Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 62
62 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
✝ Jón HjaltalínStefánsson
fæddist í Reykjavík
5. janúar 1945.
Hann lést 1. desem-
ber 2020. For-
eldrar: Stefán
sendiherra, f.
26.11. 1900, d. 20.8.
1951, Þorvarðsson,
prests að Stað í
Súgandafirði,
Brynjólfssonar og
kona hans Guðrún, f. 30.6. 1911,
d. 18.7. 1976), Jónsdóttir Hjaltal-
ín, próf. dr. med. Sigurðssonar.
Jón ólst upp á Flókagötunni
ásamt móður, móðurömmu og
tveimur eldri systrum. Stúdent
MR 1964, próf í eðlisverkfræði
frá NTH í Þrándheimi 1969.
Verkfræðingur hjá ÍSAL (síðar
Rio Tinto Alcan) frá 1970. Starf-
aði hjá systurfyrirtæki ÍSAL í
Essen 1979-80. Rafgreining-
arstjóri hjá ÍSAL 1982 til 1998.
Sérfræðingur hjá Aluchemi í
Hollandi 1998 til 2010.
Maki, 2. júní
1971, Birna hús-
stjórnarkennari, f.
19. feb. 1949 á Ak-
ureyri, Kjart-
ansdóttir, læknis á
Höfn í Hornafirði
Árnasonar og konu
hans Ragnhildar
Sigbjörnsdóttur
húsmæðrakennara.
Börn þeirra: 1)
Kjartan verkfræð-
ingur, f. 1972, 2) Sölvi, félagsliði
og tónlistarmaður, f. 1975, d.
2020, sonur Snorri Brynjar
2012, 3) Guðrún, lífefnafræð-
ingur með meistarapróf í vís-
indaskrifum, f. 1985, búsett í
Vancouver, sambýlismaður Poo-
ya Esfandiar, dóttir Sara Birna
2017.
Jón verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 10. desem-
ber 2020, og hefst athöfnin kl.
15. Vegna aðstæðna geta aðeins
nánir aðstandendur og vinir
verið viðstaddir.
Ég man fyrst fyrst eftir föð-
ur mínum í kringum 1975 þegar
við bjuggum í Dvergabakka í
árdaga Breiðholtsins. Síðan
urðu minningarnar fleiri þegar
flutt var í Bakkasel ári síðar. Á
þessum tíma gengu handlagnir
menn eins og pabbi bara í það
að byggja sín eigin hús, auðvit-
að með aðstoð vina og félaga.
Sumir þeirra unnu í ÍSAL þar
sem Jón vann mest af sínum
starfsferli ýmis verkfræði og
yfirmannastörf. Ætli hafi ekki
tekið 10 ár að klára kjallarann í
Bakkaselinu, barnafötin saum-
uð heima, tekið slátur og svo
var það ýsan á mánudögum.
Meira og minna drulla og mói
allt í kring í fleiri ár. Allt svo
bara klárað þegar efni var á
því. En svona hálfkarað um-
hverfi var afar skemmtilegt fyr-
ir okkur bræðurna.
Mamma keypti Þjóðviljann
og pabbi Moggann og alltaf
ákveðin spenna hvort blaðið
maður komst fyrst í að lesa við
morgunverðarborðið.
Alltaf fannst mér ótrúlegt
hvað hann gat munað og klárað
alla hluti af nákvæmni. Ef ég
bað hann um að finna fyrir mig
bréfaklemmur eða kaupa reglu-
stiku var það alltaf komið heim
sama kvöld. Tungumálin voru
enn einn hæfileiki pabba:
norska, enska, þýska og hol-
lenska upp á tíu. Og franska að
eigin áliti þótt furðu oft hafi
komið rangir réttir á borðið.
Og svo voru það Saab-arnir
þrír. Hverjum um sig haldið við
í fleiri ár, því allt gat hann gert
við. „Þú finnur allt í sænskum
manjúölum,“ sagði hann.
Það var aldrei efi að börn og
fjölskylda var það sem öllu
skipti, en maður fékk hins veg-
ar að labba sjálfur, þýddi ekk-
ert að væla um skutl í Mjódd-
ina.
Áhugamálin voru göngur á
hálendinu og í kringum Reykja-
vík, en ekki síst við sumarbú-
staðafjölskyldu mömmu í Lóni.
Hann var löngu byrjaður á öllu
svona príli áður en það þótti
móðins. Skíði, bóklestur,
hlustun á (einkum) klassíska
tónlist og áhugi á þjóðmálunum
var mikill.
Hann var ekkert sérlega orð-
margur maður, en þau voru oft
fyndin og hugsun á bak við það
sem sagt var.
Pabbi lauk starfsferli sínum í
systurfyrirtæki ÍSAL í Rotter-
dam fyrir 10 árum. Hann ferð-
aðist gjarnan til fjarlægra
landa eftir það eins og Íran,
Marrokó og Georgíu auk þess
sem við feðgar fórum í skíða-
ferðir til systur minnar í Van-
couver. Með mömmu voru
ferðalögin meiri kúltúr, Ítalía,
Sikiley og Wagner-hátíðir í
Bayreuth.
Við náðum tveir að ferðast
um Kína 2004. Eftirminnileg 25
tíma lestarferðin frá Guilin til
Hangzhou þegar lestarstjórinn
hleypti okkur upp á fyrsta far-
rými í staðinn fyrir íslenskar
myntir, frímerki (og bjór); í
Beijing var áhuginn allur á
óendurbættu hlutum Kínamúrs-
ins; við borðuðum núðlur á göt-
unni; notuðum keðjureykjandi
leigubílstjóra með ónýta demp-
ara. Skoðuðum auðvitað hofin
en báðir höfðum við mestan
áhuga á götulífinu. Og hann
vildi komast sem fyrst í burtu
frá Shanghai, hafði engan
áhuga á einhverri svona há-
hýsaborg.
Bara örfáar vikur síðan við
feðgar fórum á kvikmyndahá-
tíð, sjálfsagt með elstu mönnum
í salnum. Eins þótti mér vænt
um að ná að fara í Lón í sumar
með eldra barnabarni foreldra
minna og það að hitt barna-
barnið kom í heimsókn til
landsins snemma í vor.
Takk fyrir mig og hvíl í friði,
Kjartan.
Það er viðeigandi að hinsta
kveðjan til pabba birtist í
Morgunblaðinu því ein af sterk-
ustu æskuminningum mínum
um pabba er hann, sitjandi í
svarta stólnum sínum, að lesa
Moggann.
Pabbi var klár, sprenglærð-
ur, og vissi mikið um margt.
Þegar ég stóð á gati var það
fyrsta sem mér datt í hug að
spyrja pabba enda hjálpaði
hann mér með ótal skólaverk-
efni. Þegar fræðin urðu flóknari
kom það bersýnilega í ljós
hversu þolinmóður hann var er
við stautuðum okkur fram úr
flóknum þýskusetningum og
eðlisfræðidæmum. Hann var
líka klár í höndunum og alltaf
eitthvað að gera, hvort sem það
var í húsinu okkar sem hann
byggði í Bakkaselinu eða sum-
arbústaðnum í Lóni.
Meðfram þolinmæðinni var
pabbi líka þekktur fyrir þrjósk-
una og sú blanda gerði það að
verkum að hann kláraði allt
sem hann tók sér fyrir hendur,
sama hversu langan tíma það
tók.
Pabbi tók við gömlum tölvum
og símum frá fjölskyldumeðlim-
um og sá not í hlutum sem aðrir
hefðu löngu hent. Honum datt
ekki í hug að skipta út ryðguðu
sláttuvélinni, „þetta er svo góð
heilsurækt“ og ég lærði það
fljótt að ég gat ekki notað tölv-
una hans því hún tók óratíma
að kveikja á sér, en pabbi sat
bara rólegur og beið. Sömu
sögu má segja af hjólinu hans
sem ég fékk lánað einn sum-
ardag og fór næstum með á
haugana eftir átökin. Þegar ég
kvartaði yfir því að engir gírar
nema þriðji virkaði, svaraði
pabbi: „Nú, þá skiptirðu bara
ekkert um gír.“ Enn þann dag í
dag er ég sannfærð um að
þrjóskan hafi drifið hann áfram
á hjólinu.
Það helsta sem ég mun alltaf
tengja við pabba eru skíði.
Hann að hvetja mig áfram á
keppnismóti. Árlegar skíðaferð-
ir í Evrópu, fyrst með öllum í
fjölskyldunni en síðar bara við
tvö. Þessi eina vika var tekin al-
varlega, við vorum ekki í fríi,
heldur í vinnunni sögðum við.
Vöknuðum snemma og tókum
alltaf síðustu lyftu upp og svo
eitt „gluhwein“ og heitt súkku-
laði á toppnum. Ef okkur var
kalt í lyftunni söng pabbi hátt
og snjallt: „Hreyfa tær og
hreyfa tær“ og var alveg sama
þótt táningurinn við hliðina
færi hjá sér. Ég þurfti aldrei að
taka bakpoka með mér því
pabbi stakk öllum aukabúnaði
inn á sig enda í snjógalla eins
og alvöruskíðafólk – þetta olli
því að hann var oft ansi bústinn
á skrítnum stöðum. Snjógallinn
var eins og flest sem pabbi átti,
í eldri kantinum, og í hverri
ferð skoraði hann á mig að
reyna hvort ég gæti fundið ein-
hvern jafn flottan og hann:
mann með grátt hár á besta
aldri OG í snjógalla. Nú þegar
ég er fullorðin sé ég hversu
heppin ég var að eiga ferða-
glaða foreldra því minningar
um skíðaferðir og aðrar ferðir,
sérstaklega til Brielle, eru svo
dýrmætar.
Pabbi var góður út í gegn og
vildi allt fyrir mann gera. Hann
hvorki dæmdi fólk né talaði illa
um það og kenndi mér hversu
mikilvægt það er að virða lof-
orð. Hann var ekki sá málgla-
ðasti en hafði oft húmorinn í
lagi og átti ekki í vandræðum
með að gretta sig og geifla til
að ná fram brosi.
Minning mín um pabba mun
einna helst lifa í hvítum fjöll-
unum, sérstaklega nú þegar ég
byrja að taka dóttur mína, al-
veg eins og pabbi, í plóg niður
brekkurnar.
Guðrún.
Guðrún
Í dag kveðjum við Jón
Hjaltalín Stefánsson, fyrrver-
andi rafgreiningarstjóra ISAL.
Jón Hjaltalín hóf störf hjá
ISAL stuttu eftir að álfram-
leiðsla hófst í Straumsvík í apríl
árið 1970. Fáeinum vikum síð-
ar, hinn 3. maí, var álverið
formlega vígt og má því segja
að Jón hafi fylgt álverinu frá
fyrstu tíð. Hann starfaði í ker-
skálum frá upphafi en tók við
starfi rafgreiningarstjóra árið
1982 og gegndi því starfi til árs-
ins 1996. Áður en Jón tók við
starfi rafgreiningarstjóra hafði
hann unnið í álveri Alusuisse í
Essen og öðlast þar mikilvæga
reynslu sem ekki var til á Ís-
landi á þeim tíma og miðlaði
henni til annarra starfsmanna í
Straumsvík. Jón Hjaltalín var
öflugur í rafgreiningu og vel
menntaður á sínu sviði og á
hans starfstíma í Straumsvík
jukust bæði afköst og nýtni
kerskálanna. Árið 1996 tók
hann tímabundið við starfi stey-
puskálastjóra en sneri síðar það
ár aftur í starf rafgreiningar-
stjóra. Þar starfaði hann til árs-
ins 1998 þegar hann var ráðinn
til Aluchemi í Hollandi sem ráð-
gjafi en þar eru m.a. framleidd
rafskaut fyrir ISAL. Í
Straumsvík minnumst við Jóns
með hlýju og fyrir mikla fag-
mennsku og góðan árangur á
sviði rafgreiningar.
Við vottum eftirlifandi eig-
inkonu Jóns, börnum og fjöl-
skyldunni allri samúð.
Með kveðju frá Straumsvík,
Rannveig Rist.
Jón Hjaltalín
Stefánsson
Það var harma-
fregn að fá fréttir af
ótímabæru andláti
Lilju Dóru. Vissu-
lega var hún að
berjast við erfiðan sjúkdóm mán-
uðina fyrir andlátið, en þó ávallt
bjartsýn og glöð þegar við rædd-
um saman um veikindin og sam-
eiginleg áhugamál. Við náðum þó
aldrei kvöldverðinum sem við
undirbjuggum við heimkomu
hennar í mars, bæði vegna veik-
inda hennar en ekki síður heims-
faraldursins sem hefur sett fé-
lagslegum samskiptum okkar
þröngar skorður undanfarna
mánuði, eins og allra lands-
manna.
Við kynntumst Lilju Dóru
fljótlega eftir að við fluttum heim
til Íslands aldamótaárið 2000.
Hún hafði starfað í Angóla um
árabil og kynnst þar af eigin raun
lífi fólks í álfunni og sýndi því
skilning og áhuga. Það tengdi
okkur einnig sérstökum böndum
að hún talaði, eins og við, portú-
gölsku eftir dvöl í þessari fyrr-
verandi nýlendu Portúgala en
þeir voru einnig nýlenduherrar
Gíneu-Bissá þar sem við höfðum
búið og starfað í átta ár. Þegar
Lilja Dóra kynntist Nelson, vini
okkar sem fæddur er og uppalinn
í Gíneu-Bissá, var gaman að geta
hent sér í portúgalskan gírinn
þegar sá gállinn var á okkur og
spilað gíneanska tónlist. Við
kynni sín við Lilju Dóru fékk
Amina, dóttir Nelson, stjúpmóð-
ur og hún dóttur sem var þeim
öllum gæfa og mikils virði.
Lilja Dóra var frá upphafi
meðlimur í Afríku 20:20 – áhuga-
mannafélagi um málefni Afríku
sunnan Sahara – og tók virkan
þátt í störfum félagsins þegar
hún var ekki erlendis við störf á
vegum Þróunarsamvinnustofn-
unar Íslands, seinna utanríkis-
ráðuneytisins. Hún starfaði í Úg-
anda, Mósambik og nú síðast í
Lilja Dóra
Kolbeinsdóttir
✝ Lilja Dóra Kol-beinsdóttir
fæddist 20. júní
1972. Hún lést 26.
nóvember 2020. Út-
för Lilju fór fram 4.
desember 2020.
Malaví þar sem hún
var nýtekin við sem
sendiráðsfulltrúi Ís-
lands þar í landi.
Þann stutta tíma
sem Lilja Dóra
sinnti því starfi – og
einkennandi fyrir
hana – var hún og
samstarfsfólk ómet-
anlegur stuðningur
við þrjá læknanema
sem fóru til landsins
í febrúar-mars í ár til að safna
efnivið í BS-ritgerðir sínar. Þær
nýtast nú til að bæta þjónustu við
þungaðar konur, nýbura og
framkvæmd bólusetninga, allt
viðfangsefni sem Lilju Dóru voru
kær og hún sýndi einlægan
áhuga.
Frá fyrstu kynnum sýndi Lilja
Dóra mannkosti sína. Hún hafði
þægilega framkomu, var auð-
mjúk í þeim störfum sem hún tók
að sér og hláturinn var sjaldan
langt undan. Með henni er góð
vinkona fallin frá í blóma lífsins.
Við sem eftir erum höfum misst
vinkonu og góða samstarfskonu
um málefni Afríku sunnan Sa-
hara. Missir Nelson og Amina er
þó mestur. Sendum þeim og öðr-
um í fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Geir Gunnlaugsson og
Jónína Einarsdóttir.
Kær vinkona og samstarfs-
kona, Lilja Dóra Kolbeinsdóttir,
er látin. Tekin frá okkur allt of
snemma.
Fyrstu kynni okkar Lilju voru
í gegnum Jafnréttisskólann árið
2013. Þá átti ég fund með henni
og góðri samstarfskonu hennar.
Þetta átti að verða stutt spjall
sem tók lengri tíma en áætlað
var og endaði í frábærum pæl-
ingum og skemmtilegum sögum.
Sú viðkynning var lýsandi fyrir
seinni og frekari kynni af Lilju.
Að tala við Lilju var einstaklega
gaman. Henni fannst gaman að
ræða lífið og tilveruna og umræð-
ur voru áhugaverðar, djúpar og
fyndnar. Lilja hafði skýra sýn á
lífið og hvernig ætti að njóta
þess, lifa í núinu og bæta tilveru
sína og annarra. Auk þess var
hún gestrisin manneskja með
eindæmum, hlý, stríðin og mikill
húmoristi.
Fyrir þremur árum heimsótti
ég Malaví í fyrsta skipti. Lilja
hafði þá nýverið hafið störf sem
verkefnastjóri þróunarsamvinnu
við sendiráð Íslands í landinu.
Hún tók ekki annað í mál en að
ég gisti heima hjá henni og lagði
sig fram um að aðstoða og auð-
velda sem mest við að gera þessa
heimsókn sem eftirminnilegasta.
Það sem upp úr stendur voru
samræður okkar þessa daga sem
ég dvaldi hjá henni og dagsferð
okkar til Mangochi-héraðs. Þar
kynnti hún mér frábært starf
sendiráðsins og ljómaði öll þegar
hún ræddi verkefnin en Lilju var
grunnmenntun barna hugleikin,
og sérstaklega staða stúlkubarna
í landinu. Hún var líka drifkraft-
urinn sem þurfti til að stærsta
fæðingardeild í héraðinu yrði
opnuð. Þessi ferð hafði mikil
áhrif á mig og varð til þess að ég
sótti um starf Lilju þegar hún
sagði starfi sínu lausu og tók við
starfi forstöðumanns sendiráðs-
ins árið 2019. Ég er og verð henni
ævinlega þakklát fyrir fyrstu
Malaví-kynnin. Þegar fjölskyld-
an flutti til Malaví varð hún Lilja
„frænka“ sem reyndist fölskyldu
minni mjög vel. Við tölum enn
um góðgætið sem hún kom með
frá Íslandi til að gleðja krakkana
og hvernig hún flutti inn þorra-
mat og skipulagði frábært þorra-
blót fyrir vini og félaga hér.
Þrátt fyrir að hafa fengið
stuttan tíma saman í Lilongwe,
þá var unun að vinna með henni.
Löng, merkingarbær og flott
starfsreynsla í fjórum Afríku-
ríkjum var endalaus uppspretta
þekkingar og uppbyggilegrar
umræðu. Ég veit að þekkingin og
viskan sem Lilja miðlaði til mín
mun halda áfram að vísa mér
veginn við líf og störf.
Lilja bjó yfir miklum andleg-
um styrk og kraftur hennar var
einstakur og nær óskiljanlegur í
gegnum þá erfiðu lífsreynslu sem
á hana og hennar nánustu var
lögð síðustu mánuði í baráttunni
við illvígt krabbamein. Takk,
elsku Lilja mín, fyrir stutta en
djúpa vináttu. Ég skil við þig full
þakklætis fyrir að hafa fengið að
kynnast þér. Hvíldu í friði og
ljósi og megi allar góðar vættir
vaka yfir Nelson þínum, Aminu
og nánustu fjölskyldu og vinum.
Kristjana Þ.
Sigurbjörnsdóttir.
Ég man ekki
öðruvísi eftir mér
en að horfa upp til
pabba, alveg sama
í hvaða samhengi
það var. Hann var mjög vel les-
inn og við göntuðumst oft með
að við þyrftum að fletta upp í
alfræðiorðabókinni sem var þá
pabbi ef einhverjar spurningar
vöknuðu. Minni hans og viska
var ótakmarkað fannst manni
og finnst enn. Hann var jafn-
framt svo mikill félagi og góður
uppalandi ásamt mömmu. Hann
kenndi mér svo ótalmargt varð-
Hrafn Jóhannsson
✝ Hrafn Jóhanns-son fæddist 27.
júlí 1938. Hann lést
16. nóvember 2020.
Útför Hrafns fór
fram 25. nóvember
2020.
andi náttúruna og
umhverfi okkar,
veiði, jarðfræði,
trjáræktun og að
lesa í alla þessa
þætti og njóta um
leið. Berjaferðir,
veiðiferðir, sagna-
stundir, jólaundir-
búningur öll saman
með fallegri jóla-
tónlist úr öllum
áttum og fyrst og
fremst fallegt og innilegt sam-
band þeirra mömmu frá því ég
man eftir mér er eitthvað sem
er svo greypt í huga minn og
hefur haft áhrif á mig sem
manneskju og uppalanda. Ég
stofnaði fjölskyldu seint og
naut því samveru með með for-
eldrum mínum í ríkum mæli í
mörg ár eftir heimkomu frá
Brussel þar sem ég var við nám
og vinnu. Helgar, jóla- og sum-
arleyfi voru einfaldlega
skemmtilegust hjá mömmu og
pabba eða svo fannst mér og
þessum tíma er ég ævinlega
þakklát að hafa átt með þeim.
Á Straumi höfum við fjöl-
skyldan eytt mörgum mörgum
stundum saman í trjárækt og
uppbyggingu landsins, talið
fugla og dásamað fuglasöngin,
náð í fisk úr ánni og hreinlega
bara verið og andað inn þennan
yndislega fjölskyldustað.
Ég var svo 12 ára þegar ég
fékk fyrst að fara með pabba á
rjúpu og það var ævintýri fyrir
litla skottu og hafði þau áhrif
að mörgum árum síðar vorum
við orðin yndislegir veiðifélagar
sem sáum um að ná í rjúpur í
jólamatinn fyrir fjölskylduna.
Þessar stundir með honum eru
mér svo ómetanlegar og allar
þær upplifanir sem við deildum
í þessum ferðum okkar er fjár-
sjóður sem ég get sótt í þar
sem elsku pabbi er floginn á vit
ferðar sem við deilum ekki með
honum fyrr en síðar á lífsleið-
inni.
Ég upplifði mikla sorg að sjá
pabba hrörna hratt vegna ill-
vígs og sjaldgæfs sjúkdóms en
að sama skapi er ég svo þakk-
lát að hafa getað stytt honum
stundir og eytt miklum tíma
með honum í veikindunum.
Viskan og þakklætið hvarf hon-
um aldrei meðan á þessu stutta
stríði stóð og það finnst mér
mjög þakkavert.
Það er mjög sárt að sjá á eft-
ir pabba en það er þó svo mikið
af honum allt í kringum okkur
sem vonandi græða þau sár
sem hafa opnast við fráfall
hans. Við erum stór fjölskylda,
börnin og barnabörnin og ég
upplifi okkur sannarlega arf-
leifð hans og mömmu. Mömmu
umvefjum við allri okkar ást og
kærleik.
Hvíl í friði minn elsku besti
faðir.
Marta Hrafnsdóttir.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar