Iðjuþjálfinn - 2020, Síða 49
Iðjuþjálfinn 1/202049
Höfundar: Kristín Brynja Árnadóttir
og Hafdís Ellertsdóttir
Leiðbeinandi: Berglind Indriðadóttir
Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. prófs í iðju þjálfunar-
fræði við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna upplifun íbúa
hjúkrunarheimila á sjálfræði. Lagt er upp með rannsóknar-
spurninguna: Hvernig skilgreina og upplifa íbúar hjúkrunarheimila
sjálfræði sitt? Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð með
áherslu á fyrirbærafræði. Gögnum verður aflað með einstaklings-
viðtölum og stuðst verður við hálf opinn viðtalsramma, útbúinn af
höfundum þar sem hluti af bráðabirgðaþýðingu Kristjönu Fenger á
matstækinu Residental Environment Impact Scale - REIS, 4.útgáfa
2014, var höfð til hliðsjónar. Höfundar leggja til að í fyrirhugaðri
rannsókn verði tekin viðtöl við að hámarki 15 íbúa hjúkrunarheimila.
Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni eru að íbúar hafi búið á
hjúkrunarheimilinu í minnst 3 mánuði og séu 67 ára eða eldri. Við
greiningu gagna leggja höfundar til að notast verði við Vancouver-
skólann. Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði gefur færi á að auka
skilning á mannlegum fyrirbærum og hefur m.a. þann tilgang að
bæta mannlega þjónustu, t.d. heilbrigðisþjónustuna. Skólinn
byggir á viðhorfum, reynslu og túlkun þátttakenda. Íbúar þeirra
hjúkrunarheimila sem tekin verða fyrir munu fá send kynningarbréf
á rannsókninni sem rannsakendur fylgja eftir með heimsókn á
heimilin og bjóða íbúum þátttöku í rannsókninni.
Gætt verður fyllsta trúnaðar við þátttakendur og óskað verður eftir
upplýstu skriflegu samþykki frá þeim. Höfundar vonast til að
niðurstöður rannsóknarinnar gefi góða mynd af upplifun íbúa
hjúkrunarheimila á sjálfræði sínu og gefi tækifæri til úrbóta í
þjónustu við íbúa.
Lykilhugtök: sjálfræði, hjúkrunarheimili, íbúi, skjólstæðingsmiðuð
nálgun
Hafdís og Kristín Brynja
UPPLIFUN ÍBÚA HJÚKRUNAR-
HEIMILA Á SJÁLFRÆÐI
IÐJUÞJÁLFAR Í AMSTRI DAGSINS