum gáfum gædd, greind, já- kvæð og kærleiksrík. Hún var listunnandi og kunni vel að njóta alls þess fagra sem lífið hefur upp á að bjóða. Á heimili hennar og Kristins, bróður hennar, á Flókagötunni var gott að koma. Þar var algjört tímaleysi og gott að gleyma amstri dagsins. Þar fékk maður að vera eins og heima hjá sér, jafnvel boðið að leggja sig í sóf- ann. Ágústa kom þá gjarnan með teppi og breiddi yfir mig. Hún naut þess að gleðjast með góðum, en hún kunni einnig manna best að gefa styrk og hlýju þegar sorg- in knúði á. Þar hjálpaði hún mér mikið þegar ég missti nána ást- vini. Þar var gott að ræða málin og þar var líka gott að minnast og vera saman í þögninni. Minningarnar eru margar, auk allra góðu stundanna í safnaðar- starfi Dómkirkjunnar. Hennar ástríða var að efla starfið í kirkj- unni, hjálpfýsi hennar og fórnar- lund virtist takmarkalaus. Hún sótti guðsþjónustur og bæna- kyrrðarstundir af mikilli trúfesti, einnig Opna húsið, prjónakvöldin, Samtal um trú, kyrrðardaga og tónleika. Hún naut þess að vera í kirkjunni sinni og bar einlæga virðingu fyrir öllu sem þar fór fram. Þá áttum við einnig ógleym- anlegar stundir heima á Búrfelli, í Seðlabankabústaðnum við Sogið, fórum í dagsferðir saman og í matar- og kaffiboð. Þegar prest- arnir okkar prédikuðu úti á landi þá skelltum við okkur í sveitina til að vera við messu í Úthlíðar- kirkju, Þingvallakirkju, Búrfells- kirkju og Sólheimakirkju. Okkar vinátta smitaðist til fjöl- skyldu minnar, Ágústa varð vinur foreldra minna. Hún hafði mikla ánægju af að umgangast börn og unglinga. Þegar dætur mínar héldu utan til náms í haust, þá var það Ágústa sem bauð okkur öllum út að borða. Hún vildi kveðja fal- lega og fá að óska þeim blessunar í náminu í útlöndum. Guðstrúin var henni í blóð bor- in. Allt hennar líf og öll hennar breytni var eftir boðskap krist- innar trúar. Hún sýndi trú sem starfar í kærleika til náungans, með einstakri umhyggju og hjálp- fýsi. Elska hennar og vinátta við mig og mína fjölskyldu er mér óendanlega dýrmæt og að leiðar- lokum þakka ég fyrir einstaka ást og tryggð. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Ágústu að vinkonu og hún mun alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu. Ég votta Kristni og öðrum ást- vinum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Ágústu, hún var einstök manneskja. Laufey Böðvarsdóttir. Í dag er útför frú Ágústu John- son gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar, í kirkjunni sem hún unni, á hún sína síðustu lík- amsdvöl á jörðu. Hin síðustu ár nutum við hjón- in þeirrar gæfu og gleði að koma að starfi Dómkirkjunnar og kynn- ast því góða fólki sem þar starfar og þangað sækir. Við eignuðumst þar ómetanlega vini sem hafa ver- ið okkur styrkur og blessun og er okkur óumræðilegt þakkarefni. Í þeim hópi var frú Ágústa Johnson sem jarðsungin er í dag. Hennar er sárt saknað og tómarúmið sem hún skilur eftir í því samfélagi verður ekki fyllt. Tryggð hennar og trúfesti var engu lík. Engum duldist hlýhugurinn sem lýsti af björtu brosi hennar, góðvild og glaðværð og ómaði í björtum hlátrum. Alltaf var hún boðin og búin til hjálpar og sparaði ekki sporin meðan heilsa og kraftar leyfðu til að létta undir í starfi Kirkjunefndar kvenna, Opnu húsi og öðrum verkefnum í kirkjunni sinni. Nærvera hennar í starfinu og í messum og fyrirbænaguðsþjón- ustum og öðru helgihaldi var hlý og gefandi. Hún var einlæg í trú sinni, kærleikur hennar til Guðs orðs leyndi sér ekki og einlægur áhugi hennar að efla og styrkja trúna í samfélaginu, ekki síst miðlun trúarinnar til hinna ungu. Í tilefni af áttræðisafmæli hennar í fyrra stofnuðu vinir hennar Ágústusjóð til að kaupa fyrir Biblíur til að gefa fermingarbörn- um Dómkirkjunnar. Við vitum að það gladdi hana mjög. Hún þekkti vel orð frelsarans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði samkvæmt því. Hún var sannur vinur vina sinna og margir nutu fórnfýsi hennar og hjálpsemi fyrr og síðar. Kærleikur hennar og umhyggju- semi átti sér engin takmörk og fá- dæma samviskusemin og trú- mennskan í því sem henni var trúað fyrir. Hún átti langan og farsælan starfsferil í Seðlabank- anum og var virt og elskuð af yf- irmönnum og samstarfsfólki fyrr og síðar. Líf hennar var helgað þjónustunni og umhyggjunni um aðra. Hún annaðist móður sína í elli hennar og Kristin, bróður sinn, eftir að hann var heilsuveill orðinn. Við hugsum til hans og sendum honum innilegar samúð- arkveðjur. Ágústa varð bráðkvödd á heim- ili sínu hinn 21. fyrra mánaðar. Nú er hún kvödd hinstu kveðju í birtu aðventunnar með ljóma jólanna fyrir augum. Trúaraugum sjáum við hana gleðjast í þeirri jólagleði sem tekur aldrei enda. Drottinn launi vináttu og elsku- semi alla. Hann blessi Ágústu Johnson og allt sem henni var hjartfólgið. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Valdimar Briem) Kristín og Karl Sigurbjörnsson. Með Ágústu Johnson er gengin mikilhæf og eftirminnileg kona, virt af samstarfsmönnum og dáð af samferðafólki. Ágústu kynntist ég 1983 þegar ég kom til starfa í Seðlabankan- um. Við vorum samstarfsmenn í bankanum hátt í tvo áratugi. Ágústa gegndi ábyrgðarmiklu starfi í bankanum sem yfirmaður á skrifstofu bankastjórnar þar sem Jóhannes Nordal var fremst- ur meðal jafningja. Naut hún óskoraðs trausts enda vönduð og ábyrg í hverju efni. Þegar ég varð framkvæmdastjóri alþjóðasviðs bankans varð samstarf okkar enn meira en fyrr. Ágústa lagði sig fram um að greiða fyrir hlutunum þannig að mál væru í öruggum og traustum skorðum þegar reyndi á samskipti við bankastjórn og ekki síst aðalbankastjóra. Allt gerði hún með sérstakri alúð og virð- ingu. Átti hún mikinn þátt í að gera bankann að þeim trausta hornsteini sem innlendir sem er- lendir viðskiptamenn kynntust þegar þeir áttu erindi við Seðla- banka Íslands. Hún er meðal þeirra sem lengstan starfsaldur hafa við bankann. Enda þótt ég hyrfi úr starfi í Seðlabankanum héldust tengsl okkar Ágústu. Alltaf voru fagnað- arfundir þegar við hittumst, sem við gerðum til dæmis oft á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Hún var sérlega umhyggju- söm og lét sér annt um fjölskyldu mína, ekki síst einkasoninn Pál Ágúst, sem hún spurði um hvert sinn sem fundum okkar bar sam- an. Ágústa hafði elskulegt bros og fágaða, fallega og ljúfmannlega framkomu. Hún reyndist mér allt- af vel á löngum samstarfsferli. Ágústa rækti sína kristnu trú og var virk í safnaðarstarfi Dóm- kirkjunnar. Að leiðarlokum kveð ég Ágústu með alúð og þakklæti. Fjölskyldu hennar og ástvinum færi ég inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ágústu Johnson. Ólafur Ísleifsson. Í dag kveðjum við, með sorg í hjarta, vinkonu okkar Ágústu Johnson. Vináttan nær langt aftur og höfum við ræktað hana með því að hittast reglulega í sauma- klúbbi, oftast heima hjá hver ann- arri, en einnig í sumarhúsum og erlendis. Ágústa K. Johnson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.