Skólavarðan - 2017, Page 7

Skólavarðan - 2017, Page 7
HAUST 2017 7 Sjöunda þing Kennarasambands Íslands verður haldið dagana 10. til 13. apríl 2018 á Hilton Reykjavík Nordica. Þingið hefur æðsta vald í málum KÍ en þar er stefna sambandsins til næstu fjögurra ára mótuð. Tæplega 250 félagsmenn Kennara- sambandsins eiga rétt til setu á þinginu. Þórður Á. Hjaltested mun láta af embætti formanns í lok þingsins og nýr formaður taka við keflinu. Kosningu um nýjan formann var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. STEFNA KÍ MÓTUÐ Í APRÍL 2018 Frá sjötta þingi KÍ sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík dagana 1. til 4. apríl 2014. FORMANNSSKIPTI Í SKÓLASTJÓRAFÉLAGINU Þorsteinn Sæberg hefur tekið við formennsku í Skólastjórafélagi Íslands. Fráfarandi formaður, Svanhildur María Ólafsdóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðan 2010. Aðalfundur Skólastjórafélagsins fór fram 14. október síðastliðinn. Þorsteinn Sæberg kemur til starfa í Kennarahúsinu um næstu mánaðamót en hann hefur um árabil verið skólastjóri í Árbæjarskóla. Ný stjórn Skólastjórafélagsins er auk Þorsteins skipuð Ástu Steinu Jónsdóttur, Ingileif Ástvaldsdóttur, Jóni Páli Haraldssyni og Magnúsi J. Magnússyni. Varamenn eru Arnbjörg Stefánsdóttir, Álfheiður Einars- dóttir og Hermann Örn Kristjánsson. Svanhildur María Ólafsdóttir og Þorsteinn Sæberg.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.