Dagfari - Dec 2020, Page 5

Dagfari - Dec 2020, Page 5
5 DESEMBER 2020 Þvottastöð fyrir herflugvélar • Bygging á þvottastöð fyrir flugvélar, sem fjármögnuð er af Bandaríkjamönnum, lýkur á vormánuðum 2021. • Bandaríski flugherinn kostar endurbætur og styrkingu á flugbrautum og flughlöðum inni á öryggissvæðinu sem ljúka mun árið 2021. Eru þær framkvæmdir m.a. réttlættar með vísun til umhverfisverndar. • Á árinu 2020 var tilkynnt um stækkun öryggissvæðisins, þar sem gert var ráð fyrir nýjum flugvélastæðum sem ætluð eru vélum sem bera „hættulegan farm“. Þá verður undirbúið svæði þar sem hægt væri að koma upp færanlegri gistiaðstöðu fyrir viðbótarmannskap með skömmum fyrirvara. • Isavia undirbýr styrkingu flugbrauta og flughlaða sem kostað verður af mannvirkjasjóði Nató. Auk þessa mætti telja til ýmis minni viðhaldsverkefni og umhverfisverkefni, svo sem uppgræðsla og gróðursetning. Þá hefur verið unnið að hreinsun á olíumengun við Stokksnesstöðina og mun ekki vanþörf á. Þessi samantekt varpar nokkru ljósi á vaxandi umsvif Bandaríkjahers hér á landi. Ljóst er að íslenskir hernaðarandstæðingar mega ekki sofna á verðinum, því yfirvöld í Pentagon hafa engan áhuga á að missa tök sín í Norður-Atlantshafi.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.