Skólavarðan - 2017, Qupperneq 54

Skólavarðan - 2017, Qupperneq 54
54 HAUST 2017 Árlega úthlutar Erasmus+ á Íslandi 1.000 milljónum króna til fjölbreyttra mennta- og æskulýðs- verkefna, sem sýnir þann metnað sem íslenskt skólafólk hefur fyrir hönd skólanna og nemenda sinna. Um 30.000 þátttakendur hafa tekið þátt frá upphafi áætlunarinnar hér á landi. Við erum stolt af því góða samstarfi sem við höfum átt í gegnum árin og horfum áfram fram á veginn. Takk fyrir þátttökuna! Eiga kennarar að tala við nemendur um hryðjuverk? Hverju á skólafólk að svara þegar nemandi segir að reka eigi alla „helvítis Pólverjana“ úr landi? Eða ef einhver heldur því fram að það sé í góðu lagi að vera rasisti enda sé mamma hans það? Hafa strákar stundum rétt fyrir sér þegar þeir ásaka kennara um að halda „alltaf“ upp á stelpurnar í bekknum? Hvernig bregst skólinn við hugmyndum um að nemendur fái að velja sér salerni eftir kynvitund? Á kennari að láta skoðanir sínar í ljós eða vera hlutlaus? Er hægt að fjalla á hlutlausan hátt um barnagiftingu og heiðursmorð? Nemendur eiga rétt á að njóta bernsku sinnar Samkvæmt lögum um grunnskóla eiga nemendur rétt á því að njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans. Skólinn á að vera griðastaður. Hvernig eigum við þá að fjalla um þessi mál? Hafa skólar ákveðnum skyldum að gegna í forvörnum gegn hryðjuverkum og öðrum hroðaverkum? Vinnubúðir í Útey Undirrituðum gafst kostur á að sækja vinnubúðir um viðkvæm álitamál (controversial issues) á vegum Wergeland stofnunarinnar í maí síðastliðnum ásamt norrænum Bryndís Haraldsdóttir Linda Heiðarsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Jón Páll Haraldsson VIÐKVÆM ÁLITAMÁL OG NEMENDUR

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.