Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 49

Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 49
Iðjuþjálfinn 1/202049 Höfundar: Kristín Brynja Árnadóttir og Hafdís Ellertsdóttir Leiðbeinandi: Berglind Indriðadóttir Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. prófs í iðju þjálfunar- fræði við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna upplifun íbúa hjúkrunarheimila á sjálfræði. Lagt er upp með rannsóknar- spurninguna: Hvernig skilgreina og upplifa íbúar hjúkrunarheimila sjálfræði sitt? Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð með áherslu á fyrirbærafræði. Gögnum verður aflað með einstaklings- viðtölum og stuðst verður við hálf opinn viðtalsramma, útbúinn af höfundum þar sem hluti af bráðabirgðaþýðingu Kristjönu Fenger á matstækinu Residental Environment Impact Scale - REIS, 4.útgáfa 2014, var höfð til hliðsjónar. Höfundar leggja til að í fyrirhugaðri rannsókn verði tekin viðtöl við að hámarki 15 íbúa hjúkrunarheimila. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni eru að íbúar hafi búið á hjúkrunarheimilinu í minnst 3 mánuði og séu 67 ára eða eldri. Við greiningu gagna leggja höfundar til að notast verði við Vancouver- skólann. Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði gefur færi á að auka skilning á mannlegum fyrirbærum og hefur m.a. þann tilgang að bæta mannlega þjónustu, t.d. heilbrigðisþjónustuna. Skólinn byggir á viðhorfum, reynslu og túlkun þátttakenda. Íbúar þeirra hjúkrunarheimila sem tekin verða fyrir munu fá send kynningarbréf á rannsókninni sem rannsakendur fylgja eftir með heimsókn á heimilin og bjóða íbúum þátttöku í rannsókninni. Gætt verður fyllsta trúnaðar við þátttakendur og óskað verður eftir upplýstu skriflegu samþykki frá þeim. Höfundar vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar gefi góða mynd af upplifun íbúa hjúkrunarheimila á sjálfræði sínu og gefi tækifæri til úrbóta í þjónustu við íbúa.  Lykilhugtök: sjálfræði, hjúkrunarheimili, íbúi, skjólstæðingsmiðuð nálgun Hafdís og Kristín Brynja UPPLIFUN ÍBÚA HJÚKRUNAR- HEIMILA Á SJÁLFRÆÐI IÐJUÞJÁLFAR Í AMSTRI DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.