Morgunblaðið - 10.12.2020, Page 84

Morgunblaðið - 10.12.2020, Page 84
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hilmar Gunnarsson, eigandi og rit- stjóri Mosfellings í Mosfellsbæ, ber sig vel þrátt fyrir kórónuveiru- faraldur og annan utanaðkomandi og óvæntan mótvind. „Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að allir Mosfellingar lesi blaðið og samkvæmt lestrarmæl- ingu Gallup fyrr á árinu lesa það um 90% bæjarbúa. Það er virkilega ánægjulegt og því er ástæða til að halda áfram á sömu braut.“ Karl Tómasson byrjaði með Mos- felling 2002. Hilmar tók við rekstr- inum í nóvember 2005 og undanfarin 15 ár hefur hann verið ritstjóri blaðs- ins og umbrotsmaður og í raun séð um allt sem því viðkemur. „Rekst- urinn hefur alla tíð verið aukavinna og áhugamál mitt án yfirbyggingar,“ segir Hilmar, en aðalstarf hans er að sjá um viðburði og markaðsmál hjá veitingastöðunum Barrion í Mos- fellsbæ, þar sem höfuðstöðvarnar eru, og vestur á Grandagarði. Einnig á Hlöllabátum og skemmtigarðinum Minigarðinum, en Sigmar Vilhjálms- son rekur öll þessi fyrirtæki. Allir í sama liði í Mosó Eftir að Hilmar kom heim frá námi hóf hann ásamt Steinda jr. útgáfu á blaðinu Lókal. „Okkur fannst vanta blað fyrir ungt fólk og einkunn- arorðin voru „Blaðið sem þú lest á klósettinu“,“ rifjar hann upp. „Við gáfum það út í eitt ár en þá tók ég við Mosfellingi og Steindi fór í aðra átt.“ Mosfellingur er frítt og óháð blað, opið fyrir allar skoðanir, og kemur út á fimmtudögum á þriggja vikna fresti. Hilmar segist leggja upp með jákvæðan tón í máli og myndum, reyna að endurspegla lókal-stemn- inguna, sem sé svo skemmtileg. „Við erum sveit í borg, hér þekkja allir nán- ast alla, þótt það verði erfiðara eftir því sem íbúum fjölgar, og ég reyni að halda góða and- anum lifandi. Við viljum vera svolítið sveitó og bæjarblaðið endurspeglar jákvætt og gott mannlíf. Mosfell- ingur er biblían í Mosó.“ Hilmar segir að blaðaútgáfan sé vissulega tímafrek en hún sé skemmtileg og ákveðinn lífsstíll. „Þetta er fyrst og fremst hugsjóna- starf með þrautseigju að leiðarljósi.“ Reksturinn hafi al- mennt gengið vel en kórónuveiru- faraldurinn hafi haft sín áhrif. „Ég tók sóttfrí í vor og svo aftur í haust, en annars hefur Mosfellingur allt- af komið út,“ heldur Hilmar áfram. Hann þakkar það fyrst og fremst traustum auglýs- endum og samstarfi við Ungmenna- félagið Aftureldingu, sem hafi séð um dreifinguna eftir að Pósturinn ákvað að hætta að dreifa fjölpósti í hús í vor. „Það er í raun ótrúlegt að rík- isfyrirtæki geti bara hætt að bjóða upp á þessa þjónustu. Við vorum í betri málum hérna þegar Stjáni póst- ur fór ríðandi um sveitina í gamla daga. Þegar Pósturinn skellti í lás hélt ég að öll nótt væri úti en við er- um öll í sama liði í Mosó og dreifingin hjá Aftureldingu hefur gengið mjög vel. Viðbrögð bæjarbúa hafa líka haldið mér gangandi. Nokkrar and- vökunætur fyrir útgáfudag gleymast fljótt þegar ég finn fyrir þakklætinu eftir að fólkið hefur fengið blaðið inn um lúguna.“ Mosfellingur endur- speglar gott mannlíf Mosfellingur Hilmar Gunnarsson hefur verið eigandi og ritstjóri í 15 ár.  Hilmar Gunnarsson hefur verið eigandi og ritstjóri í 15 ár ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Fimmtudag og föstudag 12-18 Jólaopnun hefst 12. des, opið 12-20 alla daga fram að jólum TAX FREE Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA 10.-14. DESEMBER *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. Gildir á meðan birgðir endast. AF ÖLLUM VÖRUM* 40% af jólavörum til jóla Sinfóníuhljómsveit Ís- lands býður lands- mönnum upp á hátíðlega aðventutónleika í beinni útsendingu á RÚV og Rás 1 í kvöld kl. 20. Á tónleik- unum þreytir sópran- söngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir frum- raun sína með hljóm- sveitinni og flytur hátíð- legar aríur eftir Händel og Mozart. Samkvæmt upplýsingum frá hljómsveitinni er Álfheiður þegar farin að hasla sér völl á óperusviðinu og hefur m.a. sungið í Staatsoper Berlin og við óp- eruhúsið í Basel. Einnig stíga á svið í kvöld hjónin Vera Panitch og Páll Palomares og leika fjörugan konsert fyrir tvær fiðlur eftir Vivaldi en tónleikunum lýkur á sinfóníu nr. 25 eftir Mozart. Hljómsveitarstjóri er Daní- el Bjarnason en hann hlaut ásamt sveitinni nýverið til- nefningu til hinna virtu Grammy-verðlauna. Aðventutónleikar Sinfóníunnar í beinni útsendingu í kvöld kl. 20 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Svo kom þessi tilfinning stuttu síðar, eins og maður stæði á teppi, og því var allt í einu kippt undan manni. Ég féll með því og ég hef í raun bara verið í lausu lofti síðan í júlí og ég veit satt best að segja ekkert hvort ég eigi að halda áfram í sundinu eða kalla þetta gott,“ segir sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem ætl- aði að komast á Ólympíuleikana í Tókýó sumarið 2020 en hætta síðan keppni. »72 Eins og ég stæði á teppi og því væri kippt undan manni ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.