Skólavarðan - 2017, Síða 13

Skólavarðan - 2017, Síða 13
HAUST 2017 13 ennarar og skóla- stjórnendur ræða líklega fátt meira en hvort leyfa eigi snjall- síma og spjaldtölvur í skólastarfi og ef já, þá hvernig. Raunar nær umræðan langt út fyrir raðir kennara, meðal annars nú nýverið í kjölfar sjónvarpsfréttar á RÚV þar sem sagt var frá dönskum grunnskóla sem úthýsti öllum snjallsímum. Margir stukku til og lýstu yfir ánægju með framtakið. Aðrir sögðu það arfavitlaust. Einn þeirra síðarnefndu er fræði- maðurinn Zachary Walker, sem síðustu ár hefur starfað fyrir The National Institute of Education í Singapore. Hann segir það furðulega afstöðu hjá fólki, sem flest noti snjalltæki bæði í leik og starfi, að vilja banna snjalltæki í skólum. Þessi tæki bjóði upp á alls konar möguleika í kennslustofunni og einmitt þar þurfi að kenna nemendum að umgangast þau. „Rök margra kennara sem vilja ekki nýta þessi tæki eru að með því missi þeir stjórnina í kennslustofunni. En staðreyndin er að þeir hafa aldrei haft fulla stjórn á nemendum. Ég man til dæmis eftir fjölmörgum kennslustundum þar sem ég þóttist vera að fylgjast með, en hugurinn var víðsfjarri. Ég var annað hvort að hugsa um körfubolta eða sætu stelpuna við hliðina á mér. Kennarinn hefur aldrei getað stjórnað hugsunum nemenda og því hefur hann aldrei haft fulla stjórn á þeim.“ Að prófa sig áfram Zachary segir að notkun á tækjum á borð við snjallsíma og spjaldtölvur snúist í raun ekki um tækin sjálf heldur breytta kennsluhætti. Kennarar þurfi heldur ekki að vera sérfræðingar í tækninni til að geta nýtt hana. „Ég fór til dæmis sjálfur mjög seint að nota snjallsíma og er langt frá því að vera einhver tæknigúrú. Sem barn gerði ég fátt annað en að lesa og stunda íþróttir. En í dag viðurkenni ég að snjalltæki eru hluti af veruleika barna og að við þurfum að taka tillit til þess við kennslu. Ég þurfti sjálfur að breyta viðhorfi mínu til þessara tækja í kennslu á sínum tíma og ákveða að ég yrði að prófa nýja hluti. Ég er fyrsti maðurinn til að viðurkenna að ég veit ekki jafnmikið um þessi tæki og margir í kringum mig, og þá er ég bæði að tala um kennara og nemendur. Ég bið oft kennara að meta tæknikunnáttu sína á skalanum einum til fimm, þar sem einn þýðir að fólk kunni varla að kveikja á snjallsíma en fimm þýðir að þeir noti hann ekki einungis á hverjum degi heldur kunni afar vel á tækið. Í framhaldi spyr ég þá sem svara með fimm, hvernig komst þú þangað? Svarið er alltaf það sama – ég prófaði mig áfram. Það er lykillinn. Ef þú kannt lítið á tæknina þarftu að prófa þig áfram og þú verður að muna að það fæðist enginn með þekkingu á henni. Það er stundum talað um að börn nú til dags séu „innfædd á internetinu“ nánast eins og þau hafi fæðst með hæfileika til að nota þessi tæki. En það er þvæla. Það fæðist enginn með iPhone í hendinni. Munurinn á þeim sem kunna lítið á tæknina og þeim sem kunna mikið liggur í hugarfarinu; annað hvort ertu tilbúinn að prófa hluti nokkrum sinnum eða ekki.“ Viðhorfið er lykilatriði „Í því sambandi segi ég oft frá kennara sem sagði við mig; þú verður að vera það sem þú vilt að aðrir verði. Þú verður sem sagt að vera fyrirmynd nemenda í einu og öllu. Ég held að best sé að útskýra þetta með dæmi. Ef kennari er að nota spjaldtölvur í tíma en eitthvað klikkar þá hefur kennarinn val. Hann getur sagt: heyrðu, þetta gekk ekkert sérstaklega vel en við skulum bara prófa þetta aftur á morgun. Nemandi sem verður vitni að þessu tekur þetta hugarfar með sér. Næst þegar honum mistekst þá bregst hann við með því að prófa aftur, og þá gengur vonandi betur. Ef kennarinn í þessu dæmi hefði sagt: heyrðu, þetta er ómögulegt, þetta ætla ég ekki að prófa aftur, þá bregst nemandinn eins við ef eitthvað kemur upp á. Þannig að viðhorf kennara og framkoma skiptir máli, bæði hvað varðar tækni en líka almennt. En þetta snýst ekki bara um okkur kennarana, heldur snýst þetta um það hvernig nemendur læra. Ef nemendur geta lært eitthvað í gegnum Google, af hverju ætti kennarinn ekki að leyfa það? Ef bekkur ákveður að vinna verkefni með því að nota app, af hverju fögnum við því ekki? Er það bara vegna þess að kennarinn vill stýra því hvernig nemendur vinna? Svar mitt er já, það er alltof oft raunin. Og því þurfum við að breyta.“ Ekki tæki alltaf, alls staðar Zachary gengur raunar svo langt að segja að kennarar muni ekki komast upp með það mikið lengur að neita að nýta snjalltæki við kennslu. Nemendur muni hætta að fylgjast með þeim kennurum sem ekki eru tilbúnir að aðlaga sig og þar með hætta að sýna kennslunni áhuga. „Að því sögðu þá kenni ég oft án þess að nota nokkra tækni. Ég segi sögur og nota alls konar tækni í kennslunni sem hefur ekkert með þessi snjalltæki að gera, þannig að það er ekki svo að nemendur eigi alltaf og alls staðar að nota þessi tæki. En það á ekki heldur að banna þau. Við þurfum að finna einhvern milliveg og þar held ég að það sé lykilatriði fyrir kennara að þeir átti sig á að tæknin gefur ákveðna möguleika – og að þeir nýti sér þá. Að lokum snýst þetta um að við stefnum öll að sama markmiði, sem er að bjóða nemendum upp á sem besta kennslu. Skólastjórnendur bera mikla ábyrgð í þessum efnum og mín skoðun er að þeir þurfi að styðja við þá kennara sem hafa áhuga á að prófa sig áfram og þróa sína kennslu. Við getum skipt kennurum upp í þrjá hópa, svona gróflega. Um 20 prósent þeirra eru viljug að prófa sig áfram og um 20 prósent hafa engan áhuga á því. Síðan eru það 60 prósentin sem eru þarna á milli. Mér finnst áherslan allt of oft vera á þessi 20 prósent sem engu vilja breyta. Ég held að það skili engu og að í staðinn eigi skólastjórnendur að gera allt til að styðja við bakið á þeim sem eru tilbúnir til að prófa nýja hluti. Ef þeir vilja fara á námskeið þá eiga þeir að fá tíma og tækifæri til þess. Ef þeir vilja fara á ráðstefnu til Amsterdam þá er það ekkert vesen. Því þessi hópur dregur 60 prósentin með sér, eykur áhugann hjá þeim og breytir viðhorfi þeirra,“ segir Zachary Walker að lokum.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.