Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 40

Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 40
40 GREIN Iðjuþjálfinn 1/2020 Gullveig Ösp Magnadóttir, Iðjuþjálfi hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands Hugmyndin að þessum pistli kviknaði út frá hugsunum og samræðum sem ég hef átt við aðrar fagstéttir og af þeim námskeiðum sem ég hef sótt. Þekking mín og samstarfsfélaga, reynsla og öryggi hefur þróast, en samt sem áður tel ég að ýmislegt megi betur fara og langar að deila með ykkur mínum vangaveltum og reynslu. Að loknu námi gerði ég mér grein fyrir að vinnustaðir, samfélagið og væntingar annarra myndu móta mig að ákveðnu leiti. Ég hef alltaf reynt að halda í mína sýn sem iðjuþjálfi, en út frá hugmyndum og væntingum annarra starfsstétta hef ég þó gjarnan staðið mig að því að velta fyrir mér spurningunni “er þetta mitt hlutverk?”, „er ég að verða samdauna hefðunum í kringum mig?“ Ég hef reynt að minna mig á hvað ég á að vera að gera, ég er ekki sjúkraþjálfari, sjúkraliði, sálfræðingur eða hjúkrunarfræðingur. Ég ætti að vera að horfa á iðjuna, virknina, áhugann, viljann, hlutverkin og umhverfið. Skilgreining á hugtakinu iðja, er að iðja sé allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur í þeim tilgangi að annast sig og sína, njóta lífsins og leggja sitt af mörkum til samfélagsins (Kristjana Fenger og Guðrún Pálmadóttir, 2011). Ef þetta er iðja, hvert er þá hlutverk iðjuþjálfa í þessu ljósi? Hlutverk iðjuþjálfa er að auðvelda einstaklingum, hópum og almenningi að taka virkan þátt í og móta þá iðju sem er þeim mikilvæg og stuðlar að auknu sjálfstæði og lífsfyllingu. Að vinna með einstaklingi eða hóp að iðjumiðuðu markmiði sem skiptir hann máli. Forsenda þess að iðjuþjálfar geti sinnt hlutverki sínu er að þeir hugsi iðjumiðað og hafi iðjumiðaða sýn og skjólstæðingsmiðaða nálgun sem forgrunn í starfi. AÐ HEFJA STÖRF SEM IÐJUÞJÁLFI, ÓMÓTUÐ ÞÓ MEÐ STERKAR SKOÐANIR. Fyrstu mánuðina sem ný útskrifaður iðjuþjálfi í starfi gekk ég samviskusamlega tvisvar í viku út í félagsmiðstöð aldraðra hjá sveitafélaginu mínu og var með stólaleikfimi fyrir hóp sem þangað sótti þjónustu. Hópur sem ég vissi lítið sem ekkert um og var ekki meðal minna skjólstæðinga. Ég man ekki til þess að hafa lært neitt um að iðjuþjálfar sinntu stólaleikfimi. Jú, það var stólaleikfimi á tveimur af þeim stöðum þar sem ég sótti vettvangsnám, en henni var ekki stjórnað af iðjuþjálfum. Ég gerði mér grein fyrir að stólaleikfimin styður við hreyfigetu fólks sem svo hjálpar því að viðhalda getu við ýmiskonar iðju, en samt sem áður, “er þetta mitt hlutverk?”. „Er ég að vinna með einstaklingum að fyrir fram ákveðnum markmiðum?“ „Tengjast leiðbeiningar mínar í stólaleikfimi því sem fólk þarf að gera eða langar að geta gert?“ Mér fannst ég þarna vera að sinna verkefni sem ég hafði hvorki sérþekkingu á eða reynslu í þó að sjálfsögðu hafi ég leitað mér upplýsinga, notað hugmyndaflugið og skoðað ýmsar æfingar sem ég taldi að gætu gagnast hópnum. Eftir umræður á vinnustaðnum komumst við að þeirri niðurstöðu að við teygjum okkur stundum langt í starfi. Stundum græðum við á því bæði faglega og persónlega en við þurfum líka að geta dregið mörkin þegar við teljum t.d. að kraftar okkar nýtist betur annarsstaðar. NOTKUN MATSTÆKJA. Brenda Merrit og Gill Chard sem héldu námskeið í notkun matstækisins AMPS fyrir íslenska iðjuþjálfa árið 2019 brýndu fyrir okkur þátttakendunum að halda fast í hlutverk okkar sem iðjuþjálfar og gera greinarmun á iðjumatstækjum og matstækjum sem notuð eru þvert á fagstéttir. Þær leggja m.a. áherslu á mikilvægi þess að leggja fyrir iðjumatstæki í stað þess að nota einungis matstæki sem einblína á líkamsstarfssemi (e.body-functions). Eins og kemur fram í viðtali við þær í Iðjuþjálfanum 1/2019. árg 40. Ég velti fyrir mér hvers vegna við iðjuþjálfar notum matstæki sem aðrar fagstéttir nota einnig í svo í miklum mæli s.s. MMSE og Barthel. Er það vegna hefðarinnar á vinnustaðnum og væntinga frá samfélaginu og óska um að fá tölur sem t.d. eru notaðar í vistunarmat? Er það vegna hæfileika okkar iðjuþjálfa og reynslu í að leggja mat á færni einstaklinga? Er það ekki okkar sem iðjuþjálfa að ákveða hvaða matstæki við leggjum fyrir til þess að fá þær upplýsingar sem við teljum að gagnist best? Er það annarra fagstétta að ákveða hvað iðjuþjálfar eiga að meta til að fá upplýsingar sem gagnast aðstæðum? Við höfum mörg hver reynsluna og þekkinguna þar á bak við til þess að túlka og greina niðurstöður þess matstækis sem við leggjum fyrir hvort sem við erum að nota iðjumiðað matstæki eða matstæki sem notuð eru af fleiri fagstéttum. Þó velti ég fyrir mér að ef okkar aðkoma að skjólstæðingnum er einungis til að leggja mat á vitræna færni eða líkamsstarfsemi út frá slíkum matstækjum/mötum til þess að upplýsingarnar gagnist öðrum, erum við þá á réttri leið? NÁMSKEIÐ ANNE G. FISHER Anne G. Fisher hélt námskeið fyrir iðjuþjálfa hér á landi í mars síðastliðnum sem bar yfirskriftina “Powerful Practice: Plannig and VANGAVELTUR UM FAGÍMYND IÐJUÞJÁLFA Gullveig Ösp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.