Skólavarðan - 2017, Qupperneq 53
HAUST 2017 53
þeir foreldrar sem eru annarrar trúar sem
setja út á kristinfræði.
Kristján: Það er eins með kynlíf og trú; það
má ekki ræða þetta.
Hera: Við verðum að taka þessa umræðu
um þetta og hvað við ætlum að gera. Og það
er líka dálítið í tísku – ég leyfi mér að segja
tíska – að vera ekki trúaður; að þurfa að
pukrast með þetta svolítið. Eins og þú segir
kynlíf og trú – eins og það megi ekki tala
um þetta.
Eru litlu jólin haldin í skólunum?
Hera: Það eru haldin jólaböll í Landakots-
skóla og litlu jól í stofunum.
Kristján: Það eru líka haldin jólaböll í Fella-
skóla. Það er eitthvað skreytt hjá okkur en
það fer ekki mikill tími í það.
Hera: Það er hefð í Landakotsskóla að 2.
bekkur setur upp helgileik í Landakots-
kirkju.
Kristján: Ég held það sé helgileikur í
Fellaskóla.
Hver er skoðun ykkar varðandi kirkjuheim-
sóknir grunnskólanema fyrir jól?
Kristján: Þegar við vorum með kirkjuheim-
sóknir í skólanum þar sem ég vann áður þá
snerist þetta um að koma saman, eiga
notalega stund og syngja jólalög. Ég sá
ekkert að þessu. Þetta þótti ekki viðeig-
andi.
Hera: Fannst þér ekki bara örfáir vera á móti
kirkjuheimsóknum?
Kristján: Þeir voru bara svo háværir og við
hin bara þögðum. Þetta er bara skemmti-
leg og notaleg stund. Ég skil þetta ekki
alveg. Þess vegna er ég að koma inn á þessa
pólitísku rétthugsun; það má enginn tjá sig
eitt eða neitt um þessi mál.
Hera: Nema þú sért á móti og þá er það
kórrétt.
Kristján: Ég ber virðingu fyrir þeim sem
eru trúlausir. Ég ber líka virðingu fyrir
öllum hinum. Við erum bara manneskjur.
Punktur. Þetta snýst um að við erum að
mennta næstkomandi kynslóð til að takast
á við hvert annað og geta lifað í sama sam-
félagi. Þess vegna er svo mikilvægt að við
kynnum öll trúarbrögð. Trúarbragðafræðsla
í grunnskólum er ekki nægileg.
Hera: Nei, ég held ég geti verið sammála þér.
Eins og þú segir – þetta er orðið fjöl-
menningarsamfélag. Til þess að við getum
lifað í sátt og samlyndi með öll þessi ólíku
trúarbrögð þá verðum við að vita um hvað
þetta snýst eins og þú sagðir. Við verðum
að vita þetta til að eyða þessum fordómum
af því að fordómar spretta af vanþekkingu.
Engu öðru.
En varðandi kirkjuheimsóknir fyrir
jólin. Við í Landakotsskóla förum sumsé í
kirkju fyrir jólin. Ég hef ekki heyrt annað
en að foreldrar séu ánægðir með þá ráð-
stöfun. En við erum í nábýli við kaþólsku
kirkjuna og okkar skólastarf gengur meðal
annars út á kristileg gildi; það stendur í
stefnuskrá skólans og birtist í því að við för-
um með bæn, erum með fræðslu í kringum
kristilegar hátíðir og förum í kirkju.
Við erum til dæmis með helgileik
og þetta er saga sem margir trúa en ekkert
allir og maður ber virðingu fyrir. Mér
finnst vera hátíðlegt og gaman að hafa
helgileik og ég upplifi það að börnunum
finnst það líka vera gaman.
Kristján: Málið er líka það að við verðum
að passa okkur – þetta er mjög varasamt
efni að kenna. Við megum ekki fara yfir í
trúboð. Við verðum að vera vel undirbúin
þegar við erum að kenna þetta efni. Þegar
ég var að kenna trúarbragðafræði fyrir
nokkrum árum þá fékk ég heimsóknir frá
þessum stofnunum í tíma; það var frábært
og krakkarnir fengu að spyrja ýmissa
spurninga.
Hera: Já, ég held að þetta sé góð leið að veita
fræðslu um trúarbrögð að fá meðlimi í
hinum mismunandi söfnuðum að segja frá
sinni trú.
Kristján: Mér finnst að öll trúarbrögð eigi að
vera tekin fyrir. Við megum ekki mismuna.
Hera: Ég er sammála þér en kannski ætti
kristin trú að vera í forgangi.
Kristján: Þá finnst mér að það ætti að vera
heima. Mér finnst ekki að það eigi að vera
okkar að taka ein trúarbrögð fram yfir
önnur. Mér finnst að það eigi jafnt yfir alla
að ganga og síðan undir heimilunum komið
hvort þau vilji fá aukakennslu.
Hver hafa viðbrögð foreldra verið út af því
að sums staðar er ekki farið í kirkju fyrir
jólin?
Kristján: Engin viðbrögð. Einhver tautar úti í
horni einhvers staðar.
Hera: Já, ég tel að það sé þannig. Mín
tilfinning var sú að það urðu mjög margir
ósáttir en þorðu ekki að taka af skarið eða
vildu það ekki.
Kristján: Málið er að það er miklu þægilegra
að þegja og taka ekki afstöðu og þá er
ekkert rugl og þú færð að vera í friði.
Hvaða máli skiptir að kenna trúarbragða-
fræði í grunnskólum?
Kristján: Þetta er bara partur af menn-
ingunni. Sama hvort fólk vill það eða ekki.
Það er bara þannig. Þetta er mikilvægur
partur af því að vera það sem við erum.
Það sem mótar okkur.
Hera: Bæði menningarlega og siðferðislega.
Kristján: Það er samnefnari í öllum trúar-
brögðum.
Hera: Mér finnst það skipta mjög miklu
máli í okkar sívaxandi fjölmenningarsam-
félagi að nemendur okkar fái fræðslu um
mismunandi trúarbrögð.
Kristján: Við erum manneskjur númer eitt,
tvö og þrjú. Flest af þessum trúarbrögðum
ganga út á náungakærleik og að sýna
virðingu gagnvart öðrum. Og það er mjög
jákvæður boðskapur finnst mér.
Hera: Sammála því. Ég tel að við séum sam-
mála um að það þurfi að auka fræðsluna.
Kristján: Já, og það þarf að opna umræðuna
um þetta. Ef fólk ætlar að ræða um málefni
sem eru ekki pólitísk rétthugsun þá er
fólk stimplað strax í staðinn fyrir að taka
umræðuna.
Hera: Númer eitt, tvö og þrjú er fræðsla um
ólíka menningarheima. Það er hætta á
að fordómarnir komi í ljós ef fólk fær ekki
fræðslu.
Kristján: Það þarf að opna umræðu um
þetta efni. Fjölmenningin er ekkert að
fara. Við þurfum að kynnast hvert öðru
til þess að láta þetta ganga. Þetta er orðið
alþjóðasamfélag út um allt og það er
okkar fullorðna fólksins og þeirra sem
sjá um fræðsluna og kennslu barna að
fræða þau um þessi mál til þess að koma
í veg fyrir vanþekkingu og vankunnáttu
á siðum og venjum hvers annars. Og þá
öðlumst við almenna mannlega virðingu.
Hera: Ég er alveg sammála þér en ég
held líka að við þurfum að þekkja vel
kristinfræðina, sögu okkar og menningu í
gegnum kristinfræði til þess að geta lært
um önnur trúarbrögð. En ekki að auka
trúarbragðafræðina á kostnað kristin-
fræðinnar.
Ef þau vita ekki hvað kristinfræði er
þá geta þau ekki tekið vitræna afstöðu um
hvort þau vilja vera kristin eða ekki.