Skólavarðan - 2017, Side 39

Skólavarðan - 2017, Side 39
HAUST 2017 39 ENDURLIT TIL ÁRSINS 2000: TÆKNIN SEM ER HORFIN ÚR SKÓLASTOFUNNI Vafalaust taka margir undir það að ekki sé ýkja langt síðan árið 2000 gekk í garð. Það hefur þó ansi margt breyst á þessum síðustu 17 árum og skólastofan er ágætt dæmi um það. Tæki og tól sem þóttu hin gagnlegustu, jafnvel hálfgerð tækniundur, eru nú komin í geymslu eða alla leið á haugana. Fjallað er um þessa þróun á vef Edudemic.com. Rifjað er upp hvernig myndbands- tækjum var rúllað inn í stofur í þeim tilgangi að leyfa nemendum að horfa á fræðslu- efni, myndvarpinn var mikið þarfaþing og krítartaflan enn við lýði víða. Alfræðivefurinn Wikipedia var ekki til árið 2000 en var þó ekki langt undan. Google var tveggja ára árið 2000, Wikipedia var sett í loftið 15. janúar 2001, Facebook var stofnuð 4. febrúar 2004 og ári síðar leit Youtube dagsins ljós, eða 14. febrúar 2005. Græjur sem voru vinsælar en eru horfnar Floppídiskurinn / Margir muna eftir mjúka floppídiskinum sem var svo frábær til að flytja gögn á milli tölva og ekki var síðri bróðir hans sem kom síðar, harði diskurinn. Floppídiskurinn fagnar fimmtíu ára afmæli á þessu ári en hann hefur ekki sést í mörg ár og var á hröðu undanhaldi nokkrum árum fyrir aldamótin. Hörð drif tóku við og nú eru ský aðalamálið til að geyma gögn. Míkrófilman / Nemendur í dag vita vafalaust ekki hvaða galdur míkrófilman hafði að geyma. Hver man eftir að hafa setið á bókasafni og lesið dagblöð með þessari framsæknu tækni? Sennilega bara eldri kynslóðin. Krítartaflan / Grænar og svartar krítartöflur sjást enn í skólastofum en oft hefur hvít tússtafla verið sett fyrir framan. Krítartöflurnar eru hverfandi og það er af sem áður var þegar kennarar þurftu að dusta af sér krítarrykið í lok kennslustundar. Sjónvarp og myndbandstæki á hjólavagni / Árið 2000 og nokkuð mörg ár þar á undan var til siðs að setja myndbandstæki á vagn og rúlla honum á milli skóla- stofa. Þetta taldist vafalaust til mikilla þæginda. Alfræðibækur og orðabækur / Nemendur þurftu að fletta upp í bókum ef þá vantaði orðskýringar eða vitneskju um einhver atriði. Google svarar spurningum í dag en sá vefur leit reyndar dagsins ljós fyrir árið 2000 eða þann 4. september 1998. Linguafónar og kassettur / Tungumálakennarar hafa mörg önnur ráð í dag en að vippa linguafóninum upp á kennaraborð. Netið býður marga kosti við framburðarkennslu og það eru til öpp og hljóðforrit sem gera sama gagn. Hvað fer næst? Prentað mál / Því er spáð að hefðbundnar prentaðar námsbækur muni lúffa fyrir rafbókum og fræðandi vefsíðum. Hversu hratt og hvort það gerist skal ósagt látið enda hefur bókin sýnt að hún er lífseig mjög. Tölvuver / Þau þekkjast nú sennilega enn í einhverjum skólum en munu á undanhaldi, enda æ algengara að í það minnsta eldri nemendur séu með fartölvur og eða spjald- tölvur, að ekki sé talað um símana sem eru líka tölvur. Hvíta tússtaflan / Hvíta tússtaflan hefur leyst krítartöfluna af hólmi víða og þykir bæði þægilegri og heilsusamlegri. Nú er því spáð að snjallskjáir eða snertiskjáir, sem á ensku ganga undir nafninu Smart board, séu líklegir til að taka við hlutverki hvítu tússtöflunnar. Að sama skapi er talið að skjávarpar verði fáséðir í kennslustofum. má segja að fjölbreyttum aðferðum sé beitt við kennsluna. Við stóðum frammi fyrir að þurfa ekki bara að búa til umhverfi til að þjónusta kennarahópinn heldur alla okkar nemendur, sama hvaða leið þeir fara í námi sínu, og skólastofan þarf að vera búin tækjum til þess.“ Tækjabúnaður stofunnar og allt umhverfi hennar miðar að þessu. „Við vildum til dæmis hafa marga skjái sem bæði kennarinn og nemendur hefðu aðgang að. Margir þessara skjáa eru þegar komnir upp en þeim á eftir að fjölga. Það eru líka önnur tæki og tól í stofunni, svo sem stórt borð sem er í raun líka tafla. Nemendur geta setið við borðið og unnið verkefni en síðan er hægt að snúa borðplötunni og reisa hana við og vinna við hana eins og hverja aðra töflu. Við erum líka með rafræna töflu sem sýnir sérstakan kóða sem nemendur skanna og fá þannig aðgang að þeim upplýsingum sem eru á töflunni hverju sinni. Raunar eru skjáirnir í stofunni búnir á sama hátt“. Engin þung borð Húsgögnin í stofuna voru líka sérvalin með það í huga að auðvelt væri að færa þau til og skapa þannig aðstæður sem henta kennslunni hverju sinni, hvort sem unnið er í hópum, í einstaklingsverkefnum eða ef kennarinn er með fyrirlestur. „Fyrir voru í stofunni raðir af þungum borðum sem erfitt var að færa til. Húsgögnin sem nú eru í stof- unni eru öll létt, borðin eru á hjólum o.s.frv. og það er því afar auðvelt að raða þeim upp þannig að þau passi við kennsluna hverju sinni. Þannig teljum við að það verði til flæði í stofunni sem skiptir okkur miklu máli.“ Anna Kristín segir að nú sé unnið að því að þjálfa kennara sviðsins í að nýta þá tækni sem er til staðar í stofunni. Sjálf segist hún ekki hafa fyllilega áttað sig á öllum þeim möguleikum sem stofan byði upp á fyrr en að loknu tveggja daga námskeiði þar sem farið var yfir alla möguleika hennar. „Að námskeiðinu loknu finnst mér munurinn á því að kenna í „hefðbundinni“ stofu þar sem kennarinn hefur aðgang að töflu og skjá- varpa til móts við þá tækni og þá möguleika sem eru til staðar í þessari nýju stofu nánast eins og munurinn á því að skrifa ritgerð á ritvél eða í tölvu. Þú getur í grunninn unnið ritgerðina eins á bæði tækin en þú getur líka notað alla þá möguleika sem tölvan býður upp á til að gera svo miklu, miklu meira.“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.