Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 52

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 52
52 HAUST 2017 Hver er skoðun ykkar á því að trúarbragða- fræði var látin taka við af kristinfræði? Kristján: Ég hef miklar áhyggjur af því að það sé ekki verið að kenna trúarbragðafræði yfir höfuð en eftir nýju aðalnámskránni er búið að sameina svo mörg fög í samfélags greinar. Það dettur út fyrir. Þar sem ég kenndi áður var þetta sérfag einn tíma í viku og það eru nokkur ár síðan það var lagt niður; það var ætlast til að trúarbragðafræði kæmi bara inn í samfélagsgreinar sem þema verkefni. Hera: Ég tel að trúarbragðarfræði sé af hinu góða en kannski ekki á kostnað kristinfræði. Ég held við séum ekki með meiri trúar- bragðafræðslu en er í öðrum skólum. Ég tel jafnvel að við mættum auka fræðsluna og kannski líka í kristnum fræðum til að gera börnin læsari á menningararfinn okkar sem er tengdur kristninni. Siðferði okkar byggist dálítið mikið á kristnum gildum – svo sem hvernig við komum fram við náungann og kærleiksboð- orðið og það tengist því hvernig manneskja maður vill vera. Ég fer með faðirvorið á hverjum degi í Landakotsskóla. Mér finnst það gott að við stillum saman strengi í upphafi dags. Það er hátíðleg stund við kertaljós. Kristján: Mér finnst það mikilvægast af öllu, þar sem við erum að verða fjölmenn- ingarsamfélag, að ef við ætlum að gera vel og koma í veg fyrir fordóma gagnvart hvert öðru þá þurfum við að kynna öll trúarbrögð. Ég er ekki sammála þér með kristinfræðina þó ég sé kristinn sjálfur – ég tel að öll trúarbrögð eigi að fá jafnan sess í grunnskólum af því að við eigum að geta virt hvert annað á réttum forsendum; og líka þeir sem eru annarrar trúar heldur en kristinnar trúar. Af hverju er til dæmis jóladagur svona heilagur fyrir okkur og ramadan fyrir múslima? Við þurfum að kunna þetta til þess að geta komið í veg fyrir misskilning og öll þekking reyndar er góð. Hera: Ég er alveg sammála þér varðandi þetta. Kristján: Það sem mér finnst vera vandamál í grunnskólum og samfélaginu öllu er þessi pólitíska rétthugsun; það má ekki ræða um hlutina án þess að vera stimplaður eitthvað sem fólk er ekki. Hera: Einmitt, sammála. Kristján: Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til okkar í grunnskólunum – ef við gerum þetta ekki – kynnum nemendunum ekki fyrir mismunandi trúarbrögðum – þá er það ekkert gert. Hera: Nei, af því að margir foreldar segja að þetta sé fræðsla sem eigi að fara fram heima. Gott og vel, en við vitum að meira og minna öll fræðsla er komin á okkar hendur. Og þá verðum við líka kannski að taka þennan slag eins og margt annað. En ég er sammála þér – fræðsla kemur í veg fyrir fordóma. Reynsla mín er að það eru ekki Trúarbragðafræði, þar sem nemendur fræðast um hin ýmsu trúarbrögð, tók við af kristin- fræði. Svava Jónsdóttir settist niður með Heru Sigurðardóttur, kennara í Landakotsskóla, og Kristjáni Arnari Ingasyni, kennara í Fellaskóla. VIÐ MEGUM EKKI MISMUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.