Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 8
DÓMSMÁL Rúmenar sem störfuðu fyrir Menn í vinnu í janúar og febrúar 2019 bjuggu við óboðlegar aðstæður við Dalveg 24 í Kópavogi. Fimmtán manns deildu einu sal- erni og einu eldhúsi í ósamþykktu húsnæði fyrir ofan bílaþvottastöð þar sem var stöðug málningar- og brunalykt. Enginn viðeigandi brunaútgangur var í húsinu og oft voru fjórir eða fimm saman í einu herbergi. „Þetta var mjög slæmt. Ómann- úðlegar aðstæður,“ segir Romario Valentin, 25 ára karlmaður. „Þetta var áfall. Ég þekkti engan, var peningalaus, langt í burtu frá heimalandi mínu í landi þar sem ég talaði ekki tungumálið,“ segir Sorin Marinescu, 32 ára karlmaður. „Það var mjög skítugt og stundum voru slagsmál bara til að komast í eldavélina fyrst, það voru svo margir að bíða í röð,“ segir Petruta Roxana Musat, 31 árs kona. „Martröð. Þetta var martröð þar sem mér fannst ég misnotaður mjög illa. Þetta var niðurlægjandi,“ segir Alexandru Tudose, 20 ára karl- maður. Þetta kom fram í skýrslutöku við aðalmeðferð á máli fjögurra Rúm- ena gegn starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu og fyrirtækinu Eldum rétt í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Alexandru Tudose, Petruta Rox- ana Musat, Romario Valentin og Sorin Marinescu höfða mál vegna vangoldinna launa, ólögmæts frá- dráttar af launum og vanvirðandi meðferðar á meðan á vinnu þeirra stóð. Segjast þau öll hafa fengið tals- vert lægri laun en þeim var upphaf- lega lofað þegar þau voru ráðin til starfa. Enginn hafi skrifað undir leigusamning og þau vissu ekki fyrir fram hvað þau myndu greiða í leigu. Þessir grátandi Rúmenar Í skýrslutöku yfir Höllu Rut Bjarna- dóttur, eiganda star fsmanna- leigunnar, sagði hún eiginmann Petrutu Roxönu hafa verið einn forsprakka „grátandi Rúmenanna“ sem hefðu eyðilagt líf hennar með því að fara í fjölmiðla. „Líf mitt er bara ónýtt, það er bara þannig. Ég get ekki fundið mér vinnu, það „googla“ allir mig. Synir mínir hafa liðið mikið fyrir þetta. Tvisvar hef ég þurft að yfir- gefa heimili mitt þótt það sé búið að sanna fyrir rétti að þetta sé lygi. Það er ekki nóg fyrir þetta fólk, heldur birtir það myndir af mér og „Facebook“-inu mínu í fréttum í Rúmeníu. Ég hef aldrei verið kærð fyrir neitt eða sökuð um neitt af lög- reglu. Þau hætta aldrei, þau halda bara áfram og ljúga áfram.“ Halla Rut játaði fyrir dómara að húsnæðið þar sem vinnufólkið bjó hafi ekki verið samþykkt íbúðar- húsnæði. „Þetta var nýinnréttað hús í þjónustukjarna við hliðina á bónstöð. Við fengum ekki leyfi til að hafa íbúð en við fengum slökkvilið til að taka út húsið og setja bruna- kerfi.“ Ef ling steig inn í málið í byrjun febrúar árið 2019 og var mansals- teymi félagsmálaráðuneytis virkjað og með aðstoð Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar var íbúum á Dalvegi 24 komið fyrir á gistiheim- ili við Sundlaugarveg og þeim veitt neyðaraðstoð. ingunnlara@frettabladid.is Fannst hann vera misnotaður Rúmenar lýsa aðstæðum við Dalveg 24 þar sem þeir bjuggu meðan þeir voru ráðnir til vinnu hjá Mönn- um í vinnu ehf. sem óboðlegum. Eigandi fyrirtækisins segir líf sitt ónýtt eftir að málið birtist í fjölmiðlum. Smánarlaun og engar kvittanir fyrir frádrætti ROMARIO: Fékk um 36 þúsund krónur í laun – 126 þúsund krónur dregnar af launum fyrir leigu, bensíni, flug- miða og fleiru. SORIN: Fékk um 41 þúsund krónur í laun – 128 þúsund krónur dregnar af launum fyrir leigu, bensíni, flug- miða og fleiru. PETRUTA: Fékk um 29 þúsund krónur í laun – 196 þúsund dregnar af launum fyrir leigu, bensíni, flugmiða og fleiru. ALEXANDRU Fékk um 46 þúsund krónur í laun – 160 þúsund krónur dregnar af launum fyrir leigu, bensíni, flug- miða og fleiru. Halla Rut Bjarnadóttir ásamt lögmönnum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hjálmlausir í háloftunum Vinnu við byggingu hótels Íslandshótela í Lækjargötu hefur verið haldið áfram að nokkru leyti þótt kórónaveirufaraldurinn hafi tafið verkið. Þessir þrír menn unnu þar í vikunni við að leggja pappa á þak hótelsins sem verður með alls 140 herbergi á besta stað í miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI REYKJAVÍKURBORG Tillaga Kolbrún- ar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði, um að aðkomuleið að Sorpu í Jafnaseli yrði lýst, var felld í ráðinu. „Aðkomuleiðin er án lýsingar. Þar er svartamyrkur þegar dags- birtu nýtur ekki,“ benti Kolbrún á í tillögu sinni. „Þó aðkomuleið að Sorpu kunni að vera óupplýst seinustu 1-2 tíma af opnunartíma endurvinnslustöðva yfir hávetur er ekki víst að það sé réttasta for- gangsröðun fjármuna að koma fyrir sterkari lýsingu þar,“ bókuðu fulltrúar Samfylkingarinnar, Við- reisnar og Pírata og felldu tillöguna. Kolbrún bókaði þá að kannski væri lýsingin ekki rétt forgangs- röðun fjármuna en að margt sem skipulagsyfirvöld settu í forgang fyndist öðrum ekki vera forgangs- mál. – gar Lýsa ekki upp við Sorpustöð Kolbrún Baldurs- dóttir, borgar- fulltrúi Flokks fólksins ORKUMÁL Bæjarráð Hveragerðis segist undrast að Þverárdalur sé settur í nýtingarf lokk í tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. „Þverárdalur ásamt Innstada,l sem felldur er undir biðflokk, býr yfir einstakri fjölbreytni og fegurð, sem nauðsynlegt er að varðveita ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Hengilssvæðið er ómetanleg nátt- úruperla í næsta nágrenni við þétt- býlasta svæði landsins og býður það upp á staði þar sem hægt er að njóta öræfakyrrðar þrátt fyrir þéttbýlið allt um kring,“ segir bæjarráðið. Hins vegar kveðst bæjarráðið fagna því að Grænsdalur og Bitra á Hengilssvæði fari í verndarflokk. „Enda er þar um að ræða einstaka náttúru sem greinilega er orðin sátt um að beri að vernda.“ – gar Þverárdalur fari í verndarflokk Hvergerðingar nýta Hengilssvæðið til útvistar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁRBORG Þegar ný byggingarnefnd hóf störf við Stekkjaskóla í Árborg kom í ljós að vinnu við sjö af átta verkþáttum verkefnisins skorti. Aðeins var búið að ljúka hugmynda- vinnu en eftir var gerð kröfulýsingar og þarfagreiningar, forsagnar, útboð hönnunar, frumhönnun og fulln- aðarhönnun, útboð framkvæmdar og framkvæmdin sjálf. Þeir Eggert Valur Guðmundsson og Tómas Ellert Tómasson bókuðu í bæjar- ráði að þeir furði sig á Sjálfstæðis- flokknum og segja ábyrgðina liggja þar að byggingu nýs skóla í Björkur- stykki haf i haf ist að minnsta kosti tveimur árum of seint. Samkvæmt bókun Eggerts og Tóm- asar þá hyllir undir að fyrsti hluti nýbyggingar Stekkjaskóla verði tekinn í gagnið í ágúst 2022. – bb Hugmyndin kom en ekkert meira en það 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.