Fréttablaðið - 02.02.2021, Síða 34

Fréttablaðið - 02.02.2021, Síða 34
Nýjar njósnamyndir hafa náðst af næstu kynslóð Toyota Aygo sem er sú þriðja í röðinni. Sá bíll kemur á götuna á næsta ári en mögulega verður hann kynntur í lok þess árs. Búast má við að bíllinn verði ekki lengur á sama undirvagni og Peugeot 108 og Citroen C1 heldur fái TNGA-undirvagn Toyota. Myndin sýnir ágætlega að útlitið fær hann í ætt frá nýrri kynslóð Yaris, með svipuðum framenda. Búast má við að svipað verði upp á teningnum innandyra með sama mælaborði og í nýjum Yaris. Líklega verður hann með sömu eins lítra, þriggja strokka bensínvél og áður en TNGA-undirvagninn þýðir að meira rafmagn verður í boði með mildum tvinnútgáfum til að byrja með. Það er þó ekki auðvelt að koma fyrir tvinnút- færslu í þessum stærðarflokki, en framkvæmdastjóri Toyota í Evrópu, Johan van Zyl, hefur sagt að það verði nauðsynlegt fyrir þennan stærðarflokk í framtíðinni ef hann eigi að lifa af. Njósnamynd af Aygo Subaru hefur kynnt nýja útfærslu XV-jepplingsins sem fer á sölu í Evrópu með vorinu. Breytingar á ytra byrði eru frekar litlar en þær einskorðast aðallega við endurhannaðan framenda með nýjum þokuljósum, grilli og stuðara. Einnig fær hann nýjar 18 tommu álfelgur og tvo nýja liti. Meiri breytingar eru þó undir niðri með endurhönnuðum dempurum og drifkerfi. Bíllinn verður nú aðeins í boði með tveggja lítra boxervélinni en hún skilar 154 hestöflum og 196 newtonmetra togi. Fjórhjóla- drif og CVT-sjálfskipting eru nú staðalbúnaður. Að sögn Sigurðar Sigurðssonar, sölufulltrúa Subaru hjá BL, verður bíllinn kynntur hér- lendis í júní. Subaru XV jepplingurinn fær andlitslyftingu Hyundai hefur frumsýnt útlit Tuc- son-jepplingsins í N-Line útgáfu sinni. Meðal breytinga frá grunn- gerðinni má sjá 19 tommu álfelgur, endurhönnuð loftinntök og grill að framan ásamt nýjum loftdreifi og tvískiptu pústkerfi að aftan. Auk þess verður hægt að sérpanta N-Line í skuggagráum lit með svörtu þaki. Innandyra er hefðbundin N-Line- útfærsla með sportlegri sætum, sérsaumuðu leðri, N-merkingum og álpe- dulum. Sami vélbúnaður verður í N-Line og í öðrum Tucson en hann fær einnig stillanlegt fjöðrunarkerfi. Verð og þess háttar hefur ekki verið kynnt enn þá en búast má við bílnum til landsins í sumar. Nýr Hyundai Tucson kynntur í N-Line útgáfu Nýja njósna- myndin sýnir að nýr Aygo verður eins og smækkuð út- gáfa Yaris að sjá úr fjarlægð. Tvílit N-Line útgáfa með 19 tommu felgum verður meðal þess sem í boði er sérstaklega fyrir þennan bíl. Subaru XV verður búinn 180 gráðu öryggisskynjara að framan sem tengdur er árekstrarvara bílsins. KLETTUR fremstir í okkar fagi! 340 PREMIUM ca 45 tonn Hægt að setja upp 50 prófíla fyrir vélamenn CPM viktarkerfi, hægt að halda yfirlit yfir afköst E-fence, hægt að setja inn öryggissvæði svo ekki sé farið út fyrir það sem er gott ef unnið er undir háspennustreng eða úti í umferð Rafstýrt vökvakerfi og joystick sem auka afköst og minnka eldsneytiseyðslu HDHW undirvagn extra hár og breiður sem gefur besta stöðugleikann í ámokstri CAT 309 ca 10 tonn Rúmgott stýrishús með gott fótapláss Allar stýringar fyrir útvarp, miðstöð og stillingar á vökvakerfi gerðar í mælaborði Joystick stýring á keyrslu með cruise control 2x tvívirkar aukalagnir með stiglausri stýringu og hægt að stilla flæði frá skjá Stjórnskjár fyrir CAT TRS rótotilt innbyggt í mælaborði vélar 2 ára ábyrgð CAT 302 ca 2.2 tonn Rúmgott stýrishús með gott fótapláss Allar stýringar fyrir úttvarp, miðstöð og stillingar á vökvakerfi gerðar í mælaborði Joystick stýring á keyrslu með cruise control 2x tvívirkar aukalagnir með stiglausri stýringu og hægt að stilla flæði frá skjá Vökvabreikkanlegur undirvagn 2 ára ábyrgð 2. febrúar 2021 ÞRIÐJUDAGUR12 BÍLABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.