Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
1982-1989
Aðfaranótt 20. desember 1982
herjaði kröftugur norðaustan-
stormur, svo kröftugur að þriggja
og hálfs metra há tótemsúla Sigur-
jóns úr tré féll um koll fyrir utan
hús okkar Sigurjóns á Laugarnes-
inu. Fyrir okkur sem þekktum
Sigurjón og tengingu hans við hin
sterku öfl náttúrunnar lá mikil tákn-
ræn þýðing í falli súlunnar sömu
nótt og hann lést. Fjórtán dögum
fyrr hafði Sigurjón verið lagður inn
á Landspítalann með kransæðatrufl-
anir.
Þrír synir okkar Sigurjóns voru
allir búsettir erlendis – í Danmörku
og á Spáni, ýmist í námi eða starfi –
og dóttir okkar, Hlíf, var á Ísafirði.
Það gekk kraftaverki næst að mér
tókst að fá flugmiða með svo stutt-
um fyrirvara fyrir öll börnin og
tengdadótturina frá Danmörku
þannig að við gátum verið saman um
jólin og fram yfir útförina. Hún fór
fram í Dómkirkjunni hinn 30. des-
ember og séra Bjarni Sigurðsson frá
Mosfelli jarðsöng. Hann lagði út af
faðirvorinu í túlkun Hallgríms Pét-
urssonar, sem Sigurjón vitnaði oft í
þótt hann liti sjálfur á sig sem trú-
leysingja. Börnin höfðu hljóðfærin
sín með og spiluðu, ásamt Sesselju
Halldórsdóttur á víólu, tvo þætti af
flautukvartett í C-dúr eftir Mozart.
Veturinn 1983 var óvenju harður
og fylgdu honum linnulausir hríðar-
byljir og gat vindáttin breyst oft yfir
daginn. Ég kenndi við Mennta-
skólann við Sund og komst yfirleitt
til vinnu með strætisvagni, en mjög
oft varð ég að fara þessa u.þ.b. fjög-
urra kílómetra vegalengd gangandi
þar sem strætó kornst ekki leiðar
sinnar. Sumarið varð svo það kald-
asta í manna minnum og þegar við
Hlíf ætluðum að taka upp kartöflur
í garðinum á Eyrarbakka voru þær
á stærð við nögl á litlafingri.
Að öðru leyti fór árið í að sjá um
dánarbúið og skiptin við börnin.
Sigurjón var átta barna faðir og
saman áttum við fjögur. Það þýddi
að ég gat ekki setið í óskiptu búi.
Og við blasti risavaxið verkefni.
Hvernig átti ég ásamt börnum mín-
um, sem flest voru erlendis, að
standa vörð um fleiri hundruð lista-
verk? Mér var mikill akkur í því að
Bjarni Bjarnason endurskoðandi
bauð fram ráðgjöf sína, en hann
hafði áður verið helsti ráðgjafi mágs
míns, Guðna Ólafssonar apótekara.
Ég naut einnig mikils stuðnings
Sverris Sigurðssonar og Ingibjarg-
ar Guðmundsdóttur, því áhugamál
þessara heiðurshjóna snerust meðal
annars um myndlist. Nokkrum ár-
um áður höfðu þau gefið mál-
verkasafn sitt til Háskóla Íslands
en þar að auki var Sverrir ötull tals-
maður þess að heimabær hans, Sel-
tjarnarnes, eignaðist útilistaverk.
Hann átti því hlutdeild í að Sel-
tjarnarnesbær keypti stækkaða út-
gáfu af Skyggnst bak við tunglið
eftir lát Sigurjóns.
Um búsetu Sigurjóns á
Laugarnesi
Hinn forni menningarstaður
Laugarnes var eitt þeirra svæða í
Reykjavík sem breska og banda-
ríska setuliðið völdu fyrir bækistöð
á árunum 1940-1945. Að loknu stríði
fluttu um sjötíu húsnæðislausar
fjölskyldur inn í hina yfirgefnu her-
skála og bragga á Laugarnesi, þar á
meðal Sigurjón Ólafsson. Hann
hafði dvalið í Danmörku frá árinu
1928 og sneri heim til Íslands með
fyrstu skipaferð 1945 ásamt konu
sinni, Tove Ólafsson myndhöggvara,
og dótturinni Gunnu.
Á árunum 1945-63 var Sigurjón
með vinnustofu í hermannabragga
sem var áfastur litlu steinhúsi, einn-
ig frá hernámsárunum. Þessar
byggingar hafði herinn notað sem
apótek því rétt hjá stóð Laugarnes-
spítalinn svokallaði, sem á hernáms-
árunum hafði gegnt nýju hlutverki
herspítala en varð eldi að bráð árið
1943. Þetta var reisulegt hús,
stærsta timburbygging landsins,
sem á árum áður hafði þjónað sem
spítali holdsveikra og var gjöf frá
dönsku Oddfellowreglunni árið
1898.
Haustið 1949 kom ég til Íslands
þar sem ég hafði ráðið mig í vist hjá
læknafjölskyldu í Reykjavík. Ég
kynntist Sigurjóni – og úr varð
ástarsamband. Á árunum 1952-55
var Sigurjón með annan fótinn í
Danmörku, þar sem hann meðal
annars mótaði stytturnar af séra
Friðriki og Héðni Valdimarssyni í
húsakynnum Konunglega listahá-
skólans. Ég var í millitíðinni orðin
nemandi við höggmyndadeild
listaháskólans. Sigurjón fann litla
íbúð fyrir okkur á Norðurbrú í
Kaupmannahöfn og þar eign-
uðumst við tvö elstu börnin, Ólaf
1953 og Hlíf 1954.
Þegar gengið hafði verið form-
lega frá hjónaskilnaði Tove og
Sigurjóns sneri hann aftur heim á
Laugarnes vorið 1956, ásamt mér
og börnum okkar, Ólafi og Hlíf. Ári
síðar fæddist Freyr og í janúar
1959 yngsti sonur okkar, Dagur. Í
desember 1959 veiktist Sigurjón og
greindist með lungnaberkla og
þurfti næstu árin að dvelja fjarri
heimilinu. Yfirlæknirinn á Reykja-
lundi, Oddur Ólafsson, sýndi mik-
inn skilning og gaf undanþágu frá
reglum um vistun smitandi sjúk-
linga á Reykjalundi með því að
leyfa Sigurjóni að vera þar, að vísu
í einangrun fyrst í stað. Sigurjón
hefði átt að leggjast inn á Vífils-
staði, en hann þvertók fyrir að fara
þangað. Hann gat ekki gleymt því
hvað hann hafði sem unglingur
kynnst mörgum sem ekki áttu
afturkvæmt þaðan. Sem betur fer
hafa síðan orðið miklar framfarir í
læknavísindunum. Sigurjón var því
vistmaður á Reykjalundi næstu
þrjú árin, eða til ársloka 1962.
Í millitíðinni tók Ragnar Jónsson
í Smára, sveitungi Sigurjóns, bóka-
útgefandi og velgjörðarmaður lista-
manna, til sinna ráða og með
hvatningu frá Auði Sveinsdóttur
Laxness lét hann byggja níutíu fer-
metra íbúðarhús norðan við stein-
húsið. Húsið var timburbygging
reist á steyptum sökkli svo hægt
væri að flytja það burt, því ekki
fékkst byggingarleyfi þar sem ekki
hafði verið gengið frá deiliskipulagi
Laugarness. Arkitekt hússins var
Skarphéðinn Jóhannsson, góðvinur
Sigurjóns. Hann teiknaði einnig
vinnustofu sem reist var árið 1963
yfir braggann, sem síðan var rifinn
innan úr. Það var þannig staðið að
verki til að sem minnst þyrfti að
hrófla við höggmyndum, verkfær-
um og verkum sem voru þar í smíð-
um; þar stóð til dæmis Klyfjahest-
urinn, sem ekki var hægt að
fullgera í gamla bragganum vegna
ónógrar lofthæðar. Nýja vinnustof-
an var rúmgóð og björt en gólf-
kuldi mikill. Notast hafði verið við
gamla gólfið úr bragganum, sem
ekki var einangrað, aðeins stein-
steypt hella á jörðinni, og önnur
einangrun skálans var ófullnægj-
andi svo oft var ógerlegt að ná hit-
anum upp fyrir fimmtán gráður.
Þegar Sigurjón féll frá árið 1982
höfðu veður og vindar leikið vinnu-
stofuna grátt, svo listaverkin mörg
hver lágu undir skemmdum vegna
leka og raka.
Listasafn og menningarsetur
Bókarkafli | Í bókinni Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar, tilurð og saga er sagt frá því hvernig
listasafn og menningarsetur varð til í Laugar-
nesinu fyrir tilstilli Birgittu Spur, ekkju Sigur-
jóns. Birgitta ritstýrir bókinni, en í henni er sagan
rakin frá 1982 og allt til 2018 með grúa mynda.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Framkvæmdir Grind reist yfir braggann sem síðan var rifinn.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Listamaður Sigurjón Ólafsson í vinnustofu sinni. Stofan var reist yfir bragga og bragginn síðan rifinn innan úr.
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Komin í verslanir Hagkaupa, Nettó, Melabúðin, Fjarðarkaup, Veganbúðin,
Fisk Kompaní, Frú Lauga, Iceland verslanir og Matarbúr Kaju Akranes
Hátíðar hnetusteik
Lífrænt - Vegan - Glúteinlaust