Fréttablaðið - 06.02.2021, Page 69
er í dag verkefnastjóri Eldblóma og
hefur yfirumsjón yfir ræktun og
útfærslu flugeldagarðsins. Eldblóm
– dansverk fyrir f lugelda og f lóru
var svo opnað á Listahátíð 2020.“
Verkið er tvískipt. „Sömu dans
smíðarnar fyrir blóm og flugelda –
fyrst á jörðu, svo á himnum. Blóma
innsetningin og f lugeldasýningin
hafa sömu hreyfiferla og jafnmargir
dansarar eru í verkunum, eða nánar
tiltekið 850 flugeldar og 850 blóm.“
Sigga segir blómainnsetninguna í
raun vera hægfara flugeldasýningu.
Þegar f lugeldasýning sé hönnuð
skipti sekúndufjöldi til sprengingar
öllu máli en í blómainnsetningunni
sé einblínt á tímann þegar blómin
springi út, þar sé þó ekki um að
ræða sekúndur heldur mánuði.
„Í byrjun mars má segja að f lug
eldasýning blómanna hafi byrjað,
það er fræin voru virkjuð og hreyfi
ferillinn hafinn.“
Allt tekur enda
Meðfram blómainnsetningunni
unnu Sigga Soffía og eiginmaður
hennar, ljósmyndarinn Marinó
Thorlacius, ljósmyndasýninguna
Frá fræi til f lugelda, sem sjá má á
Hörputorgi og við Sæbrautina.
„Frá fræi til f lugelda er tilraun til
að sætta sig við að allt tekur enda.
Allt hefur byrjun og enda. Fyrir mig
var þetta æfing í að sætta mig við
dauðleikann, að horfa á fræ teygja
sig til himins, blómstra og deyja á
svo fallegan hátt. Ljósmyndirnar
sýna dalíurnar kolsvartar en þær
þola alls ekki frost. Það var eins
og litríka blómabeðið hefði verið
brennt þann 28. september þegar
fyrsta frostið bar að garði. Að mínu
mati var það ekki síður fallegt svart
en litríkt.“
Þau Sigga og Marinó eru vön því
að vinna saman en þau kynntust í
París árið 2010. „Ég var þar að dansa
á Paris fashion week í tískusýningu
Sruli Recht en Marinó var að mynda
sýninguna. Við byrjuðum á að
vinna saman sem listamenn svo það
var upphaflega sameiginlega ástríð
an. Ég er oft með hugmyndir sem ég
gæti aldrei útfært nema með jafn
hæfileikaríkum ljósmyndara og
honum, hann nær að fanga kjarna
verkanna.“
Um jólin fæddist fyrirtækið Eld
blóm og er fyrsta vara þess gjafa
kassi með broti af verkinu, Eldblóm,
100% vistvænir f lugeldar.
„Mig langaði að fanga kátínuna
og gleðina sem fylgir f lugeldunum,
verandi ástríðufullur sprengju
vargur þá elska ég flugelda, en ekki
mengunina. Blómin eru aldeilis full
komin þar, menga ekkert og veita
ánægju í mánuði en ekki sekúndur.“
Kóreógrafar blómabeð
Um er að ræða vefverslunina eld
blom.is þar sem boðið er upp á fræ
og hnýði sem kaupandi svo ræktar
sjálfur blóm upp af. „Með gjafa
pakkanum fylgja upplýsingar um
hvernig þú „kóreógrafar“ blómabeð.
Okkur langaði að gefa fólki tækifæri
til að rækta sína eigin flugeldasýn
ingu heima og fá þannig brot af lista
verkinu til sín.
Sem byrjanda í ræktun fannst
mér ótrúlega skemmtilegt að sjá að
hægt væri að rækta svona stórfeng
leg blóm úti í garði á Íslandi, en með
fjórum lykilatriðum við ræktun frá
fræi virðist allt hægt. Dalíurnar
og liljurnar og sólblómin stóðu í
Hallargarðinum, Árbæjarsafni og
Seltjarnarnesi í öllum veðrum og
sönnuðu þar með fyrir okkur hve
vel þau geta dafnað í íslenska sumr
inu. Við vildum þá deila gleðinni
– leyfa fólki að prófa að rækta flug
elda í stað þess að sprengja þá. Fyrir
utan það hvað það er gaman að geta
farið út í garð og klippt fersk blóm í
vasa inn á borð.“
Danshöfundurinn Sigga Soffía
tók við sem stjórnarformaður
Íslenska dansf lokksins síðasta
sumar.
„Íslenski dansflokkurinn hefur á
síðustu árum ekki bara unnið fram
sækin verk hér á landi heldur verið
f laggskip íslenskrar danslistar á
erlendri grundu og skapað sér góðan
orðstír. Flokkurinn hefur unnið til
erlendra verðlauna og verið landi og
þjóð ítrekað til sóma,“ segir Sigga.
Sigga starfaði sem dansari í í dans
flokki Ernu Ómarsdóttur, Shalala,
árin 2009 til 2014, en hefur síðan
þá verið sjálfstætt starfandi lista
maður og dansað í uppfærslum bæði
í Frakklandi og Belgíu.
„Sem sjálfstætt starfandi lista
maður flakka ég milli þess að vinna
dans í formi myndlistar, texta, sem
flugelda, danssýningar og videóverk.
Það er svo margt að gerast á
mörkum myndlistar og dans eða
dans og gjörningalistar,“ segir hún
að lokum.
Áhugasömum má benda á Eld
blóm á Instagram: eldblom2020.
FYRIR MIG VAR ÞETTA
ÆFING Í AÐ SÆTTA MIG
VIÐ DAUÐLEIKANN, AÐ
HORFA Á FRÆ TEYGJA SIG
TIL HIMINS, BLÓMSTRA
OG DEYJA Á SVO FALLEGAN
HÁTT.
Siggu, sem er
ástríðufullur
sprengju vargur,
langaði að
fanga gleðina
sem flug-
eldum fylgir án
mengunarinnar.
Sigga segir gam-
an hafa verið að
sjá að hægt væri
að rækta svona
stórfengleg
blóm á Íslandi.
Götubitinn hjá F
irði
Laugardaginn 6
.feb
12:00 - 14:30
Fylgstu með!
17:00 - 19:30
&
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1