Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 11

Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 11
Iðjuþjálfinn 1/202011 Flestir voru sáttir við útlit og uppsetningu listans. Skjólstæðingarnir voru á bilinu 2–10 mínútur að fylla hann út og flestir voru undir fimm mínútum. Iðjuþjálfunum fannst kostur hversu fljótlegt það var að leggja listann fyrir og hversu skýr, einfaldur og skiljanlegur hann var fyrir fagfólk jafnt sem skjólstæðinga. Gagnsemi í starfi Almennt fannst iðjuþjálfunum listinn nýtast vel til upplýsinga- öflunar. Niðurstöður hans leiddu í ljós hvað skiptir skjólstæðinginn máli og hvernig hann metur frammistöðu sína í hinum ýmsu hlutverkum. Þeir töldu listann bjóða upp á umræður um ýmis efni sem snúa að lífi skjólstæðings og þannig fengjust ítarlegri upplýsingar. Sumir iðjuþjálfarnir sáu fyrir sér að nota listann í fyrsta viðtali til að fá strax í upphafi endurhæfingar yfirsýn yfir líf og störf skjólstæðinga sinna. Listinn spannar stórt svið hlutverka sem gefa góða mynd af skjólstæðingi sem heildstæðri persónu og hjálpar mér því að skilja skjólstæðing minn enn betur og mæta þörfum hans þar sem þær eru (iðjuþjálfi D úr rýnihópi). Að mati iðjuþjálfanna skapar listinn einnig tækifæri fyrir skjólstæðinginn til að átta sig á stöðu sinni, skoða hlutverk sín, meta hversu sáttur hann er við frammistöðu sína í þeim sem hann gegnir og átta sig á hvort hann kýs eða stefnir að því að bæta einhverjum við. Iðjuþjálfunum fannst notkun listans og umræður um niðurstöður hans ýta undir skjólstæðingsmiðaða þjónustu. Meiri líkur að ég sem fagmaður sé í raun að vinna með vilja og vanamynstur skjólstæðings og veita íhlutun á skjólstæðings- miðaðan hátt (iðjuþjálfi A úr rýnihópi). Þá töldu iðjuþjálfarnir að listinn hjálpaði skjólstæðingnum til að sjá sjálfan sig í stærra samhengi, bæði sem manneskju og sem þátttakanda í samfélaginu. Með niðurstöður Hlutverkalistans í höndunum fannst iðjuþjálfunum auðvelt að átta sig á hvaða hlutverk skiptu skjólstæðinginn máli. Gefur tækifæri til að vinna með og skoða þau hlutverk sem skjólstæðingar eru ósáttir við frammistöðu sína við og þau hlutverk sem hafa dottið út og fólk vill gegna í framtíðinni (iðjuþjálfi 4). Hlutverk og stigskipting þeirra Skjólstæðingarnir gáfu í allt 397 dæmi um hlutverk sín en þar af voru 55 ónothæf, óljós eða ekki við hæfi (sjá töflu 2). Flest dæmin tengdust hlutverkunum fjölskyldumeðlimur og tómstundaiðkandi en fæst þátttakandi í trúarstarfi. Eftir flokkun og greiningu dæmanna samkvæmt skil greiningum MOHO á þremur stigum iðju (Kielhofner, 2008; Taylor, 2017) var ljóst að sex hlutverkanna, þ.e. nemandi, starfsmaður, umönnunaraðili, sjálfboðaliði, vinur og þátt takandi í félaga- samtökum endurspegluðu efsta stigið sem er þátttaka. Aftur á móti reyndust rúmlega 70% dæma um heimilishaldara tilheyra framkvæmdum og rúmlega helmingur dæma um tómstundaiðkanda sömuleiðis. Rúmlega helmingur dæma um önnur hlutverk tengdust þátttöku (sjá töflu 2). Dæmi sem skjólstæðingarnir gáfu um þátttöku voru m.a. grunnskólanemi, rafvirki, hjálparsveitarkona, faðir og frímúrari en dæmi um fram kvæmd voru t.d. að skúra, elda, fara í bíó og spila á spil. UMRÆÐA Þýðing Hlutverkalistans var unnin í samstarfi við fjölbreyttan hóp iðjuþjálfa. Í þýðingarferlinu urðu breytingar á listanum en allnokkrar áskoranir reyndust vera á þeirri leið. Þessar áskoranir snerust fyrst og fremst um merkingu hugtaka og orðasambanda sem þurfti að vera sú sama í öllum tungumálum. Einnig þurftu heiti hlutverka að vera skýr, sem og skilgreiningar á þeim, og í takt við íslenskt orðfæri og menningu. Sambærilegra áskorana varð vart þegar listinn var þýddur yfir á frönsku, spænsku og brasilíska portúgölsku (Colón og Haertlein, 2002; Cordeiro o.fl., 2007; Hachey o.fl., 1995). Ýmist voru heiti hlutverka ekki til í tungumálinu, orðasamböndin höfðu óljósa merkingu eða dæmi um hlutverk voru ekki til í menningu landsins. Í upphafi þýðingarferlisins yfir á íslensku var mörkuð sú stefna að heiti hlutverka skyldi vera eitt nafnorð ef því yrði við komið. Heitið skyldi vera lýsandi og kunnugt iðjuþjálfum þótt það fyndist e.t.v. hvorki í orðabókum né félli að ábendingum íslenskufræðings. Hér var því sett í forgang að hugtök og orðasambönd væru skiljanleg notendum listans, þ.e. iðjuþjálfum, sem þá væru færir um að útskýra þau fyrir skjólstæðingum sínum. Þá var einnig haft í huga að íslenskt mál tekur stöðugum breytingum, bæði hvað varðar hugtök og tungutak (Guðrún Kvaran, 2005). Hugtökin heimilishaldari og tómstundaiðkandi koma sjaldan fyrir í ræðu og riti. Það fyrrnefnda má finna í einu orðasafni og í fyrri útgáfu listans og það síðara á netinu og í skýrslum, skjölum og greinum en ekki í orðabókum. Samt sem áður hnutu hvorki skjólstæðingar né iðjuþjálfar um þessi hugtök og því var þeim haldið, þrátt fyrir ábendingu íslenskufræðings. Sú staðreynd að þýðing og bakþýðing listans féllu vel saman gæti verið vísbending um réttmæti listans og að niðurstöður erlendra rannsókna megi yfirfæra á íslensku útgáfuna. Bæði iðjuþjálfar og skjólstæðingar komu að rannsókn á réttmæti og notagildi íslenskrar útgáfu Hlutverkalistans. Helstu niðurstöður tengdust innihaldi listans, formi og notagildi í starfi auk þess sem upplýsingar fengust um á hvaða stigi iðju skjólstæðingar lýstu hlutverkum sínum. Iðjuþjálfunum fannst listinn virka sannfærandi sem gefur vísbendingar um sýndarréttmæti hans en það er forsenda þess að matstæki sé yfir höfuð notað (Guðmundur B. Arnkelsson, 2006). Þátttakendur voru sammála um að hlutverkin í listanum og skilgreiningar þeirra endurspegluðu það sem fólk væri Tafla 2. Hlutverk og stigskipting þeirra. Tafla 2 Hlutverk og stigskipting þeirra Hlutverk Þátttaka Framkvæmd Framkv.þ. Óljóst Samtals dæmi (N) N % N % N % N % Nemandi 33 84,6 0 0 0 0 6 15,4 39 Starfsmaður 35 92,1 0 0 0 0 3 7,9 38 Sjálfboðaliði 20 76,9 0 0 0 0 6 23,1 26 Umönnunaraðili 35 83,3 0 0 0 0 7 16,6 42 Heimilishaldari 12 21,0 41 71,9 0 0 4 7,0 57 Vinur 28 73,7 2 5,3 2 5,3 6 15,8 38 Fjölskyldumeðlimur 40 61,5 14 21,5 0 0 11 16,9 65 Þátttakandi í trúarstarfi 5 62,5 0 0 0 0 3 37,5 8 Tómstundaiðkandi 27 44,3 32 52,4 0 0 2 3,3 61 Þátttakandi í félagasamtökum 16 69,6 0 0 0 0 7 30,4 23 Samtals dæmi 251 63,2 89 22,4 2 0,5 55 13,8 397
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.