Skólavarðan - 2017, Síða 49

Skólavarðan - 2017, Síða 49
HAUST 2017 49 Kennarinn minn hleypur hraðast á öllu landinu. Og hann er mjög góður að lyfta. Hann lyftir mörgum bókum á hverjum degi og hleypur marga hringi í stofunni okkar alla daga. Kennarinn minn getur meira að segja flogið. Hann flýgur alltaf í skólann, og þá flýgur hann yfir skólabílinn. Hann á ekki flugvél en hann á flugeldaafl í fótunum. Og þá kemur eldur út úr fótunum. Stundum megum við fljúga með. Við klæðum okkur þá í skó sem skjóta eldi af sér og þá fljúgum við. Við fljúgum alltaf til Akureyrar og aftur til Þórshafnar. Á Akureyri kaupum við fullt, fullt, fullt af nammi sem við ætlum að borða á heimleiðinni til Þórshafnar. Kennarinn kennir okkur líka að hlaupa hratt. Þá förum við í keppni og ég vinn alltaf. Það er mest gaman að hlaupa. Kennari minn kennir okkur líka að smíða fullt af vélum, til dæmis dráttarvélar með mótori sem er hægt að keyra á, og hann kennir okkur fullt annað. Við smíðum úr járni og úr timbri sem við finnum niðri í fjöru. Kennarinn heitir Bobbi og hann er 100 ára. Hann á fjórar hendur, báðum megin eru tvær hendur. Þess vegna smíðar hann svona hratt, hann getur haldið á fullt af verkfærum með höndum og fótum. Og hann á sex fætur og þess vegna hleypur og flýgur hann svona hratt. Og hann á sjö augu og hann sér mjög, mjög, mjög vel. Hann sér alltaf það sem við erum að gera. Hann er mjög góður og skammar okkur aldrei. Við elskum kennarann okkar og hann er besti kennarinn í öllum heimi!! Endir. Kjartan Kurt Gunnarsson, nemandi í 1. bekk í Grunnskóla Þórshafnar. Kjartan Kurt hlýtur verðlaun í grunnskólaflokki 1. til 4. bekk og er þetta í annað sinn sem hann ber sigur úr býtum í Smásagnasamkeppninni en hann vann til verðlauna í leikskólaflokki árið 2015. Kjartan segist gera mikið af því að segja sögur og hann hefur gaman að því að finna upp vélar og segja frá hvernig þær virka. Íþróttir og náttúrufræði eru uppáhaldsnámsgreinarnar, segir Kjartan. Þá segist hann hafa gaman að mörgum bókum og finnst alltaf spennandi að láta lesa fyrir sig. Hann ætlar að halda áfram að segja sögur og taka aftur þátt í keppninni á næsta ári. Umsögn dómnefndar: Það er nokkuð um að kennarar taki á sig mynd ofurmennis í sögum nemenda. Þessi er samt sérstakur því hann líkist hinum gríska guði Hermes sem var sendiboði allra guða á Ólympsfjalli, mikill brellukarl og guð takmarkana í heiminum. Hann hafði vængi á skónum sínum en hér hefur sá útbúnaður að vísu verið uppfærður og nú skjóta skórnir eldglæringum þegar flogið er frá Þórshöfn til Akureyrar! Skáldskaparminnin endurfæðast stanslaust og húmor kviknar jafn ósjálfrátt og eldurinn tendrast, eins og fyrir galdur, eins og meðvitundarlaust. Þessi kennari hefur fleiri hæfileika. Hann heitir Bobbi og er 100 ára, fjórhentur, með tvær hendur á hvorri hlið og getur þess vegna smíðað ótrúlega hratt. Sennilega sýnast þá að minnsta kosti sjö hamrar á lofti, eins og sverðin hjá Gunnari á Hlíðarenda. OFURKENNARI MINN einn lögreglumannanna. Steini andvarpaði djúpt. „Já, gerðu það. Og sendu hin beinustu leið upp á sjúkrahús. Segðu þeim að gera eiturlyfjapróf á þeim öllum. Ég vil vita hvað hann notaði til þess að lokka þau öll til sín,“ sagði Steini og benti svo á tvo lögreglumenn. „Þið komið með mér og Elísu heim til þessa Hauks. Anna mín, þér er óhætt að fara heim. Viltu að við keyrum þig áður en við förum til Hauks?“ lauk hann máli sínu. „Nei, ég held ég labbi bara. Reyni að átta mig á því sem að gerðist og svona. En takk samt.“ Að þessu sögðu gekk hún á brott. Elísa leit á pabba sinn og sagði: „Pabbi, mig langar ekki að fara að tala við Hauk. Má ég fara heim líka og þú segir mér bara frá þessu í kvöld? Þetta er búinn að vera langur dagur.“ Steini horfði á dóttur sína góðan tíma en kinkaði svo kolli. „Já, það er rétt. Þetta hefur verið langur dagur hjá þér. Farðu bara heim, ég skal klára þetta. Þú stóðst þig vel, skella mín.“ Elísa fór beinustu leið heim og í langt bað. Síðan fór hún inn í herbergi til að klæða sig og heyrði þá að pabbi hennar var kominn heim. „Jæja, náðir þú að leysa þetta endan- lega?“ spurði Elísa um leið og hún gekk inn í eldhús þar sem pabbi hennar var að hella sér upp á kaffi. „Já, mér tókst það. Hann var fyrst frekar hissa þegar við komum,en þegar þeir sögðu að hann væri handtekinn fyrir morð á fjórum krökkum og mannrán á sjö játaði hann allt saman. Hann segist hafa gert það síðan hann byrjaði að vinna sem kennari að láta krakkana hafa vatnsflösku fyrir öll próf, til að þau þurfi ekki að fara að fá sér að drekka í miðju prófi. Fyrir sjö vikum fór hann að hafa próf hjá einhverjum bekk á hverjum fimmtudegi og setti þá eitthvað eiturlyf í eina flöskuna. Þannig hefur honum tekist að lokka þau svona auðveldlega til sín. Efnið er enn í rannsókn,“ svaraði Steini dóttur sinni. „Já, en af hverju var hann að þessu pabbi?“ „Samkvæmt honum var hann orðinn þreyttur á krökkum í kringum sig, og ætlaði bara að fækka þeim aðeins. Hann fer líklega í ævilangt fangelsi fyrir það sem að hann gerði aumingja krökkunum og foreldrum þeirra,“ lauk Steini máli sínu. „Það er gott að við náðum að leysa þetta.“ „Já, það er rétt. Langar þig að fara í ísbíltúr fyrir vel unnin störf í dag?“ „Þú last hugsanirnar mínar,“ sagði Elísa brosandi og síðan hurfu þau út um útidyrnar.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.