Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 8

Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 8
8Iðjuþjálfinn 1/2020 o.fl., 1986) þar sem bæði ítarleg heimildaleit og rýni sérfræðinga komu við sögu. Til að skoða samtímaréttmæti var Hlutverkalistinn ásamt matstækinu Áhrifaþættir iðju (Occupational Circumstances Assessment Interview and Rating Scale [OCAIRS]) (Forsyth o.fl., 2005), lagður fyrir 20 manns sem höfðu gengist undir lifrarígræðslu, en bæði matstækin eiga að meta þátttöku eins og hún er skilgreind í MOHO. Fylgni (Spearman’s Rho) niðurstaðna reyndist vera r(18) = 0.63 og p < 0.01 sem styður samtímaréttmæti listans (Scott o.fl., 2017). Bonsaksen o.fl. (2015) söfnuðu dæmum um hlutverk frá 293 þátttakendum í 6 löndum sem gáfu í allt 7182 dæmi um hlutverk sem þeir gegndu. Dæmin voru flokkuð samkvæmt skilgreiningum MOHO á stigum iðju. Niðurstöður sýndu að dæmin væru í samræmi við hugtökin þátttaka og framkvæmd í MOHO. Sömu gögn voru notuð í rannsókn Meidert o.fl. (2018) sem skoðuðu hvernig dæmin rímuðu við athafnir og þátttöku í flokkunarkerfi ICF. Niðurstöðurnar sýndu að 97% dæmanna féllu innan athafna og þátttöku. Áreiðanleiki endurtekinna prófana fyrir breytuna að gegna hlutverki hefur verið skoðaður fyrir allar þrjár útgáfurnar með því að reikna kappa-fylgnistuðul. Viðmiðunarreglur Landis og Koch (1977) voru hafðar til hliðsjónar en þar er reiknað kappa á bilinu 0.41–0.60 talið vera miðlungssterk fylgni, 0.61–0.80 mikil fylgni og 0.81–1.00 nær fullkomin fylgni. Vegið kappa hækkaði frá fyrstu útgáfunni (k = 0,74) (Oakley o.fl., 1986) til þeirrar þriðju (k = 0,94) (Scott o.fl., 2019). Í þriðju útgáfunni var einnig skoðaður áreiðanleiki endurtekinna prófana fyrir tvær breytur. Fyrst fyrir sátt við frammistöðu þar sem Cronbach’s alfa-stuðullinn var reiknaður fyrir öll hlutverkin og reyndist samsvörun vera á bilinu viðunandi (0,77) til framúrskarandi (0,98) samkvæmt viðmiði Tavakol og Dennick (2011). Síðan fyrir áhugi á að gegna hlutverki (sem fólk gegndi ekki núna), þar sem fylgnin var reiknuð með kappa og reyndist vera á bilinu miðlungs (0,44) til nær fullkomin (1,00) samkvæmt fyrrnefndum viðmiðum Landis og Koch (Scott o.fl., 2019). Notagildi og fýsileiki Notagildi og fýsileiki Hlutverkalistans var kannaður meðal 114 iðjuþjálfa og iðjuþjálfanema í netkönnun. Þeir svöruðu fyrstu og þriðju útgáfu listans rafrænt í hugbúnaðinum REDCap, þriðju útgáfunni aftur í PDF-formi og að lokum sex spurningum (opnum og fjölvals) um fýsileika og notagildi Hlutverkalistans. Flestir þátttakendur töldu listann m.a. auka skilning á hlutverkum fólks, skýra sjónarmið skjólstæðinga, gefa heildræna mynd, aðstoða við að forgangsraða íhlutun og hvetja til umræðna. Flestir töldu þriðju útgáfu listans snúast um málefni sem væru mikilvæg við skipulagningu íhlutunar og langflestir töldu líklegt að þeir myndu nota listann í framtíðinni. Alls 94% þátttakenda fannst frekar eða mjög fýsilegur kostur að nota listann í rafrænu formi fremur en á pappír (Scott o.fl., 2019). Niðurstöður rannsóknar á hlutverkum Íslendinga, frá árinu 2001, benda til að hlutverkin sem Hlutverkalistinn spannar séu skiljanleg og eigi við í íslensku samfélagi (Kristjana Fenger, 2001). Kannað var hversu oft Íslendingar gegndu 10 hlutverkum og hvert gildi þeirra væri með aðlöguðum Hlutverkalista Oakley frá 1984. Fjögur hundruð manna úrtak á aldrinum 18–75 ára var valið af handahófi úr þjóðskrá og fékk listann sendan í pósti. Alls bárust 149 gild svör (svarhlutfall 37,25%). Í ljós kom að öllum hlutverkunum hafði einhvern tíma verið gegnt og þau skiptu fólk mismiklu máli. Hlutfallslega flestir gegndu hlutverki starfsmanns, fjölskyldu- meðlims og heimilishaldara mjög oft eða daglega. Tvö fyrrnefndu hlutverkin höfðu einnig mest gildi auk umannanda- og vina- hlutverksins. Hlutverkinu þátttakandi í trúarstarfi var sjaldnast gegnt, ásamt hlutverkunum sjálfboðaliði og þátttakandi í félagsstarfi, og þessi þrjú hlutverk höfðu einna minnst gildi fyrir þátttakendur. Þýðing Hlutverkalistans Flest matstæki verða til á enskumælandi málsvæði en nokkuð algengt er að þau séu þýdd yfir á önnur tungumál. Til að matstækin haldi sem best mælifræðilegum eiginleikum milli málsvæða er brýnt að beita viðurkenndum þýðingaraðferðum (Einar Guðmundsson, 2005–2006; International Test Commission, 2001). Tvær aðferðir hafa verið mest notaðar á Íslandi, þ.e. þýðing- bakþýðing og rýni sérfræðihóps (Einar Guðmundsson, 2005–2006). Hvorug þessara aðferða tryggir að setningaskipan og málfræði sé samkvæmt venjum nýja tungumálsins eða samkvæmt tungutaki markhóps matstækisins (Beatty og Willis, 2007). Í seinni tíð hefur verið lögð áhersla á að fólk úr markhópnum komi að þýðingunni á einhverjum tímapunkti (Beatty og Willis, 2007) en aðkoma þeirra getur verið með ýmsu móti. Ýmist eiga rannsakendur ígrunduð samtöl við þá sem matstækið er ætlað fyrir (Beatty og Willis, 2007; Sólrún Óladóttir og Guðrún Pálmadóttir, 2013) eða leggja fyrir þá spurningar í kjölfar fyrirlagnar (Brynja Örlygsdóttir og Erla Kolbrún Svavarsdóttir, 2005). Oft er mælt með að sérfræðingur í nýja tungumálinu lesi textann yfir í lokin til að fá sem almennast og skiljanlegast málfar (Swain-Verdier o.fl., 2004). Hlutverkalistinn hefur verið þýddur á yfir 20 tungumál (Dickerson, 2008) en lýsingu á þýðingarferlinu er aðeins að finna í þremur greinum (Colón og Haertlein, 2002; Cordeiro o.fl., 2007; Hachey o.fl., 1995). Til að samræma þýðingar listans milli málsvæða og tryggja að þær væru sambærilegar voru útbúnar verklagsreglur en þær áttu einnig að stuðla að réttmæti hans á nýju tungumáli (Van Antwerp o.fl., 2016). Samhliða þýðingu listans yfir á íslensku voru verklagsreglurnar prófaðar og gagnrýndar af fyrstu tveimur höfundum þessarar greinar. Þetta var gert í samráði við þriðja höfund greinarinnar og meistaranema hennar Van Antwerp. Breyttar reglur voru prófaðar við þýðingu matslistans yfir á mandarín og þær endanlega gefnar út í framhaldi af því (Van Antwerp o.fl., 2016). Tilgangur verkefnisins sem hér verður lýst var tvíþættur: (1) að þýða og staðfæra matstækið Hlutverkalistinn: Þátttaka og sátt (Role Checklist version 3: Performance and Satisfaction) úr ensku yfir á íslensku, (2) að kanna sýndar- og innihaldsréttmæti ásamt notagildi íslensku útgáfunnar. Til að kanna hvort verkefnið væri leyfisskylt var fyrirspurn send Vísindasiðanefnd. Þar kom fram lýsing á þýðingarferli og rann- sóknaráætlun m.a. með upplýsingum um hverjir yrðu þátt takendur og hvernig öflun gagna færi fram. Í svari frá nefndinni stóð að fjallað hefði verið um fyrirhugaða rannsókn og hún ekki talin leyfisskyld (samkvæmt tölvupósti frá Berglindi Hallgrímsdóttur, 2. mars 2015). ÞÝÐING OG STAÐFÆRING Við þýðingu og staðfæringu Hlutverkalistans var drögum að verklagsreglum fylgt. Ferlið spannaði þýðingu, bakþýðingu og hóprýni iðjuþjálfa (Van Antwerp o.fl., 2016) (sjá mynd 1). Auk þessa las sérfræðingur í íslenskri tungu þýðinguna yfir í lokin. Þýðing-bakþýðing Tveir frumþýðendur og einn bakþýðandi komu að þýðingu listans, allir iðjuþjálfar með langan starfsaldur og framhaldsnám í faginu. Bakþýðandinn bjó auk þess lengi í enskumælandi landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.