Skólavarðan - 2017, Page 55
Árlega úthlutar Erasmus+ á Íslandi 1.000 milljónum króna til fjölbreyttra mennta- og æskulýðs-
verkefna, sem sýnir þann metnað sem íslenskt skólafólk hefur fyrir hönd skólanna og nemenda sinna.
Um 30.000 þátttakendur hafa tekið þátt frá upphafi áætlunarinnar hér á landi.
Við erum stolt af því góða samstarfi sem við höfum átt í gegnum árin og horfum áfram fram á veginn.
Takk fyrir þátttökuna!
starfsfélögum. Það sem gerði þetta ólíkt
öðrum vinnubúðum, námskeiðum og
ráðstefnum sem við höfum setið var
að vinnubúðirnar voru haldnar í Útey,
Noregi. Eyjan lætur engan ósnortinn og
við hugsuðum öll um hvað við hefðum gert
í sporum þeirra sem voru í eynni 22. júlí
2011. Voðaverkin í Manchester gerðust á
meðan við vorum þarna. Okkur var sagt að
sama kvöld væru skólastjórnendur að öllum
líkindum að funda og skipuleggja hvernig
skólar gætu best tekið á móti nemendum
morguninn eftir. Hvað myndum við gera í
þeirra sporum?
Sumarnámskeið 2017
Í ágúst héldum við námskeið fyrir reykvíska
kennara. Markmið þess var að þátttakendur:
• Þekktu til þess hvaða málefni geta
verið umdeild eða viðkvæm og skildu
mikilvægi þess að geta rætt þau við
nemendur.
• Gerðu sér grein fyrir hvernig eigin
skoðanir, reynsla og gildi geta haft áhrif
á hvernig við tölum um umdeild og
viðkvæm málefni.
• Áttuðu sig á hvernig við sköpum öruggt
umhverfi fyrir slíkar umræður.
• Efldust að sjálfstrausti til að geta tekist
á við umdeild málefni og skoðanir.
Á námskeiðinu var fjallað um ýmis
viðkvæm álitamál sem upp geta komið
í skólastarfi og leiðir til að bregðast við
þeim. Má þar nefna ólíka þætti eins og
kynþáttahatur, samskipti kynja, kynvitund
og hlutverk foreldra í uppeldi barna.
Íslenskri þýðingu á handbókum
fylgt eftir
Í lok vinnubúðanna í Útey var þátttakend-
um falið að móta áætlun um hvernig við
hygðumst kynna það sem þar fór fram fyrir
skólafólki á Íslandi. Fyrsta verkefnið þegar
heim var komið var að funda með mennta-
málaráðuneyti um þýðingu á handbókum
fyrir kennara og skólastjórnendur. Ráðu-
neytið brást vel við og er málið komið í ferli.
Þegar íslensk þýðing á handbókunum
liggur fyrir verða þær sendar skólum auk
þess sem við undirrituð erum tilbúin að
fylgja þeim eftir með námskeiði eða minni
fundum. Við viljum ítreka að þetta er ekki
nýtt kerfi sem innleiða á í skólum. Hand-
bókin er með hagnýtum leiðbeiningum og
verkefnum sem falla vel að skólastarfi, enda
eiga starfshættir grunnskóla meðal annars
að mótast af umburðarlyndi og kærleika,
jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð,
umhyggju og virðingu fyrir manngildi.
„Það sem gerði þetta
ólíkt öðrum vinnubúð-
um sem við höfum setið
var að vinnubúðirnar
voru haldnar í Útey,
Noregi. Eyjan lætur
engan ósnortinn.“