Skólavarðan - 2017, Page 30
30 HAUST 2017
Borgarholtsskóli er kjarnaskóli bílgreina
á Íslandi og þar eru kenndar þær þrjár
iðngreinar sem tilheyra bílgreinum, þ.e.
bifvélavirkjun, bifreiðasmíði og bílamál-
un. Útsendari Skólavörðunnar settist á
dögunum niður með þremur stjórnendum
skólans, þeim Inga Boga Bogasyni aðstoðar-
skólameistara, Marín Björk Jónasdóttur,
sviðsstjóra iðn- og starfsnáms, og Sigurjóni
Geirssyni Arnarsyni, deildarstjóra bílgreina,
og ræddi stöðuna eins og hún blasir við
þeim. Öll eru þau sammála um að þær
hröðu breytingar sem þegar hafa orðið á
bílaflota heimsins og þær breytingar sem
eru fram undan kalli á nýjar aðferðir við
kennslu og nám. „Gagnvirkar upplýsinga-
brautir þurfa að vera greiðari og kennarar
þurfa að fá tækifæri til að læra um nýjustu
tækni hjá bílaumboðunum. Eins þarf að
greiða götu sérfræðinga bílafyrirtækjanna
til að koma í skólann og kenna þar nýjustu
strauma og stefnur.“
Sigurjón segir að þó að breytingarnar
hafi verið miklar síðustu ár og verði
örugglega enn hraðari á næstu árum þá
verði alltaf þörf fyrir bílgreinarnar. „Það
verður aldrei þannig að þú getir farið með
rafbílinn á tölvuverkstæði og látið gera við
hann þar þó svo að hann gangi bara fyrir
rafmagni. Það þarf alltaf að fagmenn til þess
að laga bílinn þinn,“ segir Sigurjón. „Þeir
sem sinna viðhaldinu í framtíðinni þurfa
örugglega að hafa meiri tækniþekkingu en
í dag, en á meðan bíll sprengir eldsneyti
þá þurfum við fólk sem kann að laga slíkar
vélar. En þetta á örugglega eftir að breytast
Árum saman þurftu bifvélavirkjar einungis að spyrja
sjálfa sig hvort ökutæki gengi fyrir bensíni eða dísil áður
en þeir hófust handa við að gera við bilaða vél. En svo er
ekki lengur. Tvinn-, tengitvinn-, rafmagns- og metanbílar
eru meðal þeirra sem ryðjast inn á markaðinn um
þessar mundir. Það hefur orðið bylting í heimi bílgreina
síðustu misseri. En hvaða áhrif hefur það á kennslu í
greininni?
BÍLGREINAR Í
HRINGIÐU
BREYTINGA
Í Borgarholtsskóla eru kenndar
þær þrjár iðngreinar sem tilheyra
bílgreinum, þ.e. bifvélavirkjun,
bifreiðasmíði og bílamálun.