Skólavarðan - 2017, Qupperneq 31

Skólavarðan - 2017, Qupperneq 31
HAUST 2017 31 þannig að menn sérhæfa sig meira en þeir gera í dag, sumir verða í hefðbundnum viðgerðum meðan aðrir sérhæfa sig meira í tölvum bílanna, rafbílum o.s.frv. Við verðum bara að búa okkur undir að kenna öllu þessu fólki og búa það undir þau verkefni sem taka við að námi loknu.“ Málningarhermar og rafmagns- bílar í skólunum Ingi Bogi bætir við að eitt sem nú sé rætt sé samsetning nemendahópsins. „Hingað koma sextán ára krakkar með bíladellu sem er auðvitað jákvætt. En sú umræða er hafin að það þurfi að þróa námið í átt að háskólastiginu enda er tæknin alltaf að verða flóknari og því fylgir að kröfurnar sem gerðar eru til þeirra sem viðhalda bílunum okkar eru alltaf að aukast. Í þessu sambandi hefur verið bent á að þeir sem hefja nám í bílgreinum hjá okkur séu ekki einu sinni með bílpróf og menn velta fyrir sér hvort það sé heppilegt. Þó þessi umræða sé ekki komin langt þá geri ég ráð fyrir að hún eigi eftir að verða háværari á næstu misserum og árum.“ Borgarholtsskóli hefur reynt að bregð- ast við breyttum veruleika með því að þróa námið, en ekki síður með því að uppfæra tækjabúnað sinn. Hér til hliðar er fjallað um nýjan málningarhermi sem skólinn festi nýlega kaup á en það er langt í frá eina tækið. „Við höfum fest kaup á rafmagnsbíl sem við nýtum við kennslu hér í skólanum og einnig eigum við tvo tvinnbíla,“ segir Sigurjón. „Við höfum síðan fengið menn frá M YN D : H EL EN A S TE FÁ N S D Ó TT IR

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.