Dagfari - dec. 2020, Side 6

Dagfari - dec. 2020, Side 6
6 DAGFARI Tónlistarfræðingurinn Dr. Arnar Eggert Thoroddsen svarar spurningunni: „Hver er besta hljómplatan sem fjallar um stríð og frið?“ Mér varð strax hugsað til þriggja titla sem ég ætla að fá að nefna hér. Lítið um frið reyndar, því í raun fjalla þær hver á sinn hátt eingöngu um stríðsrekstur. Fyrst vil ég nefna sérdeilis magnaða plötu Pop Group, For how much longer do we to tolerate mass murder? (1980). Stríðspælingin þar liggur kannski augljósast í titlinum og ljósmynd á umslagi en lögin gera líka sitt í að tóngera hroðann í raun, með fullkominni kakófóníu og brjáluðum hávaða þar sem allt rennur saman í dásamlegan graut. Í annan stað er það fyrsta stuttskífa endurreisnarpönksveitarinnar Discharge, Realities of War (1980) og plötur hennar næstu tvö árin í raun. Reitt, grimmt og raunsæisbundið pönkrokk hvar stríðsherrar fengu á baukinn linnulaust. Skýrir og afdráttarlausir textar og hreint út sagt stórkostlegir barasta. Í þriðja lagi nefni ég eina af mínum uppáhalds þungarokksplötum, Realm of Chaos með Bolt Thrower (1989). Allt eru þetta breskar sveitir. Bolt Thrower eru reyndar að leggja út frá einhverju borðspili/ hlutverkaleik (held ég) og þetta er því teiknimyndalegt sprell í textum sem útliti, en mig langaði samt að henda henni hér inn, Stóra spurningin… Stríðsherrar fá á baukinn enda rokkar hún eins og fjandinn. Bæti því við að lokum að pönkarar/öfgarokkarar hafa oft og tíðum verið glæsilegir og hávaðasamir málsvarar friðar og ærlegheita í mannlegri breytni.

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.