Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 46

Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 46
46Iðjuþjálfinn 1/2020 GREIN Í vor urðu ákveðin tímamót hjá Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri þar sem síðasti hópurinn, sem hóf nám samkvæmt eldri námskrá, útskrifaðist með 240 eininga BS-gráðu og gat í kjölfarið sótt um leyfisveitingu hjá Embætti landlæknis til að starfa sem iðjuþjálfi. Ég og fleiri kennarar, sem starfa við deildina, tilheyrum þeim hópi sem útskrifaðist fyrst, samkvæmt eldri námskrá. Það var árið 2001. Fyrsta kennslustundin okkar var í húsnæði HA við Þingvallastræti þar sem nú er bar Icelandair-hótelsins. Í fyrstu kennslustundinni okkar mætti galvaskur kennari, hún Guðrún Pálmadóttir, og leiddi okkur í allan sannleikann um iðju og hugmyndirnar að baki iðjuþjálfun. Ári seinna vorum við fyrstu nemendurnir á Sólborg og þar hittum við Kristjönu Fenger. Á þeim tíma var Sólborg ekki í alfaraleið og Kristjana hafði ekki komist vandræðalaust til að hitta nemendur, sagði okkur að hún hefði þurft að redda sér fari með vörubílstjóra til að mæta á svæðið. Eftir að hafa kennt öllum sem hafa útskrifast úr iðjuþjálfun á Íslandi síðustu 23 árin ætla Kristjana og Guðrún að fara að sinna öðrum verkefnum í meiri mæli og munu láta af störfum sem fastir starfsmenn deildarinnar í haust. Vil ég færa þeim mínar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar og mikið brautryðjendastarf við Háskólann á Akureyri. Nú í vor var það mikið fagnaðarefni að fyrsti árgangurinn útskrifaðist samkvæmt nýrri námskrá með 180 ECTS-eininga BS-gráðu í iðjuþjálfunarfræði. Á yfirstandandi skólaári verður síðan eins árs 60 ECTS-eininga viðbótarnám á meistarastigi í iðjuþjálfun til starfsréttinda kennt í fyrsta skipti. Skipulag námsins þar er með verulega breyttu sniði og síðasta vetur fór fram mikil vinna í deildinni vegna námsleiðarinnar þar sem meðal annars fóru 800 tímar í vettvangsnám samhliða innlögn á fræðilegu efni. Ég vil þakka öllum þeim iðjuþjálfum sem starfa víðs vegar í samfélaginu og hafa lýst sig reiðubúna að vinna með okkur við menntun nemenda í þessari námsleið. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá okkur. Á síðustu tveimur áratugum hefur orðið mikil þróun innan iðjuþjálfunar, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi. Áður unnu iðjuþjálfar nánast eingöngu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðis- stofnunum. Nú á dögum vinna þeir víðs vegar í samfélaginu og sinna þjónustu við ólíka þjóðfélagshópa. Þannig vinna iðjuþjálfar nú á ýmsum sviðum innan velferðarkerfisins og í margvíslegu umhverfi þar sem fólk stundar sína daglegu iðju. Starfsvettvangur iðjuþjálfa er því mjög fjölbreyttur og á tímum örra breytinga innan menntakerfis og félags- og heilbrigðisþjónustu eru tækifærin óþrjótandi. Nútíma áherslur í iðjuþjálfun endurspeglast skýrt í nýju náms- fyrirkomulagi en námið byggir jafnt á félags- og heilbrigðisvísindum. Niðurstöður árlegrar könnunar opinberu háskólanna sýna að mikill meirihluti nemenda á þriðja námsári í iðjuþjálfunarfræði er mjög ánægður með námið. Þeim finnst þeir hafa öðlast meira sjálfstraust í náminu og það hafi eflt gagnrýna hugsun. Þeir telja sig færari að tjá sig skriflega og munnlega og geta axlað ábyrgð á nýjum verkefnum. Þeir upplifa sig jafnframt meðvitaðri um eigin ábyrgð í samfélaginu og um mikilvægi þess að þar séu til staðar jöfn tækifæri borgara. Svarhlutfall var 82% í Iðjuþjálfunarfræðideild. Í nýlegu viðtali við Þóru Leósdóttur, formann Iðjuþjálfafélags Íslands, kom fram að auglýst væri að jafnaði eftir iðjuþjálfa einu sinni í viku meðal félagsmanna og er þetta skýrt dæmi um þá miklu þörf sem er fyrir störf iðjuþjálfa. Það er því afar mikilvægt að tryggja nægjanlegan fjölda nemenda sem hefur verið brýnt verkefni undanfarin ár og hafa nemendur, kennarar og iðjuþjálfar unnið markvisst að því með að kynna fagið á sem fjölbreyttastan hátt. Það er gleðiefni að í ár voru tæplega 80 umsóknir nýnema í iðjuþjálfunarfræði og er það 30% aukning frá því í fyrra. Mikilvægt er að við höldum áfram að kynna okkar góða fag þar sem við höfum örugglega öll fengið spurninguna: „…og hvað gera iðjuþjálfar?“ Að lokum óska ég nýbrautskráðum nemendum innilega til hamingju með áfangann. Sólrún Óladóttir deildarformaður Iðjuþjálfunarfræðideildar Háskólans á Akureyri Sólrún PISTILL FRÁ DEILDARFORMANNI IÐJUÞJÁLFUNARFRÆÐIDEILDAR HA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.