Skólavarðan - 2017, Qupperneq 41

Skólavarðan - 2017, Qupperneq 41
HAUST 2017 41 mér afar erfitt þar sem ég hafði aldrei snert hvorki prjóna né nál. Ég bjó vel heima fyrir og fékk góðar leiðbeiningar sem hjálpaði mér áfram.“ Sófarnir Hjördís kennir unglingum og er með hálfan bekk í einu. Henni finnst skipta máli að vel fari um nemendurna og sá til þess að sófar væru settir inn í kennslustofuna. „Mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að nemendur fái að slaka á meðan þeir eru að prjóna. Ég er með tvo tveggja sæta sófa og tvo stóla þar sem nemendurnir geta setið og haft það náðugt því það er svo erfitt að sitja á stól við borð og prjóna. Ég legg mikla áherslu á að krakkarnir hafi það svolítið kósí; við erum með púða og þeir geta komið sér vel fyrir og passað axlir og hendur. Ég legg gríðarlega áherslu á vinnustöðu þeirra bæði í prjóni og saumi. Þeir slaka á þegar þeir prjóna og sitja beinir við saumavélina.“ Endurvinnsla og viðgerðir Hjördís segist fylgjast vel með nýjungum í textílkennslu. „Það er frekar mikið um litun í dag og endurvinnslu; ég held að nýjung- arnar séu að endurvinna – nota gömul föt. Ég kenni allavega endurvinnslu í minni Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef unnið við.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.