Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 7

Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 7
Iðjuþjálfinn 1/20207 INNGANGUR Iðjuþjálfar nota ýmiss konar matstæki í starfi sínu og rannsóknum (Guðrún Pálmadóttir, 2007; Kielhofner, 2008). Eitt þessara matstækja er Hlutverkalistinn (Role Checklist) sem er þróaður innan Líkansins um iðju mannsins (Model of Human Occupation [MOHO]). Þar er hugtakið hlutverk (e. internalized role) skilgreint sem „sterk innri vitund um félagslega stöðu eða sjálfsímynd með tilheyrandi viðhorfum og athöfnum“ (Kielhofner, 2008, bls. 59). Hlutverkin tengjast því bæði sýnilegum gjörðum og þeirri skuldbindingu, ábyrgð og hlutdeild sem fólk á í því sem það tekur sér fyrir hendur. Þau hafa merkingu bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og umheiminn og breytast í tímans rás í takt við viðfangsefni lífsins, þroska og aðstæður (Kielhofner, 2008; Taylor, 2017). Hlutverkalistinn er sjálfsmatstæki ætlað unglingum og fullorðnum óháð heilsufari (Kielhofner, 2008; Oakley o.fl., 1986). Hann er skjólstæðings- og iðjumiðaður og gefur yfirlit yfir þátttöku fólks (Scott, 2019). Þrjár útgáfur hans hafa litið dagsins ljós þar sem í öllum tilvikum er spurt um sömu hlutverkin en kvarðarnir eru mismunandi. Fyrsta útgáfan var þýdd á íslensku árið 1993 af Guðrúnu Pálmadóttir, Kristjönu Fenger og Sigríði Jónsdóttir. Þessi þýðing hefur verið notuð hér á landi síðan þrátt fyrir að hafa aldrei verið formlega gefin út. Þróun Hlutverkalistans Frumútgáfa Hlutverkalistans var þróuð af Oakley árið 1981 og endurskoðuð 1984 (Oakley, 1984). Við hönnun listans var leitað heimilda innan sálfræði, félagsfræði og iðjuþjálfunarfræði um hlutverk sem fólu í sér atferli sem endurspeglaði samfellu frá starfi að leik. Eftir ítarlega rýni sérfræðinga stóðu eftir tíu hlutverk og fyrir átta þeirra gilti að gegna þurfti hlutverkinu a.m.k. einu sinni í viku til að hægt væri að segja að það tilheyrði lífi manns. Listinn var forprófaður meðal fólks með geðröskun og í framhaldi af því var spurningum um gildi hlutverkanna bætt við (Oakley o.fl., 1986). Listinn spannaði hlutverk nemanda, starfsmanns, sjálfboðaliða, umönnunaraðila, heimilishaldara, vinar og fjölskyldumeðlims, auk þátttakanda í trúarstarfi, tómstundastarfi og félagsstarfi. Fólk merkti við þau hlutverk sem það gegndi eða hafði gegnt auk þess að tilgreina hvort það hygðist gegna þeim í framtíðinni. Einnig mat það hversu mikið persónulegt gildi hlutverkin höfðu á kvarðanum; ekki mikilvægt, dálítið mikilvægt, mjög mikilvægt. Þessi fyrsta útgáfa Hlutverkalistans reyndist lífseig og það leið aldarfjórðungur þar til einhverjar breytingar voru gerðar á honum (Scott, 2014, 2019). Í annarri útgáfu listans (Role Checklist: Quality of performance [RCv2]) bættist þriðji hlutinn við í þeim tilgangi að meta gæði framkvæmda og breytingar þar á. Þar var fólk beðið um að meta hvort frammistaða þess í hlutverkunum sem það gegndi núna væri betri, eins eða verri eftir að það varð fyrir áfalli eða heilsa þess versnaði (Scott, 2014). Með aðstoð hugbúnaðarins REDCap (Research Electronic Data Capture) (Harris o.fl., 2009) var einnig útbúið rafrænt form af útgáfunni. Til að tryggja að þessi tvö form væru jafngild var listinn lagður fyrir 100 manns á aldrinum 22–79 ára. Helmingur hópsins svaraði fyrst rafræna forminu og síðan pappírsforminu en hinn helmingurinn fór öfugt að. Reiknað kappa reyndist á bilinu 0.71 til 0.95 fyrir einstök hlutverk og vegið kappa 0.84 (Scott o.fl., 2014). Höfundar töldu formin jafngild þar sem reiknað kappa 0.61 og hærra mætti túlka sem „mjög mikið“ eða „nær fullkomið“ samræmi samkvæmt viðmiðum Landis og Koch (1977). Áframhaldandi breytingar á listanum, í takt við breytingar á hugmyndafræði MOHO og starfi iðjuþjálfa, leiddu til þriðju útgáfu hans (Role Checklist version 3: Participation and Satisfaction: [RCv3]) sem var gefin út af Scott ásamt handbók árið 2019. Tilgangurinn með breytingunum var að fá sterkari innsýn í hversu sátt fólk var við frammistöðu sína í hlutverkunum sem það gegndi auk þess að kanna hvort það hefði áhuga á að fjölga þeim. Einnig hafði komið í ljós að tíðnimörkin einu sinni í viku þrengdu um of möguleika fólks til að merkja við hlutverk sem það samsamaði sig við (Aslaksen o.fl., 2014). Því var skilgreiningum sex hlutverka af tíu breytt þannig að það þurfti ekki lengur að gegna þeim einu sinni í viku heldur reglulega. Einnig voru tíðnimörk í skilgreiningu á hlutverkinu þátttakandi í trúarstarfi fjarlægð. Hlutverkalistinn er nú í formi einblöðungs en með því móti fæst betri yfirsýn á niðurstöður (Scott o.fl., 2019). Í handbók listans er bent á nokkrar leiðir til að leggja hann fyrir: (1) skjólstæðingur fyllir út listann áður en hann hittir iðjuþjálfa og ræðir mat sitt eftir á, (2) iðjuþjálfi er til staðar þegar skjólstæðingur fyllir út listann og getur svarað spurningum hans jafnóðum og (3) listinn er lagður fyrir í viðtali. Val á aðferð fer eftir þörfum skjólstæðings og mati iðjuþjálfa á hvað hentar best (Scott, 2019). Mestu máli skiptir að samtal eigi sér stað milli aðilanna tveggja. Próffræðilegir eiginleikar Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á próffræðilegum eiginleikum þriðju útgáfu listans auk þess sem sumar rannsóknir á fyrstu og annarri útgáfu eiga einnig við um þá þriðju. Innihaldsréttmæti fyrstu útgáfu Hlutverkalistans var staðfest í þróunarferlinu (Oakley Role Checklist. The clients gave examples of their roles that were listed, analyzed, and categorized according to definitions of three levels of doing within MOHO. These examples then allowed determination of the levels of doing associated with each role. Results: The content of the Role Checklist in the Icelandic version changed slightly in the translation process. The name of one of the roles was modified as well as wording of definitions of some roles where new examples were added consistent with the Icelandic culture. Main results of the validity and usability study indicated face validity as occupational therapists found the list convincing. All participants agreed that the subject of the list reflected things people do in daily life suggesting content validity. The only thing that might challenge this is how extent the family role is, as it includes as divergent roles as spouse and parent. Participants found the scale easy to understand and apply. Regarding the usability of the list, the occupational therapists and the clients were in an agreement that it addressed important issues. The examples of roles from the clients indicated that the list includes everyday participation and performance of roles. Conclusions: The Role Checklist version 3 is a valid and useful tool for occupational therapists in Iceland to use in practice and research. Consistent with earlier studies, it assesses both participation in and performance of roles. A precise decision tree for interviewing may be helpful to therapists using the Role Checklist version 3 for treatment planning. Keywords: Assessment, The Role Checklist version 3: Performance and Satisfaction, contextual translation, validity, usability, Model of Human Occupation
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.