Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2021, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 06.02.2021, Qupperneq 34
Við heimsóttum Völla heim í eldhúsið þar sem hann fræddi okkur um forsögu þessara lífrænu vara og töfraði jafnframt fram himneskt bleikju- og spínatsalat sem er toppað með Umami-saltinu frá Algarum Organic. Upphaflega vinnan hófst fyrir fjórum árum „Hann Símon Már vinur minn hjá Íslenskri bláskel og sjávargróðri var byrjaður að þurrka þara fyrir fólk sem vantaði hann til ýmissa nota. Hann færði mér tvo stóra kassa fyrir fjórum árum til að prufa mig áfram með. Þá byrjaði ég að skoða hann sem hráefni í matargerð en skipti f ljótlega um gír eftir því sem ég las meira um hversu of boðslega heilnæmur þarinn er. Þannig hófst þessi vinna og ákváðum við í upphafi að hafa vöruna lífræna og 100 prósent endurvinnanlega.“ Fimmta bragðið er í raun umami Völli segir eiginleika Umami- saltsins umtalsverða og að mikil vinna liggi að baki þróuninni sem unnið hefur verið að hjá Algarum Organic. „Umami er í raun fimmta bragðið, en tungan skynjar sætt, salt, súrt og beiskt, síðan er umami fimmta bragðið sem var skilgreint 1908 og þá úr dashi-soði sem inniheldur einmitt kelp eða þara. Umami er undirliggjandi bragð sem má í raun kalla bassann í bragðinu. Þessu bragði verður ekki náð með einhverjum samsetn- ingum heldur liggur það í þangi og þara. Þess vegna þróuðum við blöndu af söltum sem inniheldur mismunandi tegundir af þara og gefur þetta einstaka undirliggj- andi bragð.“ Þaraduftið og -hylkin eru 100% lífræn unnin úr íslenskum þara. En hvað er það sem gerir þara- duftið og hylkin svo eftirsóknar- verð? „100% lífræn, vegan og í 100% endurvinnanlegum og niður- brjótanlegum umbúðum. Þari er í raun eina plöntu- eða jurta- tegundin sem inniheldur joð sem er líkamanum lífsnauðsynlegt. Í vörunni er eingöngu íslenskur handtíndur 100% lífrænt vottaður þari en eitt stærsta yfirvofandi heilsufarsvandamál í heiminum í dag er joðskortur og í fyrsta skipti mælist joðskortur hér á landi. Fólk borðar almennt minna af fiski og joðskortur hefur áhrif á skjaldkirt- ilinn og hormónastarfsemina sem hefur margvísleg einkenni á borð við þreytu, slen, þyngdaraukningu og þunglyndi.“ Við fengum Völla til að deila með okkur uppskrift að einu af sínu uppáhaldssalötum með sjávarfangi sem tilvalið er að njóta, ljúffengu bleikju- og spínatsalati með sítrónu-vinaigrette sem bragð er af. Bleikju- og spínatsalat með sítrónu-vinaigrette Fyrir 4 2 bleikjuflök ½ haus spergilkál, skorið í minni bita 2 tómatar, skornir í báta ½ gúrka, skorin í sneiðar 1 poki spínat 4 radísur, þunnt skornar 1 hnúðkál, skorið í þunnar sneiðar 1-2 gulrætur, skornar í strimla 1 appelsína, skorin í lauf Safi úr ½ sítrónu 200 ml grænmetisolía 1 msk. ólífuolía Ocean Umami-salt Penslið eldfast mót með olíu og setjið bleikjuf lökin í ofn á 180°C í 10 mínútur og látið kólna. Skafið svo litla bita af roðinu í skál. Setjið spergilkálið í eldfast mót með 1 matskeið af ólífuolíu í ofn á 180°C gráður í 5 mínútur og látið kólna. Ljúffengt bleikju- og spínatsalat Völundur Snær Völundarson, matreiðslumaður og frumkvöðull hjá fyrirtækinu Algarum Organic, kom með nýjar lífrænar vörur á markaðinn síðla sumars á síðasta ári sem hafa hlotið athygli. Völundur Snær Völundsarson, eða Völli, er matreiðslumaður og frumkvöð- ull hjá fyrirtækinu Algarum Organic. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bleikju- og spínatsalat með sítrónu- vinaigrette er ljúffengur réttur. Umtalsverð vinna liggur að baki þróuninni á Umami-salt- inu. Sjöfn Þórðardóttir sjofn@torg.is Matarást Sjafnar Sandra Yunhong She, fram-kvæmdastjóri hjá Arctic Star, segir sæbjúgu hafa verið notuð í Asíu um langt skeið við margs konar kvillum. „Í Kína eru þau stundum kölluð „ginseng hafsins“ en Kínverjar eru stærstu neytendur sæbjúgna í heiminum. Þau eru notuð þar til að meðhöndla háan blóðþrýsting, draga úr liðverkjum og auka kynorku og eru einnig vinsæl í Indónesíu þar sem þau eru talin búa yfir lækningamætti vegna græðandi eiginleika og eru meðal annars notuð á magasár.“ Kollagen og vítamín Arctic Star hefur verið með sæbjúgu á markaðinum í um fimm ár og hafa vörurnar frá þeim hlotið góðar undirtektir. Nú hefur Arctic Star bætt við úrvalið með sérstakri blöndu af sæbjúgum, D-vítamíni og kollageni. Sæbjúgun (Cucumaria Frondosa) sem Arctic Star notar eru veidd í Norður-Atlantshafi við strendur Íslands og innihalda mikið magn kollagens. Þau eru veidd úr sjónum en að sögn Söndru eru villt sæbjúgu með umtalsvert meiri virkni en eldisræktuð sæbjúgu. „Sæbjúgun sem við notum eru ekki eldisafurð. Þetta er lindýr sem vex á botni sjávar og þessi ákveðna tegund inniheldur mjög hátt hlutfall prótíns eða um 70% og einungis 2% fitu. Blandan inniheldur að Kröftug og breiðvirk blanda Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda ríflega 50 tegundir næringarefna sem hafa ýmis heilsuefl- andi áhrif, eins og að draga úr stirðleika og liðverkjum, auka blóðflæði og styrkja ónæmiskerfið. Sandra Yunhong She segir sæbjúgu mikið notuð víða í Asíu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN auki fiskiprótín sem unnið er úr þorskroði ásamt steinefnum og vítamínum.“ Ávinningur af neyslu kollagens er talinn margþættur. „Blandan hefur sérstaklega góð og styrkjandi áhrif á liði, húð, neglur og hár. Við bættum svo við C-vítamíni en það eykur virkni kollagensins og styrkir brjósk, bein og húðina ásamt því að efla starfsemi taugakerfisins og ónæmiskerfisins. Þá er C-vítamín talið verja frumur líkamans gegn oxunarálagi og draga úr þreytu og sleni,“ útskýrir Sandra. „Við höfum einnig bætt við D-vítamíni en það styrkir líka ónæmiskerfið, stuðlar að eðlilegri upptöku líkamans á kalsíum og fosfóri ásamt því að styrkja bein, tennur og vöðva.“ Ríkulegt magn amínósýra Sæbjúgu innihalda einnig mikinn fjölda amínósýra en þær eru undir- staða og byggingarefni prótína. „Meðal amínósýra sem er að finna í sæbjúgum má nefna metíónin sem er blóðaukandi, eykur orku líkam- ans ásamt því að stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns. Þá er einn- ig að finna amínósýruna lýsin sem talin er efla þroska heilans, stýra heilakönglinum, mjólkurkirtlum, eggjastokkum og vernda frumur líkamans gegn hrörnun. Lýsin er líka mikilvægur þáttur í starfsemi lifrar og gallblöðru og tryptófan er talið aðstoða við myndun maga- safa og insúlíns. Amínósýran valín er líka í sæbjúgum en hún er sögð stuðla að eðlilegri virkni í tauga- kerfi og hefur góð áhrif á gulbú, brjóst og eggjastokka,“ segir Sandra. „Aðrar amínósýrur sem er að finna í sæbjúgum er meðal annars treónín sem stuðlar að jafnvægi amínósýra, leucine sem getur lækkað blóðsykur í blóðinu og styrkt húðina auk þess sem sár og bein gróa betur. Einnig má nefna isoleucine sem hefur jákvæð áhrif á kirtlastarfsemi líkamans, milta, heila og efnaskipti og fenýlalanín sem styrkir nýrun og þvagblöðruna ásamt því að auka virkni ónæmis- fruma líkamans og þannig stuðla að myndun mótefna.“ Sandra byrjaði að taka inn sæbjúgnahylki upp úr þrítugu og segist raunar ekki hafa veikst síðan hún hóf reglulega inntöku á þeim. „Ég var alltaf með flensu á hverju ári en það hefur ekki gerst núna í langan tíma eða frá því að ég byrjaði að taka þetta daglega. Húðin á mér varð mun betri og hár og neglur urðu sterkari. Þetta er gríðarlega öflug blanda.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýs- ingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 fást í flestum apótekum og heilsubúðum ásamt Hagkaupum og Fjarðarkaupum.Það nýjasta frá Arctic Star eru sæbjúgnahylki sem eru D3-vítamínbætt. Íslensk framleiðsla 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.