Skólavarðan - 2017, Qupperneq 42

Skólavarðan - 2017, Qupperneq 42
kennslu. Ég er með í skólanum bók um endurvinnslu en við notum netið líka mikið. Það er nauðsynlegt að endurvinna hlutina af því að jörðin okkar tekur ekki endalaust við. September var plastlaus mánuður og þá er til dæmis gott að nota tækifærið og ýta undir að nota margnota poka, en það er hægt að hanna, skapa og teikna á alls konar poka úr margs konar efnum. Einnig er hægt að endurnýta t.d. kaffipoka. Margir hönnuð- ir endurnýta ýmis konar fatnað og sauma nýjan úr gömlum flíkum. Þetta verður alltaf stærri og stærri hópur sem er bara jákvætt.“ Það er vissulega gagnlegt að fylgjast vel með í textíltímum. „Mörg okkar eigum börn sem koma úr skólanum með saumsprettu, gat og annað sem þarf að laga. Foreldrar fara ekkert endalaust út í búð til að kaupa nýjar flíkur; það þarf að kunna hvernig á að sauma, setja tölur, falda buxur, setja rennilás eða laga saumsprettu. Ég legg ríka áherslu á þetta í minni kennslu og læt nemendur koma með föt að heiman sem þeir þurfa að laga. Ef það kemur saum- spretta í fatnað í skólanum þá vil ég að þeir lagi það hjá mér í tíma til að kenna þeim hvernig það er gert.“ Áhugamál og vinna  Hjördís segir að textíllinn sé bæði vinna og áhugamál. „Ég hugsa mikið um vinnuna og er oft á netinu, svo sem á Pinterest og YouTube, til að skoða hvað ég gæti gert í textíl. Ég er ekki bara að hugsa um sjálfa mig heldur líka um hvað nemendur geti gert úr þessu og hvort ég geti fundið eitthvað handa þeim. Þó ég sé að gera eitthvað fyrir sjálfa mig þá sé ég oft líka eitthvað sem væri flott fyrir þá að gera og vil kannski prufa það í næsta tíma. Þetta er bara svo gaman. Þetta er áhugamálið mitt og þetta er vinnan mín.“

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.