Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 84
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hilmar Gunnarsson, eigandi og rit- stjóri Mosfellings í Mosfellsbæ, ber sig vel þrátt fyrir kórónuveiru- faraldur og annan utanaðkomandi og óvæntan mótvind. „Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að allir Mosfellingar lesi blaðið og samkvæmt lestrarmæl- ingu Gallup fyrr á árinu lesa það um 90% bæjarbúa. Það er virkilega ánægjulegt og því er ástæða til að halda áfram á sömu braut.“ Karl Tómasson byrjaði með Mos- felling 2002. Hilmar tók við rekstr- inum í nóvember 2005 og undanfarin 15 ár hefur hann verið ritstjóri blaðs- ins og umbrotsmaður og í raun séð um allt sem því viðkemur. „Rekst- urinn hefur alla tíð verið aukavinna og áhugamál mitt án yfirbyggingar,“ segir Hilmar, en aðalstarf hans er að sjá um viðburði og markaðsmál hjá veitingastöðunum Barrion í Mos- fellsbæ, þar sem höfuðstöðvarnar eru, og vestur á Grandagarði. Einnig á Hlöllabátum og skemmtigarðinum Minigarðinum, en Sigmar Vilhjálms- son rekur öll þessi fyrirtæki. Allir í sama liði í Mosó Eftir að Hilmar kom heim frá námi hóf hann ásamt Steinda jr. útgáfu á blaðinu Lókal. „Okkur fannst vanta blað fyrir ungt fólk og einkunn- arorðin voru „Blaðið sem þú lest á klósettinu“,“ rifjar hann upp. „Við gáfum það út í eitt ár en þá tók ég við Mosfellingi og Steindi fór í aðra átt.“ Mosfellingur er frítt og óháð blað, opið fyrir allar skoðanir, og kemur út á fimmtudögum á þriggja vikna fresti. Hilmar segist leggja upp með jákvæðan tón í máli og myndum, reyna að endurspegla lókal-stemn- inguna, sem sé svo skemmtileg. „Við erum sveit í borg, hér þekkja allir nán- ast alla, þótt það verði erfiðara eftir því sem íbúum fjölgar, og ég reyni að halda góða and- anum lifandi. Við viljum vera svolítið sveitó og bæjarblaðið endurspeglar jákvætt og gott mannlíf. Mosfell- ingur er biblían í Mosó.“ Hilmar segir að blaðaútgáfan sé vissulega tímafrek en hún sé skemmtileg og ákveðinn lífsstíll. „Þetta er fyrst og fremst hugsjóna- starf með þrautseigju að leiðarljósi.“ Reksturinn hafi al- mennt gengið vel en kórónuveiru- faraldurinn hafi haft sín áhrif. „Ég tók sóttfrí í vor og svo aftur í haust, en annars hefur Mosfellingur allt- af komið út,“ heldur Hilmar áfram. Hann þakkar það fyrst og fremst traustum auglýs- endum og samstarfi við Ungmenna- félagið Aftureldingu, sem hafi séð um dreifinguna eftir að Pósturinn ákvað að hætta að dreifa fjölpósti í hús í vor. „Það er í raun ótrúlegt að rík- isfyrirtæki geti bara hætt að bjóða upp á þessa þjónustu. Við vorum í betri málum hérna þegar Stjáni póst- ur fór ríðandi um sveitina í gamla daga. Þegar Pósturinn skellti í lás hélt ég að öll nótt væri úti en við er- um öll í sama liði í Mosó og dreifingin hjá Aftureldingu hefur gengið mjög vel. Viðbrögð bæjarbúa hafa líka haldið mér gangandi. Nokkrar and- vökunætur fyrir útgáfudag gleymast fljótt þegar ég finn fyrir þakklætinu eftir að fólkið hefur fengið blaðið inn um lúguna.“ Mosfellingur endur- speglar gott mannlíf Mosfellingur Hilmar Gunnarsson hefur verið eigandi og ritstjóri í 15 ár.  Hilmar Gunnarsson hefur verið eigandi og ritstjóri í 15 ár ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Fimmtudag og föstudag 12-18 Jólaopnun hefst 12. des, opið 12-20 alla daga fram að jólum TAX FREE Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA 10.-14. DESEMBER *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. Gildir á meðan birgðir endast. AF ÖLLUM VÖRUM* 40% af jólavörum til jóla Sinfóníuhljómsveit Ís- lands býður lands- mönnum upp á hátíðlega aðventutónleika í beinni útsendingu á RÚV og Rás 1 í kvöld kl. 20. Á tónleik- unum þreytir sópran- söngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir frum- raun sína með hljóm- sveitinni og flytur hátíð- legar aríur eftir Händel og Mozart. Samkvæmt upplýsingum frá hljómsveitinni er Álfheiður þegar farin að hasla sér völl á óperusviðinu og hefur m.a. sungið í Staatsoper Berlin og við óp- eruhúsið í Basel. Einnig stíga á svið í kvöld hjónin Vera Panitch og Páll Palomares og leika fjörugan konsert fyrir tvær fiðlur eftir Vivaldi en tónleikunum lýkur á sinfóníu nr. 25 eftir Mozart. Hljómsveitarstjóri er Daní- el Bjarnason en hann hlaut ásamt sveitinni nýverið til- nefningu til hinna virtu Grammy-verðlauna. Aðventutónleikar Sinfóníunnar í beinni útsendingu í kvöld kl. 20 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Svo kom þessi tilfinning stuttu síðar, eins og maður stæði á teppi, og því var allt í einu kippt undan manni. Ég féll með því og ég hef í raun bara verið í lausu lofti síðan í júlí og ég veit satt best að segja ekkert hvort ég eigi að halda áfram í sundinu eða kalla þetta gott,“ segir sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem ætl- aði að komast á Ólympíuleikana í Tókýó sumarið 2020 en hætta síðan keppni. »72 Eins og ég stæði á teppi og því væri kippt undan manni ÍÞRÓTTIR MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.