Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
Ájóladag 1991 var hinnrauði fáni Ráðstjórnar-ríkjanna dreginn niður ísíðasta sinn í Kremlkast-
ala. Mannfrekasta tilraun mann-
kynssögunnar hafði mistekist, en
saga hennar er rækilega rakin í
Svartbók kommúnismans,
sem kom út á íslensku
2009 og ætti að vera
skyldulesning í öllum
skólum. Heimskomm-
únisminn teygði sig
snemma norður til Ís-
lands, þar sem sannfærðir
kommúnistar störfuðu
fyrst í vinstri armi Al-
þýðuflokksins, stofnuðu
síðan eigin flokk 1930, lögðu hann
niður 1938 og sameinuðust vinstri
jafnaðarmönnum í Sósíalistaflokkn-
um, lögðu hann niður 1968 og sam-
einuðust vinstri þjóðernissinnum í
Alþýðubandalaginu, sem breyttist
þá úr kosningabandalagi í stjórn-
málaflokk. Alþýðubandalagið var
loks lagt niður 1998, og gengu flestir
liðsmenn þess ýmist í Samfylk-
inguna eða Vinstri græna. Nú hefur
Kjartan Ólafsson háaldraður gefið
út þætti úr sögu þessarar hreyf-
ingar. Hann þekkir hana flestum
öðrum betur, en hann var fram-
kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins
1962-1968, starfsmaður Alþýðu-
bandalagsins 1968-1972 og ritstjóri
Þjóðviljans um árabil.
Sannir trúmenn: Einar,
Brynjólfur og Kristinn
Bók Kjartans er mikil að vöxtum, í
stóru broti og prýdd fjölda mynda,
sem sumar hafa ekki birst áður. Hún
er lipurlega skrifuð að hætti þjálfaðs
blaðamanns, þótt talsvert sé um
endurtekningar og lýsingar séu
ósjaldan langdregnar. Það lífgar upp
á verkið, að Kjartan beinir einkum
sjónum að þremur helstu forystu-
mönnum hreyfingar kommúnista og
vinstri sósíalista á Íslandi, þeim Ein-
ari Olgeirssyni, Brynjólfi Bjarnasyni
og Kristni E. Andréssyni, en þeim
kynntist hann öllum og þó misvel.
Gátan, sem hann reynir að
ráða, er, hvers vegna
þessir þrír hæfileikamenn
urðu grjótharðir stal-
ínistar, sem þrættu fram á
grafarbakkann fyrir aug-
ljósar staðreyndir. Meg-
inskýring Kjartans er hin
sama og Halldór Laxness
varpaði fram í Skáldatíma
árið 1963: Kommúnismi er
trú frekar en stjórnmálaskoðun,
draumur um paradís á jörðu, og trú-
menn loka augunum fyrir því, sem
fellur ekki að sannfæringu þeirra.
Þeir vilja ekki vakna til veruleikans.
Eflaust er margt til í þessari skýr-
ingu, en ég myndi bæta við tveimur
öðrum. Líf sumra manna er öðrum
þræði veðmál í valdabaráttu, og
þessir þrír menn og aðrir í þeirra liði
voru sannfærðir um, að þeir hefðu
veðjað rétt á framtíðina. Þeir myndu
von bráðar breytast úr utan-
garðsfólki í innanbúðarmenn. Per-
sónulegar fórnir þeirra væru tíma-
bundnar. Í öðru lagi skildu
kommúnistar ekki, að kenning
þeirra er óframkvæmanleg. Þekk-
ingin dreifist á mennina, og þess
vegna verður líka að dreifa valdinu á
þá, ef ekki á illa að fara. Sameign á
framleiðslutækjunum er hugmynd,
sem ekki gengur upp, en einmitt
þess vegna urðu þeir kommúnistar,
sem náðu völdum, að velja um það að
sleppa þeim eða herða tökin, og þeir
brugðu oftast á seinna ráðið.
Löðrungar og Rússagull
Kjartan þakkar þessum þremur öfl-
ugu forystumönnum meira brautar-
gengi sósíalista á Íslandi en víðast
annars staðar. Hann hefur bersýni-
lega sterkari taugar til Einars en
þeirra Brynjólfs og Kristins, og var
þó Einar blendinn maður samkvæmt
lýsingu hans, elskulegur og hlýr á
yfirborði, en langrækinn og undir-
förull. Margt gerðist skrýtið í tíð
Kjartans. Til dæmis varð Einar
ofsareiður á landsfundi Sósíal-
istaflokksins 1962, þegar Lúðvík
Jósepsson stjórnaði samblæstri um
að fella marga kommúnista úr mið-
stjórn. Eftir atkvæðagreiðsluna
æddi Einar að næsta Lúðvíksmanni,
sem hann sá, Ásmundi Sigurðssyni,
og gaf honum kinnhest (bls. 423).
Þegar Hannibal Valdimarsson
mætti eitt sinn með tvo fylgdarmenn
óboðna á samningafund með Einari
og fleiri sósíalistum, snöggreiddist
Einar, stökk á fætur, þreif í Hanni-
bal og rak meðreiðarsveina hans út,
og gekk þá Hannibal með þeim á dyr
(bls. 452). Sjálfur slapp Kjartan ekki
undan höggum. Brynjólfur vatt sér
að honum og rak honum löðrung eft-
ir fund í Sósíalistaflokknum 1966,
þar sem Brynjólfur varð undir í
átökum um, hvort leggja ætti flokk-
inn niður og breyta Alþýðu-
bandalaginu í stjórnmálaflokk (bls.
455).
Kjartan fer fremur lauslega yfir
fjárstuðning Kremlverja við komm-
únistahreyfinguna íslensku (fram til
1938), enda eru heimildir um hann
gloppóttar. Hann hefur þó verið
talsverður, og nýlega kom út í Dan-
mörku bók, Rauða neðanjarðar-
hreyfingin (Den røde underverden)
eftir Niels Erik Rosenfeldt prófess-
or og fleiri, þar sem staðfestar eru
upplýsingar Þórs Whiteheads pró-
fessors um, að sænski kommúnistinn
Vaknað af draumi
Morgunblaðið/Sverrir
Brynjólfur Bjarnason
Sagnfræði
Draumar og veruleiki bbbmn
Eftir Kjartan Ólafsson
Mál og menning, 2020. innb., 568 bls.
HANNES H.
GISSURARSON
BÆKUR
Kristinn E. Andrésson Kjartan Ólafsson
Einar Olgeirsson
SÖLUAÐILAR
Reykjavík:
Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588
Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100
Meba Kringlunni s: 553-1199
Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900
Kópavogur:
Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320
Meba Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður:
Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar
s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49
s: 421-5757
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi
s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah úrsmiður,
Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s: 471-1886
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11
s: 482-1433
Vestmannaeyjar:
Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333