Skólavarðan - 2017, Side 11

Skólavarðan - 2017, Side 11
HAUST 2017 11 Innan við 10% þeirra sem hafa réttindi til að kenna í grunnskólum landsins en kjósa að starfa á öðrum vettvangi telja einhverjar líkur á að snúa aftur til kennslu á næstu tveimur árum. Af þeim 90% sem telja ólík- legt að þau snúi aftur til kennslu eru 33% sem segja það einfaldlega útilokað. Þetta kemur fram í könnun á meðal útskriftarár- ganga úr kennaranámi HÍ og HA árin 2000 til 2012. Gerð er grein fyrir þessu í skýrslu til starfshóps um nýliðun og bætt starfsum- hverfi grunnskólakennara í Reykjavík. Í könnuninni kemur fram að 49% þeirra sem útskrifuðust úr kennaranámi á þessum árum hafa ekki starfað við kennslu að námi loknu. Greinilegt er að einhverjir hafa prófað kennsluna en hætt og snúið sér að öðru því aðeins 47% þeirra sem útskrifuðust á þessum árum störfuðu við kennslu þegar könnunin var gerð. Af þeim segja 75% að launakjör hafi haft mikil áhrif á ákvörðun sína og 64% nefndu vinnuálag sem áhrifaþátt. Óvenju erfitt reyndist að manna grunnskóla landsins í haust og líkur eru á að sá vandi eigi eftir að aukast. Ríkisendur- skoðun hefur bent á vandann og í skýrslu sem kom út í byrjun ársins hvetur stofnunin stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðsteðjandi kennaraskort. Könnun meðal útskrifaðra kennara gefur ekki tilefni til bjartsýni því til viðbótar við þá staðreynd að meirihluti þeirra sem útskrifast úr kennaranáminu starfar ekki við kennslu, segjast fjölmargir starfandi kennarar oft eða reglulega íhuga að skipta um starfsvettvang. Nánar tiltekið segjast 39% þeirra starfandi kennara sem svöruðu könnuninni oft íhuga að skipta um starfs- vettvang og annar eins hópur segist hafa velt því fyrir sér stöku sinnum. Aðeins 24% starfandi kennara segjast aldrei hugsa um að skipta um starfsvettvang. LAUN OG ÁLAG HREKJA KENNARA FRÁ SKÓLUNUM 40 30 20 10 0 O ft A f o g til S tö ku s in nu m A ld re i HUGSAÐ UM AÐ FARA ÚR KENNSLU SEINUSTU 12 MÁNUÐI 50 40 30 20 10 0 A lv eg ö ru gg t M jö g lík le gt Fr ek ar lí kl eg t Fr ek ar ó lík le gt M jö g ól ík le gt En ga r lík ur á þ ví SJÁLFMETIN LÍKINDI Á AÐ STARFA VIÐ GRUNNSKÓLAKENNSLU NÆSTU 2 ÁR

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.