Skólavarðan - 2017, Síða 22
22 HAUST 2017
grunnskólanum. Þau fara þá í heimsóknir í
skóla, kynnast bókstöfunum og tölustöfunum
og stíga fyrsta skrefið frá leikskólanum.
Kristján og Kastaniehuset
Eftir að hafa rætt við þau Hafrúnu og Bjarna
hitti tíðindamaður Skólavörðunnar Kristínu
Kristjánsdóttur. Hún býr ásamt manni sínum,
Gísla Galdri Þorgeirssyni, og syni þeirra,
Kristjáni Galdri, á Norðurbrú.
Kristján Galdur er fjögurra ára og byrjaði
í vor í leikskólanum Kastaniehuset. Í þessum
leikskóla er fyrirkomulagið þannig að börnin
fara þriðju hverju viku út í sveit en eru svo
hinar tvær ,,heima“. Kristín sagði að þau
hefðu valið þennan leikskóla vegna þessa
fyrir komulags. Þegar farið er í sveitina er lagt
af stað frá leikskólanum klukkan níu og komið
til baka um klukkan hálf fjögur, en aksturinn
tekur hálftíma hvora leið. Í Kastaniehuset eru
fjórar deildir og fer Kristján alltaf með sama
hóp jafnaldra sinna í sveitina, en þeir eru ekki
allir á sömu deildinni heima í skólanum.
Kristín sagði þau hafa heyrt góða hluti
um þetta fyrirkomulag en að þau hefðu ekki
viljað fara alla leið, þannig að Kristján færi
alltaf úr bænum.
Hvernig tók hann þessu?
Hann tók þessu mjög vel og hann
hlakkar alltaf til að fara í sveitina. Það er
fyrst þegar börnin eru orðin fjögurra ára sem
þau fá að fara í sveitina og það er viss áfangi.
Þessi ,,stóru“ fá kort, með mynd, svona eins
og starfsmannakort á vinnustöðum. Börnin
verða að muna eftir að hafa kortið meðferðis.
Kortið fá þau sent í pósti ásamt sérstöku skjali
sem staðfestingu þess að nú séu þau tilbúin
fyrir þennan áfanga.
Er dagurinn í sveitinni mjög
skipulagður?
Nei, en hins vegar er lögð áhersla á
ákveðna hluti eftir árstíma. Það getur t.d.
verið froska- eða mauraþema svo ég nefni
eitthvað, en annars hafa börnin mjög mikið
frelsi. Þarna í sveitinni er alltaf sama starfs-
fólkið og sami bílstjórinn sem ekur rútunni.
Er kokkur á staðnum?
Nei, þau fara með nesti sem er útbúið í
leikskólanum. Þau fara með aukaföt í byrjun
vikunnar en svo eru pollagallar, allir eins, í
sveitinni.
Er Kristján Galdur þreyttari þegar
hann kemur úr sveitinni en þegar hann er
,,heima“ í leikskólanum?
Já, miklu þreyttari. Greinilega miklu
meiri ,,vinna“ en að vera í borginni. Á síðasta
ári leikskólans fara börnin ekki í sveitina, þá
eru þau í skolegruppe. Það er sama fyrir-
komulagið og tíðkast í öllum leikskólum.
Myndirðu mæla með svona leikskóla
eins og Kastaniehuset?
Já. Tvímælalaust.
Við þetta er engu að bæta öðru en því
að tíðindamaður Skólavörðunnar heyrði
,,hljóðið“ í nokkrum dönskum foreldrum sem
eiga börn á leikskólum sem starfræktir eru
með sama eða svipuðu sniði og því sem hér
hefur verið lýst. Þeir lýstu allir mikilli ánægju
með fyrirkomulagið.
Kristín Kristjánsdóttir ásamt Kristjáni Galdri.
Hafrún og Úlfur við hristidolluna en það er rútan kölluð.
SORPA býður fræðslu- og vettvangsferðir fyrir nem endur
á öllum aldri. Fræðslan tekur mið af þörfum hópsins og
er boðið upp á mismunandi leiðir.
• Fyrirlestur og vettvangsferðir nemenda í
móttökustöð SORPU í Gufunesi.
• Vettvangsferðir nemenda á endurvinnslustöð.
• Ráðgjöf og fræðsla í skólann fyrir nemendur og
starfsfólk.
Í fræðslunni er lögð áhersla á um hverfis ávinninginn
sem felst í því að draga úr úrgangi og flokka og skila til
endurnýtingar. Hinir ýmsu hlutir geta öðlast framhaldslíf,
í höndum nýrra eigenda eða sem nýjar vörur, ef við
flokkum rétt.
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is
Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir, er að finna á sorpa.is
NOTAÐ FÆR NÝTT HLUTVERK
FRÆÐSLA HJÁ SORPU