Fréttablaðið - 06.02.2021, Síða 80
ÁHORFAND-
ANUM SÝNIST
VERKIN VERA
Á ÁKVEÐINN
HÁTT EN
ÞEGAR HANN
KEMUR NÆR
ERU ÞAU
KANNSKI
AÐEINS
ÖÐRUVÍSI.
Sýningin Troika, Tройка, verður opnuð í dag í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Þar sýna þrír listamenn verk sín: Kristján Steingrímur, Pétur Magn
ússon og Tumi Magnússon. Jonatan
Habib Engqvist er sýningarstjóri.
Hann er sænskur, bjó um tíma á
Íslandi og hefur síðan unnið tölu
vert hér á landi og með íslenskum
listamönnum erlendis.
Spurður um yfirskrift sýningar
innar segir Jonatan: „Troika er rúss
neskt orð sem þýðir hópur þriggja,
stundum þýtt sem þríeyki. Það getur
til dæmis átt við þjóðdans með
þremur þátttakendum. Við erum
vön paradansi með tveimur þátt
takendum en þegar dansararnir eru
orðnir þrír þá er kominn skemmti
legur vinkill. Orðið getur líka átt við
ungverskan hestvagn sem dreginn
er af þremur hestum sem hafa mis
munandi gang til að geta haldið
sama takti. Það er gaman að leika
sér með þetta orð sem inngang að
sýningu þriggja listamanna af kyn
slóð sem hefur haft áhrif á nútíma
list á Íslandi,“ segir Jonatan.
Hann segir listamennina vera
ólíka. „Á sýningunni verður til sam
tal milli listaverkanna og til verður
þessi dans og hreyfing sem troikan
er. Verkin eru að stærstum hluta ný.
Pétur Magnússon vinnur mikið
með sjónarhorn og rými. Áhorfand
anum sýnist verkin vera á ákveðinn
hátt en þegar hann kemur nær eru
þau kannski aðeins öðruvísi.
Tumi Magnússon sýnir verk sem
eru einhvers staðar á milli þess að
vera teikningar og málverk og snú
ast um tímann og rýmið. Hann er
líka með stóra og spennandi vídeó
innsetningu. Þar eru samtöl milli
fólks sem er að drekka kaffi og talar
ólík tungumál. Fólkið er að segja
Þrír listamenn og verk sem tala saman
Kristján Steingrímur, Pétur Magnússon og Tumi Magnússon sýna í Listasafni Árnes-
inga. Jonatan Engqvist er sýningarstjóri og yfirskrift sýningarinnar er Troika.
Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri, en hann hefur unnið töluvert hér á landi. MYND/AÐSEND
Málverk Kristjáns Steingríms af Surtsey.
Jonatan með
Kristjáni Stein-
grími og Tuma
Magnússyni.
persónulegar sögur milli þess sem
það talar ofan í hvert annað, mis
lengi, og þegar þau drekka er eins
og þau séu öll í sama rými. Þannig
verður til tungumál sem hljómar
mjög ruglað eins og í sögunni um
Babelsturninn.“
Meðal verka Kristjáns Steingríms
er málverk, Surtsey. „Þar er lands
lagið sjálf myndin,“ segir Jonatan.
„Kristján var í samskiptum við jarð
fræðing sem aðstoðaði hann við að
ná í efni frá Surtsey sem hann málar
svo á striga. Þannig að Surtsey sjálf
er máluð á striga. Myndin er hluti
af seríu sem heitir Forboðnir staðir.
Svo er önnur sería þar sem málverk
in eru unnin úr sandi frá Normandí
og loftsteini.“
Í tilefni af sýningunni hefur safn
ið gefið út sýningarskrá sem verður
fljótlega hægt að skoða á heimasíðu
safnsins.
Sýningin stendur yfir til 23. maí
og er opið alla daga nema mánudaga
í safninu.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Sýning Andreas Eriksson í i8 galleríi, Tryggvagötu, stendur nú yfir og lýkur 3. apríl.
Andreas vinnur í senn málverk,
vefnað, skúlptúr, ljósmyndun,
hreyfimyndir og innsetningar.
Andreas hefur gjarnan lýst verk
um sínum sem „tilvistarlandslagi“,
málverkin eru því innri leit lista
mannsins, en þó er greinilegt að
uppsprettan er umhverfið og stað
hættir í kringum heimili hans, sem
stendur við stöðuvatn í Svíþjóð.
Verk hans eru gjarnan tengd við
hefð norrænnar rómantíkur í mál
aralist og nefnir hann gjarnan Ed
vard Munch og Jóhannes Sveinsson
Kjarval sem áhrifavalda í list sinni.
Árið 2014 stýrði hann sýningunni
Efsta lag á Kjarvalsstöðum þar sem
hann valdi saman verk eftir sjálfan
sig og Kjarval. Árið 2017 tók Andr
eas Eriksson þátt í samsýningu í i8
galleríi.
Andreas var fulltrúi Svíþjóðar í
norræna skálanum á 54. Feneyja
tvíæringnum (2011) og á að baki
margar einkasýningar. Verk hans
má finna í mikilvægum, alþjóðleg
um söfnum og má þar nefna Centre
Pompidou í París, FRAC Auvergne
í ClermontFerrand í Frakklandi;
MUMOK í Vín; Nasjonalmuseet í
Osló; Moderna Museet í Stokkhólmi
og X Museum í Peking.
Andreas sýnir í i8
Mynd Andreas Eriksson, Fjället, frá
árinu 2020. MYND/AÐSEND
Fantasía Flamenca heldur tónleika í Hörpu á Sígildum sunnudög um, á morg un,
sunnudaginn 7. febrúar, kl. 16.00.
Efnisskráin inniheldur ýmsar
stíltegundir flamencotónlistarinn
ar og ólík form hennar, meðal ann
ars Bulerias, Soleares, Dansa Mora
og Tangos. Flutt verða verk eftir
nokkra helstu meistara þessarar
tónlistarhefðar Andalúsíu, þar á
meðal Paco de Lucia, Paco Cepro og
Estrella Morente, en þau eru meðal
fremstu tónlistarmanna flamenco
tónlistar. Einnig verða f lutt nýrri
verk eftir Símon H. Ívarsson.
Hljómsveitina skipa gítarleikar
arnir Símon H. Ívarsson og Ívar Sím
onarson, söngkonan Ástrún Frið
björnsdóttir, Kristberg Jóhannsson,
slagverksleikari og Hrafnkell Sig
hvatsson bassaleikari.
Flamenco í Hörpu
Fantasía Flamenca leikur flamenco.
6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING