Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 39

Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 39
Iðjuþjálfinn 1/202039 tvö lærdómsrík ár þar færði ég mig um set yfir á Æfingastöðina þar sem ég starfaði til ársins 2018. Starfið þar var afar gefandi og fjölbreytt en miðaði fyrst og fremst að því að auka þátttöku og færni barna og ungmenna í leik og starfi með fjölþættum leiðum, s.s þjálfun, námskeiðum, hjálpartækjum og ýmis konar ráðgjöf. Í dag starfa ég í fyrirtæki tengdafjölskyldu minnar sem rekur m.a. verslunina Margt og mikið sem selur til að mynda þroskaleikföng, spil og föndurvörur fyrir börn, svo þekking mín nýtist sannarlega í því starfi. Kristín G. Sigursteinsdóttir Ég byrjaði að vinna á geðsviði Reykjalundar í afleysingum fyrstu 6 mánuði eftir útskrift. Ég hóf svo störf í Hlutverkasetri árið 2009, starfaði þar í tæp 10 ár við endurhæfingu og ýmsan stuðning við notendur staðarins sem er virknimiðstöð fyrir fólk með geðraskanir. Mitt aðal áhugasvið tengist geðheilsu og næringu og útskrifaðist ég því sem heilsumarkþjálfi árið 2013 og hélt utan um heilsuhópa í Hlutverkasetri í kjölfarið. Ég er sem stendur heimavinnandi húsmóðir á Selfossi og nýt þess að ala upp 2ja ára sólargeislann minn. Kristjana Erlingsdóttir Við útskrift hafði ég þegar hafið störf hjá Hjálpartækjamiðstöð sem þá tilheyrði Tryggingastofnun ríkisins og var staðsett í Kópavogi. Ég byrjaði sem sumarstarfsmaður tvö sumur með náminu og var svo í afleysingum í um tvö ár eftir útskrift. Ég var fastráðin árið 2010 en þá tilheyrði Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og flutti sig um set upp í Grafarholt. Aðaláhugasviðið mitt hefur verið að sinna afgreiðslu umsókna um tæknileg hjálpartæki fyrir börn. Hjálpartækin eru af ýmsum toga og gerir það starfið afar fjölbreytt. Tækin eru einnig í sífellu að þróast og breytast til að mæta þörfum barnanna. Á þeim árum sem ég hef starfað sem iðjuþjálfi hjá SÍ hafa miklar breytingar orðið t.d. að í dag berast umsóknir rafrænt til SÍ sem var stór áfangi í sögu stofnunarinnar. SÍ tók upp vinnumiðað vinnuumhverfi (free-seating). Tekið hefur verið upp rafrænt lagerkerfi þar sem tæki eru strikamerkt sem auðveldar að fylgjast með stöðu lagers. Tekin hefur verið upp umboðsveiting hjálpartækja sem veitir fagaðilum umboð um að sækja um hjálpartæki án viðkomu starfsmanna SÍ. Þá sækja fagaðilar sérstakt námskeið hjá SÍ til að fá umboð. Í starfi mínu hef ég sótt mikið af ráðstefnum bæði heima og erlendis og nú síðast sótti ég AAATE ráðstefnu í Bologna í Ítalíu í ágúst 2019. AAATE stendur fyrir Association for the Advancement of Assistive Technology in Europe og er alþjóðleg ráðstefna um hjálpartæki þar sem fjöldi sérfræðinga kynna helstu niðurstöður rannsókna, nýjungar og tækniframfarir. Ráðstefnan í ár hafði titilinn: Global Challenges in Assistive Technology: Research, Policy & Practice og þar var áberandi hvað tæknin er öflug og hröð á sviði hjálpartækja t.d. notkun róbota við ADL og þjálfun bæði hjá börnum og fullorðnum. Sá hluti fannst mér mjög áhugaverður og það verður fróðlegt að sjá hvert það leiðir á komandi árum. Að lokum er gaman að segja frá því að áætlað er að halda Norrænu setstöðuráðstefnuna á Íslandi 4.-6. Maí 2022 og er starfshópur innan SÍ að skipuleggja hana í norrænu samstarfi. Ég hvet alla til að fylgjast með á heimasíðunni https://nss2021.is/ Sigrún Kristín Jónasdóttir (Kittý) Ég hef prófað að starfa á ýmsum sviðum, s.s. á endurhæfingardeildinni á Kristnesi, hjá Akureyrarbæ í búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og sem ráðgjafi á sviði vinnuvistfræði. Árið 2010 fór ég af stað með eigin rekstur sem ég kallaði Ergon – vinnuvistfræðiráðgjöf þar sem ég fór í fyrirtæki gerði úttektir á vinnuaðstöðu, bauð upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu, aðlögun vinnuumhverfis og fleira. Ævintýraþráin kom svo yfir okkur fjölskylduna árið 2011 og fluttumst við út til Kanada þar sem maðurinn minn fór í meistaranám. Við komum þó aftur til Íslands ári seinna og ég hélt áfram að starfa á sviði vinnuvistfræði hjá Vinnuvernd ehf í Reykjavík. Fljótlega áttuðum við okkur þó á að við höfðum meiri þörf fyrir að kanna nýjar slóðir og ný tækifæri. Því ákvað ég að fara í meira nám og ég lauk doktorsnámi í iðjuvísindum frá Western University í London, Ontario, Kanada árið 2019. Ég starfa nú sem lektor við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri, en er búsett í Halifax í Kanada. Starf mitt felst mest í kennslu og rannsóknum, ásamt ýmsum nefndarstörfum og tilfallandi verkefnum innan háskólaumhverfisins. Rannsóknir mínar beinast helst að hvernig þjónusta, stjórnsýslukerfi og stefnumótun hefur áhrif á tækifæri fatlaðs fólks til að taka þátt í samfélaginu. Sigurrós Tryggvadóttir Ég útskrifaðist „loksins“ sem iðjuþjálfi árið 2008 eftir að hafa eytt aðeins meira en þessum fjórum hefðbundnu árum sem iðjuþjálfanámið tók í Háskólanum á Akureyri í þá tíð. Ástæðan var sú að ég bjó í Danmörku og tók hluta af náminu utanskóla. Það er gaman að hugsa til þess í dag hvernig það fór fram, en það var löngu fyrir tíma fjarnáms og varð ég að treysta á samnemendur mína, kennara og starfsfólk að senda mér glærur og glósur í pósti (er sérstaklega þakklát þér Petrea ☺). Allt hafðist þetta að lokum og þegar ég útskrifaðist þá fékk ég vinnu á Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi á Akureyri sem iðjuþjálfi og deildarstjóri í starfsþjálfun og starfsendurhæfingu. Svo vel hefur mér líkað starfið að ég er þar enn, tólf árum síðar. Einnig hef ég í nokkur ár verið leiðbeinandi í Símey /Fjölmennt (fullorðinsfræðsla fatlaðra) þar sem ég hef verið leiðbeinandi á námskeiði sem heitir „Hagnýtt heimilishald“, en það er kennt í heimahúsum hjá fólki sem býr í sjálfstæðri búsetu. Mjög gefandi og skemmtilegt námskeið þar sem eru kennd almenn heimilisstörf til að auka sjálfstæði, virkni og ákvarðanatöku á eigin heimili og lögð áhersla á þátttöku, virkni og frumkvæði. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir Við útskrift hóf ég störf hjá Vestmannaeyjabæ og sá um atvinnu með stuðningi auk félagslegra liðveislu fyrir einstaklinga með fötlun. Um sumarrið sá ég um sumarúrræði fyrir börn með fötlun. Fljótlega fór ég að vinna sem iðjuþjálfi á Hamri hæfingarstöð með fullorðnum fötluðum. Þar bar ég ábyrgð á innra starfi stofnunarinnar. Vann að mati, greiningu, áætlunargerð og eftirfylgd. Veittir ráðgjöf og þjónustu til starfsmanna og aðstandenda þeirra. Var svo forstöðumaður á Hamri hæfingarstöð. Í maí 2018 byrjaði ég í nýju starfi sem ráðgjafi hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Þar sem tilgangur með þjónustunni er að aðstoða fólk við að komast til vinnu. Um er að ræða markvissa einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.