Skólavarðan - 2017, Síða 17

Skólavarðan - 2017, Síða 17
HAUST 2017 17 ildi Sigurðardóttur dreymdi um að verða íþróttakennari og vinna sem flugfreyja á sumrin en þá var sumarfríið rúmir þrír mánuðir „Svo urðu raðir tilviljana til þess að ég fór í Kennaraskól- ann. Á þessum tíma fór fólk í skólann eftir landspróf eða gagnfræðapróf sem var þá fjögurra ára nám. Krafist var stúdentsprófs örfáum árum seinna. Ég held að Kennara- skólinn hafi verið dálítið eins og almennur framhaldsskóli með talsverðri kennslufræði. Íslenska var kennd og stærðfræði sem og enska, danska og þýska. Einnig var kennd samfélagsfræði, saga, náttúrufræði, jarð- fræði, íþróttir og tónmennt.“ Hildur útskrifaðist árið 1970. „Þetta voru góð ár en maður verður kennari fyrst og fremst af reynslunni.“ Kennsluferillinn hófst í Flatey á Breiða- firði en þá var einungis kennt í þrjá mánuði á ári í litlum skólum sem þessum; þar kenndi ég níu börnum á öllum aldri og með fáar námsbækur, Íslandskort, heimskort og ofurlitla krítartöflu. Ég sat við upphækkað, gamalt kennarapúlt og var með kerti og olíulampa þegar tók að dofna á loftljósinu. Krakkarnir í Flatey voru einstaklega vel að sér í dýrafræði, eðli málsins samkvæmt, og sérstaklega öllu því sem snerti fugla. Þeir gátu bent út á sjó og sagt að þarna væru teistuungar frá síðasta vori. Það hefðu borgarbörnin ekki getað gert. Í Flatey lærði ég afskaplega margt nýtt og á þessi dýrðar- staður enn sterk ítök í mér. Í kennarastarf- inu er maður alltaf að læra og mér finnst ég vera að læra enn þann dag í dag ekki síður en áður og þá er ég nú aðallega að hugsa um tæknimálin – en svo lengi lærir sem lifir.“ Sérkennaranám Fljótlega eftir Flateyjardvölina fékk Hildur starf í Breiðholtsskóla og kenndi þar í fimm ár – og þar kennir hún aftur í dag. „Þetta var alger bylting miðað við skól- ann í Flatey; hér í Breiðholtsskóla var meira að segja fjölritunarvél og sprittstensilvél. Þá var það þannig að maður var kannski með einn bláan stensil sem síðan fór í vélina og þá prentuðust verkefnin út í bláu. Ef maður vildi vanda sig mikið var hægt að bæta rauð- um og grænum lit við og það var nú eitthvað fyrir forfallinn föndrara eins og mig.“ Hildur flutti með fyrrum eiginmanni sínum og tveimur sonum til Svíþjóðar árið 1979. Þar bjuggu þau í sex ár. Hildur kenndi íslenskum nemendum íslensku í nokkrum sveitarfélögum þar ytra auk þess að stunda nám í sérkennslu og útskrifaðist hún sem sérkennari frá Kennaraháskólanum í Malmö árið 1983. „Ljósritunarvélar voru í skólunum í Svíþjóð og það fannst mér vera alger bylting en þær voru komnar í íslenska skóla þegar við fluttum aftur til Íslands. Það bættist í strákahópinn í Svíþjóð og þá, árið 1984, fékk ég heils árs barneignarfrí. Tveimur árum síðar þegar til Íslands var komið og fjórði guttinn fæddist voru það sex mánuðir sem þótti harla gott.“ Íslenska og smíði Hildur hóf aftur störf við Breiðholtsskóla eftir að til Íslands kom. „Ég var íslensku- kennari á unglingastigi í mörg ár sem var ótrúlega gefandi, skemmtilegt og lærdóms- ríkt fyrir mig.“ Hún lærði síðar smíðakennslu í Kennaraháskólanum. „Ég blandaði þessu svo saman – ég kenndi eldri krökkunum íslensku og þeim yngri smíði. Það var holl tilbreyting að kenna bæði eldri og yngri krökkum.“ Frá því að Hildur komst á eftirlauna- aldur fyrir nokkrum árum hefur hún verið ráðin til eins árs í senn og í vetur er hún í tæplega 50% starfi sem heimilis- fræðikennari. „Ég kenndi í fyrravetur skapandi skrif og ensku í 4. bekk sem ég hafði aldrei kennt áður og árið þar á undan kenndi ég samfé- lagsfræði í 8. og 9. bekk sem ég hafði heldur ekki kennt áður. Ég tek það að mér sem út af stendur á haustin ef svo má að orði komast.“ Breyttir kennsluhættir Breiðholtsskóli var þrísetinn skóli fyrsta árið sem Hildur kenndi þar og var þá kennt til hádegis á laugardögum. „Ég kenndi dönsku fyrir hádegi og tók svo við öðrum bekk klukkan 13:50 sem var þriðja hollið í þeirri stofu og var bekkurinn í skólanum til klukkan fimm; þetta er náttúr- lega eitt af því sem var öðruvísi í þá daga.“ Myndvarpar voru komnir til sögunnar þegar Hildur hóf störf í Breiðholtsskóla og þá notaði hún þar til fyrir fimm árum þegar skjávarpar leystu þá af hólmi. „Skjávarpar eru náttúrlega gjörbylting; maður getur sýnt það sem er að gerast úti í heimi og farið inn á Google Earth, en við notuðum okkur það nokkuð í samfélagsfræðinni. Farið var að nota tölvur í tímum fyrir aldamótin síðustu og það má segja að bylting hafi orðið í slíkri kennslu hin síðari ár. Tölvur eru fyrst og fremst notaðar sem verkfæri til upplýsingaöflunar og til kynninga á verkefnum, ritgerðasmíða og myndbandagerða. Próftaka og kannanir fara nú í auknum mæli fram á tölvum. Upplýsingatæknin hefur fest sig í sessi og er komin til að vera.“ Hildur segir að bein kennsla, töflu- kennsla, í öllum námsgreinum hafi minnkað mikið með tilkomu internetsins. „Nú er meira um hópavinnu og aukin áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð. Það er mikið um að nemendur leiti upplýsinga á netinu og nýti sér upplýsingatækni við verkefnagerð, sem er náttúrlega samþætting námsgreina. Í Breiðholtsskóla er upplýsingaver sem er mjög mikið notað en þar fer fram gríðarlega framsækin kennsla í hvers konar verkefnagerð. Þá fáum við oft utanaðkom- andi fyrirlesara sem fræða nemendur nánar og segja frá sinni vísindagrein. Þessir fræði- menn hafa greinilega kveikt áhuga nemenda á viðfangsefninu.“ Fleiri námsgreinar Kenndar eru mun fleiri námsgreinar en þegar Hildur byrjaði að kenna og nefnir hún m.a. trúarbragðafræði, útikennslu og lífsleikni. „Lífsleiknin er mjög þörf náms- grein því þar er m.a. tekið á eineltismálum, samstarfi og vímuefnavörnum þar sem við á. Í unglingadeildinni okkar er í vetur boðið upp á ýmsar valgreinar svo sem skapandi skrif, umferðarfræðslu, leiklist, bolta og íþróttir, skólahreysti, textílmennt, skák og myndmennt. Þar að auki er boðið upp á sjálfsstyrkingu í 10. bekk.“ Á miðstigi eru börnin í leiklistarhópum og sýna metnaðarfullar leiksýningar í lok námskeiðsins. Þá má nefna fjölbreyttara úrval námsbóka miðað við áður. „Úrval námsbóka er meira í flestum námsgreinum auk alls netefnisins.“ Skóli án aðgreiningar Hildur nefnir skóla án aðgreiningar sem

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.