Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 52
52Iðjuþjálfinn 1/2020
Góð leiðsögn sem og góð reynsla nemenda í vettvangsnámi er talin
leiða af sér góða fagímynd og faglegt öryggi og eru nemendur þá
betur í stakk búnir til þess að starfa sem iðjuþjálfar. Markmið
rannsóknarinnar er að varpa ljósi á viðhorf nemenda til leiðsagnar
í vettvangsnámi í iðjuþjálfunarfræði í Háskólanum á Akureyri. Sú
spurning sem leiðir verkefnið er: Hvað einkennir leiðsögn
leiðbeinenda sem styður við nám á vettvangi að mati
iðjuþjálfanema? Til þess að svara spurningunni var notast við
eigindlega aðferðafræði og upplýsinga aflað með úrvinnslu á
svörum 54 iðjuþjálfanema úr matsheftinu ,,Mat nemenda á reynslu
úr vettvangsnámi” frá árunum 2014-2018 og stuðst við eigindlega
innihaldsgreiningu við greiningu gagna. Niðurstöður voru settar
fram í fjögur meginþemu: Tækifæri á vettvangi, vikulegir fundir, góð
fyrirmynd og góð leiðsögn og þrjú undirþemu sem heyra undir
góða leiðsögn: Gefa endurgjöf, örva faglega rökleiðslu og hvetja til
sjálfstæðis. Samkvæmt niðurstöðunum þá virðast tíð og góð
samskipti og tengsl milli nemanda og leiðbeinanda skipta höfuð
máli um gæði leiðsagnar. Mikilvægt er að huga vel að jafnvægi milli
nemanda, náms og umhverfis þ.e. að kröfur námsins séu í samræmi
við getu og hæfni nemandans sem og að hann upplifi sig við stjórn
á því sem hann fæst við og skiptir hann máli.
Lykilhugtök: Vettvangsnám, leiðsögn, leiðbeinandi, iðjuþjálfanemi,
fagímynd
Höfundur: Ásta Margrét Jónsdóttir,
Leiðbeinandi: Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir
Ásta MargrétLEIÐSÖGN Í VETTVANGSNÁMI
Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til BS gráðu í iðju-
þjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar
rannsóknar er að kanna viðhorf framkvæmdastjóra hjúkrunar-
heimila á þeim möguleika að öldruð hjón geti búið saman á
hjúkrunarheimili þegar aðeins annað þeirra er metið í þörf fyrir
þjónustu vegna heilabilunar. Rannsóknir sýna að þegar aðili flyst
inn á hjúkrunarheimili, frá maka sínum, vegna heilabilunar hefur
það ýmis áhrif á velferð hjónanna og hlutdeild þeirra í mikilsmetinni
iðju. Samkvæmt rannsóknum eru viðhorf heilbrigðisstarfsfólks oft
önnur en viðhorf aldraðra hjóna í þessari stöðu og því er
persónumiðuð nálgun mikilvæg. Á Íslandi geta hjón ekki búið
saman í hjúkrunarrými á öldrunarstofnun nema bæði séu metin í
þörf fyrir þjónustu samkvæmt færni- og heilsumati.
Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð, nánar tiltekið
vinnulag grundaðrar kenningar. Gagnaöflun fer fram í viðtalsformi
og skilyrði fyrir þátttöku eru að vera starfandi framkvæmdastjóri á
hjúkrunarheimili sem býður upp á og hefur reynslu af þjónustu fyrir
aldraða einstaklinga með heilabilun á Íslandi.
Rannsóknarspurningin sem höfð er að leiðarljósi er: “Hvaða
möguleika telja framkvæmdastjórar hjúkrunarheimila á að þróa
þjónustu til að öldruð hjón geti búið saman í hjúkrunarrými þegar
aðeins annað þeirra er metið í þörf fyrir þjónustu vegna heilabilunar,
út frá færni og heilsumati?”
Lykilhugtök: heilabilun, öldruð hjón, sambúð, hjúkrunarrými á
öldrunarstofnun.
Höfundar: Þórhildur Sölvadóttir, Aldís Anna
Þorsteinsdóttir og Eydís Helga Garðarsdóttir,
Leiðbeinandi: Olga Ásrún Stefánsdóttir
GETA ÖLDRUÐ HJÓN FLUTT
OG BÚIÐ SAMAN Á HJÚKRUNARHEIMILI
ÞEGAR ANNAÐ ÞEIRRA ER METIÐ Í ÞÖRF FYRIR ÞJÓNUSTU
VEGNA HEILABILUNAR. VIÐHORF FRAMKVÆMDASTJÓRA
HJÚKRUNARHEIMILA
Eydís Helga, Þórhildur og Aldís Anna